Fótbolti

Bologna styrkti stöðu sína í fjórða sæti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Joshua Zirkzee (til hægri) skoraði og lagði upp.
Joshua Zirkzee (til hægri) skoraði og lagði upp. EPA-EFE/ETTORE FERRARI

Bologna vann heldur ósanngjarnan útisigur á Roma í ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu ef marka má tölfræði leiksins. Það er hins vegar ekki spurt að því, lokatölur 1-3 í Róm.

Liðin eru í harðri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu en gestirnir styrktu með sigrinum stöðu sína í 4. sæti Serie A. Oussama El Azzouzi kom Bologna yfir og hinn eftirsótti Joshua Zirkzee tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleik eftir undirbúning El Azzouzi.

Sardar Azmoun minnkaði muninn áður en Alexis Saelemaekers tryggði gestunum sigur eftir undirbúning Zirkzee. 

Lokatölur 1-3 og Bologna nú með 62 stig, aðeins tveimur minna en Juventus sem er í 3. sæti. Roma er í 5. sæti með 55 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×