Það kemur fram í tilkynningu á síðu Grindavíkurbæjar að þar sem uppkaupin hafa verið í forgangi hjá Þórkötlu hafi hvorki verið ákveðið leiguverð né umgengnisrétt. Bæjarstjórnin hafi reifað þær vangaveltur sem hafa verið íbúum hugleiknar undanfarnar vikur og mánuði.
Segja forsvarsmenn Þórkötlu að ekki hafi verið ákveðið það verð sem fasteignir verða keyptar aftur á þar sem afgreiðsla á uppkaupi er í forgangi. Jafnframt að ekkert sé því til fyrirstöðu að aðrir kaupi eignirnar þegar gengið hefur verið frá kaupsamningum við þá aðila sem hyggjast ekki nýta forkaupsréttinn sinn.
Fresturinn sem fasteignaeigendur hafa til að ákveða hvort þeir vilji selja er 31. desember en Þórkatla segir að verði tilefni til endurskoðunar verði það í haust. Annars hafi það ekki verið rætt sérstaklega.