Mislukkuð sýning í Borgarleikhúsinu með góðum sprettum Jónas Sen skrifar 23. apríl 2024 07:00 Söngleikurinn Eitruð lítil pilla er sýndur í Borgarleikhúsinu. Íris Dögg Söngleikurinn Eitruð lítil pilla, sem er saminn ofan í fræga plötu Alanis Morisette og Glen Ballard frá tíunda áratugnum, var frumsýndur í febrúar. Í gagnrýni um frumsýninguna sem Nína Hjálmarsdóttir skrifaði fyrir RÚV, talaði hún um að söngurinn og tónlistin, aðalforsenda söngleiksins, hafi ekki verið í lagi. Í lok pistilsins sagði hún að kannski myndi flutningurinn æfast með fleiri sýningum. Ég er með slæmar fréttir fyrir hana: Sýningin á föstudagskvöldið, sú tuttugasta í röðinni, olli talsverðum vonbrigðum. Það var eitthvað sem virkaði ekki. Söngurinn var allt of oft ankannalegur, ekki beint falskur, en hræðilega þvingaður og einkenndist af lélegri raddbeitingu. Valur Freyr Einarsson hljómaði eins og hann var að syngja í karókí og Aldís Amah Hamilton og Sigurður Ingvarsson voru litlu betri. Jóhanna Vigdís Arnardóttir var fagmannlegri en var samt lítt sannfærandi. Maður fékk á tilfinninguna að henni fyndist lögin sem hún söng hreinlega ekki höfða til sín. Höfundur: Diablo Cody. Tónlist: Alanis Morisette og Glen Ballard. Leikstjórn: Álfrún Helga Örnólfsdóttir. Tónlistarstjórn: Karl Olgeirsson. Leikarar: Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Valur Freyr Einarsson, Sigurður Ingvarsson, Aldís Amah Hamilton, Íris Tanja Flygenring, Rán Ragnarsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Sölvi Dýrfjörð og fleiri. Í viðjum ópíóðafíknar Fjórmenningarnir léku Healy fjölskylduna í Connecticut í Bandaríkjunum. Húsmóðirin reynir að viðhalda glansmynd hinar fullkomnu fjölskyldu, en raunveruleikinn er annar. Fjölskyldufaðirinn er vinnualki og hún sjálf er í viðjum ópíóðafíknar sem fer sífellt versnandi. Dóttirin er í skápnum með tvíkynhneigð sína og sonurinn er að bugast yfir kröfunum sem til hans eru gerðar. Ég ætla ekki að rekja söguþráð sýningarinnar, enda verður hér aðallega fjallað um tónlistina. Plata Morisette og Ballard heitir Jagged Little Pill og er ein sú söluhæsta í sögunni. Það er ekki að undra, því tónlistin er safarík og full af krafti og einlægni. Morisette, sem er kanadísk, var aðeins tuttugu og eins árs þegar platan kom út. Hún sló rækilega í gegn, og síðar skrifaði Diablo Cody söngleik við tónlistina. Hljóðblöndun ekki í lagi Lögin tilheyra meginstraumnum, ef svo má segja, þau koma aldrei á óvart, nema fyrir það hve laglínurnar eru grípandi. Það var því sársaukafullt að heyra þeim nánast misþyrmt af misgóðum söngvurunum. Hljóðblöndunin á sýningunni var auk þess ekki alltaf í lagi, stundum yfirgnæfði hljómsveitin sönginn. Mig grunar þó að það hafi ekki verið hljóðmanninum að kenna, heldur söngvurunum sem náðu oft ekki almennilegum hljóðstyrk á neðra tónsviðinu. Fyrir vikið valtaði hljómsveitin yfir sönginn. Tvær undantekningar voru Íris Tanja Flygenring og Rán Ragnarsdóttir. Þær sungu báðar af stakri innlifun og höfðu flotta raddbeitingu. Frammistaða þeirra var sérlega sterk. Hljómsveitin var þokkaleg, spilaði af öryggi. Hljómurinn í henni var hins vegar ansi hrár á vondan hátt, þykkur og einhæfur. Bestu atriðin voru því þegar aðeins einn eða tveir hljóðfæraleikarar spiluðu undir söngnum. Þá fór hann oftar en ekki á flug. Það var engin barátta á milli hljómsveitar og söngvara um það hvor næði í gegn til áhorfenda. Vantaði upphitun Almennt talað var sýningin betri eftir hlé. Maður hafði á tilfinningunni að leikararnir hafi ekki hitað sig almennilega upp og þurftu því allan fyrri hlutann til að komast í gang. Persónulega var ég ekki hrifinn af sýningunni, þó að þar hafi verið nokkrir góðir sprettir. Þetta er væmið verk, og senan þar sem persóna Jóhönnu Vigdísar ofskammtar undir lokin og dansarar dansa í kringum hana var hreinlega einum of hlaðin tilfinningasemi. Ég verð þó að nefna að konan mín, sem kom með mér, var mér mjög ósammála um senuna og fannst hún áhrifarík. Leikritið sjálft er reyndar ekki leiðinlegt, boðskapurinn höfðar til samtímans og hann mátti heimfæra á íslenskan veruleika. Hins vegar er þetta söngleikur og þá verður tónlistin að vera í lagi. Svo var ekki þetta kvöld. Niðurstaða: Söngurinn var sjaldnast góður á misjafnri söngleikjasýningu. Gagnrýni Jónasar Sen Leikhús Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Í gagnrýni um frumsýninguna sem Nína Hjálmarsdóttir skrifaði fyrir RÚV, talaði hún um að söngurinn og tónlistin, aðalforsenda söngleiksins, hafi ekki verið í lagi. Í lok pistilsins sagði hún að kannski myndi flutningurinn æfast með fleiri sýningum. Ég er með slæmar fréttir fyrir hana: Sýningin á föstudagskvöldið, sú tuttugasta í röðinni, olli talsverðum vonbrigðum. Það var eitthvað sem virkaði ekki. Söngurinn var allt of oft ankannalegur, ekki beint falskur, en hræðilega þvingaður og einkenndist af lélegri raddbeitingu. Valur Freyr Einarsson hljómaði eins og hann var að syngja í karókí og Aldís Amah Hamilton og Sigurður Ingvarsson voru litlu betri. Jóhanna Vigdís Arnardóttir var fagmannlegri en var samt lítt sannfærandi. Maður fékk á tilfinninguna að henni fyndist lögin sem hún söng hreinlega ekki höfða til sín. Höfundur: Diablo Cody. Tónlist: Alanis Morisette og Glen Ballard. Leikstjórn: Álfrún Helga Örnólfsdóttir. Tónlistarstjórn: Karl Olgeirsson. Leikarar: Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Valur Freyr Einarsson, Sigurður Ingvarsson, Aldís Amah Hamilton, Íris Tanja Flygenring, Rán Ragnarsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Sölvi Dýrfjörð og fleiri. Í viðjum ópíóðafíknar Fjórmenningarnir léku Healy fjölskylduna í Connecticut í Bandaríkjunum. Húsmóðirin reynir að viðhalda glansmynd hinar fullkomnu fjölskyldu, en raunveruleikinn er annar. Fjölskyldufaðirinn er vinnualki og hún sjálf er í viðjum ópíóðafíknar sem fer sífellt versnandi. Dóttirin er í skápnum með tvíkynhneigð sína og sonurinn er að bugast yfir kröfunum sem til hans eru gerðar. Ég ætla ekki að rekja söguþráð sýningarinnar, enda verður hér aðallega fjallað um tónlistina. Plata Morisette og Ballard heitir Jagged Little Pill og er ein sú söluhæsta í sögunni. Það er ekki að undra, því tónlistin er safarík og full af krafti og einlægni. Morisette, sem er kanadísk, var aðeins tuttugu og eins árs þegar platan kom út. Hún sló rækilega í gegn, og síðar skrifaði Diablo Cody söngleik við tónlistina. Hljóðblöndun ekki í lagi Lögin tilheyra meginstraumnum, ef svo má segja, þau koma aldrei á óvart, nema fyrir það hve laglínurnar eru grípandi. Það var því sársaukafullt að heyra þeim nánast misþyrmt af misgóðum söngvurunum. Hljóðblöndunin á sýningunni var auk þess ekki alltaf í lagi, stundum yfirgnæfði hljómsveitin sönginn. Mig grunar þó að það hafi ekki verið hljóðmanninum að kenna, heldur söngvurunum sem náðu oft ekki almennilegum hljóðstyrk á neðra tónsviðinu. Fyrir vikið valtaði hljómsveitin yfir sönginn. Tvær undantekningar voru Íris Tanja Flygenring og Rán Ragnarsdóttir. Þær sungu báðar af stakri innlifun og höfðu flotta raddbeitingu. Frammistaða þeirra var sérlega sterk. Hljómsveitin var þokkaleg, spilaði af öryggi. Hljómurinn í henni var hins vegar ansi hrár á vondan hátt, þykkur og einhæfur. Bestu atriðin voru því þegar aðeins einn eða tveir hljóðfæraleikarar spiluðu undir söngnum. Þá fór hann oftar en ekki á flug. Það var engin barátta á milli hljómsveitar og söngvara um það hvor næði í gegn til áhorfenda. Vantaði upphitun Almennt talað var sýningin betri eftir hlé. Maður hafði á tilfinningunni að leikararnir hafi ekki hitað sig almennilega upp og þurftu því allan fyrri hlutann til að komast í gang. Persónulega var ég ekki hrifinn af sýningunni, þó að þar hafi verið nokkrir góðir sprettir. Þetta er væmið verk, og senan þar sem persóna Jóhönnu Vigdísar ofskammtar undir lokin og dansarar dansa í kringum hana var hreinlega einum of hlaðin tilfinningasemi. Ég verð þó að nefna að konan mín, sem kom með mér, var mér mjög ósammála um senuna og fannst hún áhrifarík. Leikritið sjálft er reyndar ekki leiðinlegt, boðskapurinn höfðar til samtímans og hann mátti heimfæra á íslenskan veruleika. Hins vegar er þetta söngleikur og þá verður tónlistin að vera í lagi. Svo var ekki þetta kvöld. Niðurstaða: Söngurinn var sjaldnast góður á misjafnri söngleikjasýningu.
Höfundur: Diablo Cody. Tónlist: Alanis Morisette og Glen Ballard. Leikstjórn: Álfrún Helga Örnólfsdóttir. Tónlistarstjórn: Karl Olgeirsson. Leikarar: Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Valur Freyr Einarsson, Sigurður Ingvarsson, Aldís Amah Hamilton, Íris Tanja Flygenring, Rán Ragnarsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Sölvi Dýrfjörð og fleiri.
Gagnrýni Jónasar Sen Leikhús Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira