„Við algjörlega frusum“ Siggeir Ævarsson skrifar 21. apríl 2024 17:38 Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, þarf eitthvað að fara yfir það með sínum konum hvernig maður klárar körfuboltaleiki Vísir/Hulda Margrét Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, átti fáar skýringar á því hvers vegna hans konur frusu sóknarlega annan leikinn í röð þegar liðið tapaði 73-64 gegn Stjörnunni í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Það var margt líkt með lokakafla þessa leiks og síðasta en Haukar skoruðu aðeins sex stig í lokaleikhlutanum gegn 29 stigum Stjörnunnar. „Þetta var bara nákvæmlega eins nema við vorum ekki með eins gott forskot núna. „Við algjörlega frusum“. Ég átta mig ekki á því hvað þetta er. Þær hlaupa sama einfalda sóknarleikinn aftur og aftur og aftur og við bregðumst ekki við, alveg sama hvað við tölum um. Sóknarlega verðum við rosalega staðar og hræddar.“ Haukar voru komnir með 16 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann og í fjölmiðlastúkunni voru flestir búnir að afskrifa Stjörnuna á þeim tímapunkti, mögulega Haukarnir líka. „Mögulega, vonandi ekki. Við töluðum um að við þyrftum að spila í 40 mínútur. Ég vona að það sé ekki ástæðan, að þær hafi bara hætt því þær hafi haldið að þetta væri bara komið. En þetta er greinilega eitthvað sem við þurfum að skoða verulega vel.“ Keira Robinson fór mikinn í fyrri hálfleik og var á tímabili með rúman helming stiga liðsins, 17 stig af 32. Hún skoraði aðeins eitt stig í seinni hálfleik en Ingvar gat ekki sett fingurinn nákvæmlega hvað það var sem olli því. „Ég veit það ekki. Hún fer að sætta sig við að taka þrista í staðinn fyrir að ráðast á körfuna og komast á vítalínuna. Hún var ekki að setja skotin í seinni hálfleik eins og í fyrri. Á sama tíma verðum við allar hægar og hún þarf að búa til allt sitt sjálf. Hún fékk í rauninni ekki neitt út úr okkar flæði og auðvitað er það erfitt og lýjandi.“ Allir leikirnir í þessu einvígi hafa unnist á heimavelli hingað til en Ingvar sagði að það væri enginn trygging fyrir sigri að spila heima ef frammistaðan verður á pari við frammistöðuna í dag og í síðasta leik. „Oddaleikur, gjaldkeraleikur. Ég veit að formaðurinn er ánægður en við spilum svona og ætlum ekki að klára leiki þá skiptir engu máli hvort við erum á heimavelli eða útivelli. Við sluppum með þetta í síðasta leik og sleppum ekkert með þetta aftur, alveg sama hvar við spilum þann leik.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Það var margt líkt með lokakafla þessa leiks og síðasta en Haukar skoruðu aðeins sex stig í lokaleikhlutanum gegn 29 stigum Stjörnunnar. „Þetta var bara nákvæmlega eins nema við vorum ekki með eins gott forskot núna. „Við algjörlega frusum“. Ég átta mig ekki á því hvað þetta er. Þær hlaupa sama einfalda sóknarleikinn aftur og aftur og aftur og við bregðumst ekki við, alveg sama hvað við tölum um. Sóknarlega verðum við rosalega staðar og hræddar.“ Haukar voru komnir með 16 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann og í fjölmiðlastúkunni voru flestir búnir að afskrifa Stjörnuna á þeim tímapunkti, mögulega Haukarnir líka. „Mögulega, vonandi ekki. Við töluðum um að við þyrftum að spila í 40 mínútur. Ég vona að það sé ekki ástæðan, að þær hafi bara hætt því þær hafi haldið að þetta væri bara komið. En þetta er greinilega eitthvað sem við þurfum að skoða verulega vel.“ Keira Robinson fór mikinn í fyrri hálfleik og var á tímabili með rúman helming stiga liðsins, 17 stig af 32. Hún skoraði aðeins eitt stig í seinni hálfleik en Ingvar gat ekki sett fingurinn nákvæmlega hvað það var sem olli því. „Ég veit það ekki. Hún fer að sætta sig við að taka þrista í staðinn fyrir að ráðast á körfuna og komast á vítalínuna. Hún var ekki að setja skotin í seinni hálfleik eins og í fyrri. Á sama tíma verðum við allar hægar og hún þarf að búa til allt sitt sjálf. Hún fékk í rauninni ekki neitt út úr okkar flæði og auðvitað er það erfitt og lýjandi.“ Allir leikirnir í þessu einvígi hafa unnist á heimavelli hingað til en Ingvar sagði að það væri enginn trygging fyrir sigri að spila heima ef frammistaðan verður á pari við frammistöðuna í dag og í síðasta leik. „Oddaleikur, gjaldkeraleikur. Ég veit að formaðurinn er ánægður en við spilum svona og ætlum ekki að klára leiki þá skiptir engu máli hvort við erum á heimavelli eða útivelli. Við sluppum með þetta í síðasta leik og sleppum ekkert með þetta aftur, alveg sama hvar við spilum þann leik.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira