Uppgjörið: Fylkir - Þróttur 1-1 | Nýliðarnir björguðu stigi undir lokin Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. apríl 2024 21:10 Úr leik kvöldsins. Vísir/Anton Brink Fylkir og Þróttur skildu jöfn 1-1 í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna. Kristrún Rut Antonsdóttir kom Þrótti yfir en Marija Radojicic jafnaði metin fyrir Fylki undir lokin. Það mátti greina smá stress í nýliðunum fyrstu mínútur leiks en þær voru fljótar að hrista það af sér. Þróttur fékk fyrsta almennilega færi leiksins en Fylkir komst í góðan séns skömmu síðar og átti svo skot í slánna strax í kjölfarið. Sæunn Björnsdóttir átti frábæra aukaspyrnu á 27. mínútu en skot hennar hafnaði í þverslánni. Hún fékk annað tækifæri nokkrum mínútum síðar en skaut þá í vegginn. Sæunn Björnsdóttir átti frábæra aukaspyrnu sem hafnaði í þverslánni. vísir / anton brink Þróttur átti góðan kafla í kjölfarið og þrýsti á heimakonur. Þær uppskáru svo mark á 37. mínútu. Kristrún Rut Antonsdóttir kom boltanum í netið með kollspyrnu eftir fyrirgjöf frá vinstri bakverðinum Caroline Murray. Þróttarar fagna marki Kristrúnarvísir / anton brink Áfram þrýsti Þróttur á heimakonur það sem eftir lifði hálfleiks en tókst ekki að skapa sér nein dauðafæri. Þær fóru því með eins marks forystu inn í búningsherbergi. Leikurinn róaðist til muna í seinni hálfleik. Þróttur var við völdin og gerði nokkrar atlögur að marki en ekkert frásögu færandi. Fylkir tók svo loksins við sér þegar stutt var eftir og færði liðið ofar í leit að jöfnunarmarki. Þær unnu hornspyrnu á 86. mínútu sem Abigail Boyan tók, góður bolti frá henni rataði til Ernu Sólveigar sem fleytti honum áfram á Mariu Radojicic. Hún dempaði niður við vítapunktinn og þrumaði boltanum svo í netið. Frábært fyrsta mark og stigið tryggt fyrir nýliðana. Maria fagnar marki sínuvísir / anton brink Atvik leiksins Þróttur varð fyrir mikilli blóðtöku á 17. mínútu þegar fyrirliðinn Álfhildur Rósa Kjartansdóttir fór meidd af velli. Gríðarlega sárt að missa fyrirliðann og einn besta leikmann liðsins út í fyrsta leik. Þær brugðust reyndar mjög vel við breytingunum, engin sjáanleg breyting á skipulagi eða leikstíl liðsins eftir að Álfhildur fór út. Undirritaður steingleymdi að spurja þjálfara liðsins út í stöðuna á henni eftir leik. Klúður. Stjörnur og skúrkar Caroline Murray þeyttist upp vinstri vænginn eins og eldibrandur. Ótrúleg orka í henni og gaf góða fyrirgjöf sem leiddi til fyrsta marksins. Sierra Marie Lelii var einnig öflug í framlínu Þróttar og ógnaði mikið með hraða sínum og krafti. Tinna Brá Magnúsdóttir átti góðan leik í marki Fylkis. Varði vel í nokkur skipti og bjargaði þeim frá því að lenda undir strax í upphafi. Maria Radojicic á mikið hrós skilið fyrir sína innkomu og jöfnunarmarkið sem hún skoraði. Dómarinn Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson var á flautunni í kvöld. Magnús Garðarsson og Ronnarong Wongmahadthai honum til aðstoðar. Frekar rólegt hjá þeim í kvöld, nokkur spjöld fóru á loft en það var allt saman rétt. Það var hins vegar mikið vafaatriði hvort Ronnarong hafi átt að lyfta flagginu á 54. mínútu þegar Sierra Marie Leili slapp ein í gegn. Virkaði ekki rangstæð, í það minnsta mjög tæpt. Stemning og umgjörð Það var auðvitað bongóblíða í Lautinni og áhorfendaskarinn gekk skrúðgöngu að vellinum með fánum og lúðrum. Fylkir á svo mikið hrós skilið fyrir umgjörðina í kringum þennan leik. Sjaldan séð jafn vel staðið að leik í Bestu deildinni, kvenna eða karla. Hér voru kandýfloss- og kleinuhringjavélar, sjóðheitir hamborgarar á grillinu og auðvitað ekta Coca-Cola beint frá bóndanum á næsta bæ. Blásteinn setti upp glæsilegan bar og sá fullorðna fólkinu fyrir drykkjarföngum. Bergdís Fanney brá sér í hlutverk trúbadors og lék ljúfa tóna fyrir leik. Þegar nær dróg leik mundaði stuðningsmannasveitin trommukjuðann og hvatti sínar konur til dáða. Viðtöl Berast síðar í kvöld. „Við þurfum bara að taka okkur saman í andlitinu“ „Bara skítt eiginlega“ sagði markaskorarinn Kristrún Rut Antonsdóttir þegar hún var spurð um líðan sína að leik loknum. Það leyndi sér ekki að hún var afar ósatt með að hafa misst leikinn niður í jafntefli. „Allt í lagi leikur til að byrja með. Við áttum miklu, miklu, fleiri færi. Mér fannst eitt stig ekki alveg nóg úr þessum leik en við þurfum bara að taka okkur saman í andlitinu.“ Þróttur virtist við stjórnvölinn í upphafi seinni hálfleiks en Fylkir vann sig inn í leikinn eftir því sem leið á. Hvað gerðist? „Ég veit það ekki alveg. Mér fannst spennustigið einhvern veginn magnast með leiknum, við misstum aðeins kúl og héldum ekki boltanum. Þá fá þær aðeins meiri von, eitt færi og þær nýta það.“ Hefði Þróttur getað gert betur og bætt öðru marki við? „Já, fyrir mína hönd allavega. Ég átti að ná tveimur í fyrri hálfleik og fleiri fengu dauðafæri, þannig að já.“ Þær eiga Val í næstu umferð. Hvernig leik á Kristrún von á þar? „Hörkubaráttu. Mig langar að sjá meira spil hjá okkur, höfum sýnt það á undirbúningstímabilinu að við getum spilað flottan og skemmtilegan fótbolta“ sagði hún að lokum. Myndir vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink Besta deild kvenna Fylkir Þróttur Reykjavík
Fylkir og Þróttur skildu jöfn 1-1 í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna. Kristrún Rut Antonsdóttir kom Þrótti yfir en Marija Radojicic jafnaði metin fyrir Fylki undir lokin. Það mátti greina smá stress í nýliðunum fyrstu mínútur leiks en þær voru fljótar að hrista það af sér. Þróttur fékk fyrsta almennilega færi leiksins en Fylkir komst í góðan séns skömmu síðar og átti svo skot í slánna strax í kjölfarið. Sæunn Björnsdóttir átti frábæra aukaspyrnu á 27. mínútu en skot hennar hafnaði í þverslánni. Hún fékk annað tækifæri nokkrum mínútum síðar en skaut þá í vegginn. Sæunn Björnsdóttir átti frábæra aukaspyrnu sem hafnaði í þverslánni. vísir / anton brink Þróttur átti góðan kafla í kjölfarið og þrýsti á heimakonur. Þær uppskáru svo mark á 37. mínútu. Kristrún Rut Antonsdóttir kom boltanum í netið með kollspyrnu eftir fyrirgjöf frá vinstri bakverðinum Caroline Murray. Þróttarar fagna marki Kristrúnarvísir / anton brink Áfram þrýsti Þróttur á heimakonur það sem eftir lifði hálfleiks en tókst ekki að skapa sér nein dauðafæri. Þær fóru því með eins marks forystu inn í búningsherbergi. Leikurinn róaðist til muna í seinni hálfleik. Þróttur var við völdin og gerði nokkrar atlögur að marki en ekkert frásögu færandi. Fylkir tók svo loksins við sér þegar stutt var eftir og færði liðið ofar í leit að jöfnunarmarki. Þær unnu hornspyrnu á 86. mínútu sem Abigail Boyan tók, góður bolti frá henni rataði til Ernu Sólveigar sem fleytti honum áfram á Mariu Radojicic. Hún dempaði niður við vítapunktinn og þrumaði boltanum svo í netið. Frábært fyrsta mark og stigið tryggt fyrir nýliðana. Maria