Kári Vagn náði níu pílna leik og stefnir á Ally Pally Stefán Árni Pálsson skrifar 23. apríl 2024 11:01 Kári Vagn æltar sér í Ally Pally. Vísir/Bjarni Einarsson Hann er aðeins tólf ára en náði á dögunum að kasta fyrir níu pílna leik. Kári Vagn ætlar sér alla leið í sportinu. Kári Vagn Birkisson verður þrettán ára í maí. Á æfingu á dögunum kastaði Kári níu pílum í spjaldið og kláraði þannig 501. Níu pílna leikur er það erfiðasta sem þekkist í pílu. Aðeins þeir allra bestu ná slíku afreki en ekki er hægt að klára 501 á færri pílum en níu. Kári hefur æft pílu með Pílukastfélagi Kópavogs í rúmlega ár og náð ótrúlegum framförum á þeim tíma. „Stundum æfi ég alveg upp í þrjá tíma á dag, en það er bara misjafnt. Ég æfi mikið heima hjá mér og hjá PFK, Pílufélagi Kópavogs. Það eru alveg margir að æfa, kannski tvö hundruð eða eitthvað,“ sagði Kári Vagn í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Kári kallar sig Vagnstjórann í píluheiminum. Future of Icelandic darts is in good hands! 12 year old Kári Vagn hit a 9 darter in practice yesterday 🎯🎯 #darts pic.twitter.com/5jNKmoCw5b— Matthías Örn (@mattiorn) April 19, 2024 „Ég var bara að horfa á pílu í sjónvarpinu og frændi minn átti píluspjald heima og ég bara byrjaði að spila þar.“ En hvernig leið honum þegar hann náði níu pílna leik? „Ég var bara mjög glaður og ánægður þegar ég náði þessu. Ég hef einu sinni náð ellefu pílna leik en það var fyrir svona tveimur mánuðum. Mig langar auðvitað að fara einn daginn og keppa í Ally Pally á heimsmeistaramótinu,“ segir Kári en árlega fer það mót fram í London og er mótið orðið gríðarlega vinsælt.“ Faðir hans er líkamsræktarþjálfarinn Birkir Vagn Ómarsson og hefur hann fylgst grannt með drengnum frá byrjun. „Hann byrjaði í fótbolta og svo fór hann í körfu og hann er enn þá að æfa það. En svo kom þessi píluáhugi. Hann er búinn að æfa sig mjög vel og þetta er bara ein hreyfing, og í rauninni vöðvaminnisæfing. Þetta er bara flott hjá honum,“ segir Birkir en hvernig er pabbinn í pílu? „Allt í lagi, ekki gott,“ segir Birkir. „Ég er alltaf að vinna hann,“ segir Kári að lokum. Pílukast Krakkar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Sjá meira
Kári Vagn Birkisson verður þrettán ára í maí. Á æfingu á dögunum kastaði Kári níu pílum í spjaldið og kláraði þannig 501. Níu pílna leikur er það erfiðasta sem þekkist í pílu. Aðeins þeir allra bestu ná slíku afreki en ekki er hægt að klára 501 á færri pílum en níu. Kári hefur æft pílu með Pílukastfélagi Kópavogs í rúmlega ár og náð ótrúlegum framförum á þeim tíma. „Stundum æfi ég alveg upp í þrjá tíma á dag, en það er bara misjafnt. Ég æfi mikið heima hjá mér og hjá PFK, Pílufélagi Kópavogs. Það eru alveg margir að æfa, kannski tvö hundruð eða eitthvað,“ sagði Kári Vagn í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Kári kallar sig Vagnstjórann í píluheiminum. Future of Icelandic darts is in good hands! 12 year old Kári Vagn hit a 9 darter in practice yesterday 🎯🎯 #darts pic.twitter.com/5jNKmoCw5b— Matthías Örn (@mattiorn) April 19, 2024 „Ég var bara að horfa á pílu í sjónvarpinu og frændi minn átti píluspjald heima og ég bara byrjaði að spila þar.“ En hvernig leið honum þegar hann náði níu pílna leik? „Ég var bara mjög glaður og ánægður þegar ég náði þessu. Ég hef einu sinni náð ellefu pílna leik en það var fyrir svona tveimur mánuðum. Mig langar auðvitað að fara einn daginn og keppa í Ally Pally á heimsmeistaramótinu,“ segir Kári en árlega fer það mót fram í London og er mótið orðið gríðarlega vinsælt.“ Faðir hans er líkamsræktarþjálfarinn Birkir Vagn Ómarsson og hefur hann fylgst grannt með drengnum frá byrjun. „Hann byrjaði í fótbolta og svo fór hann í körfu og hann er enn þá að æfa það. En svo kom þessi píluáhugi. Hann er búinn að æfa sig mjög vel og þetta er bara ein hreyfing, og í rauninni vöðvaminnisæfing. Þetta er bara flott hjá honum,“ segir Birkir en hvernig er pabbinn í pílu? „Allt í lagi, ekki gott,“ segir Birkir. „Ég er alltaf að vinna hann,“ segir Kári að lokum.
Pílukast Krakkar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Sjá meira