Innlent

Alþjóðasamvinna á kross­götum: Hvert stefnir Ís­land?

Jón Þór Stefánsson skrifar
Forseti Íslands og utanríkisráðherra munu ávarpa ráðstefnuna.
Forseti Íslands og utanríkisráðherra munu ávarpa ráðstefnuna. Vísir/Vilhelm

Árleg ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og Norræna hússins í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag stjórnmálafræðinga fer fram í dag frá klukkan tíu til fimm í Norræna húsinu.

Ráðstefnan ber heitið Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland?

„Sjaldan eða aldrei hefur alþjóðasamfélagið staðið frammi fyrir eins stórum og erfiðum áskorunum eins og núna. Stríð geisa, lýðræðinu er ógnað, skautun í samfélögum eykst, afleiðingar loftslagsbreytinga og ör þróun tækninnar kalla á öðruvísi nálgun. Hver er staða Íslands í alþjóðasamfélaginu og hvert stefnum við?“ segir í tilkynningu frá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra opnar ráðstefnuna og þá mun Guðni Th. Jóhannesson forseti flytja hátíðarerindi.

Fimm málstofur fara fram um daginn þar sem rætt verður um stöðu Íslands í varnar- og öryggismálum, vaxandi skautun í pólitískri umræðu, áskoranir og tækifæri EES samningsins og Evrópsamstarfsins á umbreytingartímum, og ávinning og áskoranir gervigreindar fyrir lýðræði.

Ráðstefnunni líkur með pallborðsumræðum þar sem formenn og fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi ræða utanríkisstefnu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×