fagnar marki sínuvísir / anton brink Atvik leiksins Þróttur varð fyrir mikilli blóðtöku á 17. mínútu þegar fyrirliðinn Álfhildur Rósa Kjartansdóttir fór meidd af velli. Gríðarlega sárt að missa fyrirliðann og einn besta leikmann liðsins út í fyrsta leik. Þær brugðust reyndar mjög vel við breytingunum, engin sjáanleg breyting á skipulagi eða leikstíl liðsins eftir að Álfhildur fór út. Undirritaður steingleymdi að spurja þjálfara liðsins út í stöðuna á henni eftir leik. Klúður. Stjörnur og skúrkar Caroline Murray þeyttist upp vinstri vænginn eins og eldibrandur. Ótrúleg orka í henni og gaf góða fyrirgjöf sem leiddi til fyrsta marksins. Sierra Marie Lelii var einnig öflug í framlínu Þróttar og ógnaði mikið með hraða sínum og krafti. Tinna Brá Magnúsdóttir átti góðan leik í marki Fylkis. Varði vel í nokkur skipti og bjargaði þeim frá því að lenda undir strax í upphafi. Maria Radojicic á mikið hrós skilið fyrir sína innkomu og jöfnunarmarkið sem hún skoraði. Dómarinn Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson var á flautunni í kvöld. Magnús Garðarsson og Ronnarong Wongmahadthai honum til aðstoðar. Frekar rólegt hjá þeim í kvöld, nokkur spjöld fóru á loft en það var allt saman rétt. Það var hins vegar mikið vafaatriði hvort Ronnarong hafi átt að lyfta flagginu á 54. mínútu þegar Sierra Marie Leili slapp ein í gegn. Virkaði ekki rangstæð, í það minnsta mjög tæpt. Stemning og umgjörð Það var auðvitað bongóblíða í Lautinni og áhorfendaskarinn gekk skrúðgöngu að vellinum með fánum og lúðrum. Fylkir á svo mikið hrós skilið fyrir umgjörðina í kringum þennan leik. Sjaldan séð jafn vel staðið að leik í Bestu deildinni, kvenna eða karla. Hér voru kandýfloss- og kleinuhringjavélar, sjóðheitir hamborgarar á grillinu og auðvitað ekta Coca-Cola beint frá bóndanum á næsta bæ. Blásteinn setti upp glæsilegan bar og sá fullorðna fólkinu fyrir drykkjarföngum. Bergdís Fanney brá sér í hlutverk trúbadors og lék ljúfa tóna fyrir leik. Þegar nær dróg leik mundaði stuðningsmannasveitin trommukjuðann og hvatti sínar konur til dáða. Viðtöl Berast síðar í kvöld. „Við þurfum bara að taka okkur saman í andlitinu“ „Bara skítt eiginlega“ sagði markaskorarinn Kristrún Rut Antonsdóttir þegar hún var spurð um líðan sína að leik loknum. Það leyndi sér ekki að hún var afar ósatt með að hafa misst leikinn niður í jafntefli. „Allt í lagi leikur til að byrja með. Við áttum miklu, miklu, fleiri færi. Mér fannst eitt stig ekki alveg nóg úr þessum leik en við þurfum bara að taka okkur saman í andlitinu.“ Þróttur virtist við stjórnvölinn í upphafi seinni hálfleiks en Fylkir vann sig inn í leikinn eftir því sem leið á. Hvað gerðist? „Ég veit það ekki alveg. Mér fannst spennustigið einhvern veginn magnast með leiknum, við misstum aðeins kúl og héldum ekki boltanum. Þá fá þær aðeins meiri von, eitt færi og þær nýta það.“ Hefði Þróttur getað gert betur og bætt öðru marki við? „Já, fyrir mína hönd allavega. Ég átti að ná tveimur í fyrri hálfleik og fleiri fengu dauðafæri, þannig að já.“ Þær eiga Val í næstu umferð. Hvernig leik á Kristrún von á þar? „Hörkubaráttu. Mig langar að sjá meira spil hjá okkur, höfum sýnt það á undirbúningstímabilinu að við getum spilað flottan og skemmtilegan fótbolta“ sagði hún að lokum. Myndir vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink vísir / anton brink
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti