Allt klárt fyrir tilraun við heimsmet í Hlíðarfjalli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. apríl 2024 08:51 Hér má sjá rauðu línuna við 253,3 metra markið en bláa línan við 300 metra markið. Heimssögulegur viðburður er í uppsiglingu í rjómablíðu í Hlíðarfjalli á Akureyri nú í morgunsárið. Þar ætlar japanskur skíðastökkvari að slá heimsmetið í skíðastökki. Fylgst er með gangi mála í vaktinni. Viðburðurinn er á vegum drykkjarfyrirtækisins Red Bull sem er þekkt fyrir orkudrykki sína hvort sem er fyrir fólk í önn. Slagorð drykkjarins er „veitir vængi“ í þeim skilningi að maður eigi að geta tekist á flug. Ekki er óvarlegt að ætla að Red Bull ætli að nýta sér stökkið í markaðssetningu enda má vel ímynda sér að skíðastökkvarar séu með vængi þegar þeir svífa í loftinu. Heimsmetið í skíðastökki er 253,3 metrar en samkvæmt upplýsingum fréttastofu stefnir sá japanski á að stökkva yfir 300 metra. Löng stökkbraut hefur verið útbúin í Hlíðarfjalli þar sem töluverða leynd hvílir yfir öllu saman. Ekki er ætlast til þess að neinn annar en fólk á vegum Red Bull nái myndum af stökkinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fluttir inn tveir risastórir snjótroðaðar fyrir verkefnið og hefur starfsfólk á skrifstofu verkfræðistofunnar COWI á Akureyri séð um smíði pallsins í vetur auk þess að sinna fleiri verkefnum. Þá hefur verið mikil vinna við að framleiða merkingar fyrir Red Bull. Eftir því sem fréttastofa kemst næst heitir skíðastökkvarinn Kobayashi Ryoyu. Hann birti á Instagram-síðu sinni fyrir tveimur klukkustundum lagið „Ready to fight“. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er vegurinn lokaður upp í Hlíðarfjall. Red Bull gerði samning við Akureyrarbæ varðandi upptökurnar og verður lokað upp í fjall þar til öllu er lokið. Miklu er til tjaldað. Fjölmargir eru hluti af tökuliði Red Bull enda á að ná alls konar vinklum af stökkinu. Heimamenn vonast til þess að stökkið geti orðið góð kynning fyrir Hlíðarfjall, Akureyri og Ísland. Austurríski skíðastökkvarinn Stefan Kraft er heimsmethafi í skíðastökki. Hann náði stökki upp á 253,5 metra árið 2017 í Vikersundbakken í Vikersund í Noregi. Fréttin verður uppfærð þegar í ljós kemur hvort japanska stökkvaranum tekst ætlunarverk sitt. Við þetta má bæta að Andrésar Andarleikarnir verða settir í íþróttahöllinni á Akureyri á morgun og standa yfir til laugardags. Leikarnir hafa verið svo til árlegur viðburður í Hlíðarfjalli frá árinu 1976. Þetta er fjölmennasta skíðamót landsins með hátt í þúsund keppendur á aldrinum fjögurra til fimmtán ára. Keppt er í alpagreinum, skíðagöngu og á snjóbrettum og eiga fjölmargir skíðamenn ljúfar minningar frá leikum liðinna ára. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki strax.
Viðburðurinn er á vegum drykkjarfyrirtækisins Red Bull sem er þekkt fyrir orkudrykki sína hvort sem er fyrir fólk í önn. Slagorð drykkjarins er „veitir vængi“ í þeim skilningi að maður eigi að geta tekist á flug. Ekki er óvarlegt að ætla að Red Bull ætli að nýta sér stökkið í markaðssetningu enda má vel ímynda sér að skíðastökkvarar séu með vængi þegar þeir svífa í loftinu. Heimsmetið í skíðastökki er 253,3 metrar en samkvæmt upplýsingum fréttastofu stefnir sá japanski á að stökkva yfir 300 metra. Löng stökkbraut hefur verið útbúin í Hlíðarfjalli þar sem töluverða leynd hvílir yfir öllu saman. Ekki er ætlast til þess að neinn annar en fólk á vegum Red Bull nái myndum af stökkinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fluttir inn tveir risastórir snjótroðaðar fyrir verkefnið og hefur starfsfólk á skrifstofu verkfræðistofunnar COWI á Akureyri séð um smíði pallsins í vetur auk þess að sinna fleiri verkefnum. Þá hefur verið mikil vinna við að framleiða merkingar fyrir Red Bull. Eftir því sem fréttastofa kemst næst heitir skíðastökkvarinn Kobayashi Ryoyu. Hann birti á Instagram-síðu sinni fyrir tveimur klukkustundum lagið „Ready to fight“. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er vegurinn lokaður upp í Hlíðarfjall. Red Bull gerði samning við Akureyrarbæ varðandi upptökurnar og verður lokað upp í fjall þar til öllu er lokið. Miklu er til tjaldað. Fjölmargir eru hluti af tökuliði Red Bull enda á að ná alls konar vinklum af stökkinu. Heimamenn vonast til þess að stökkið geti orðið góð kynning fyrir Hlíðarfjall, Akureyri og Ísland. Austurríski skíðastökkvarinn Stefan Kraft er heimsmethafi í skíðastökki. Hann náði stökki upp á 253,5 metra árið 2017 í Vikersundbakken í Vikersund í Noregi. Fréttin verður uppfærð þegar í ljós kemur hvort japanska stökkvaranum tekst ætlunarverk sitt. Við þetta má bæta að Andrésar Andarleikarnir verða settir í íþróttahöllinni á Akureyri á morgun og standa yfir til laugardags. Leikarnir hafa verið svo til árlegur viðburður í Hlíðarfjalli frá árinu 1976. Þetta er fjölmennasta skíðamót landsins með hátt í þúsund keppendur á aldrinum fjögurra til fimmtán ára. Keppt er í alpagreinum, skíðagöngu og á snjóbrettum og eiga fjölmargir skíðamenn ljúfar minningar frá leikum liðinna ára. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. Endurhlaðið síðunni ef hún birtist ekki strax.
Skíðaíþróttir Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira