Leiðin í vinnuna smám saman þrefaldast: „Þetta er eins og í einhverri bíómynd“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2024 19:30 Elísabet er orðin þreytt á framkvæmdum við Breiðholtsbraut, sem hafa lengt leið hennar í vinnuna svo um munar. Vísir/Einar/Sara Breiðhyltingur segir farir sínar ekki sléttar af framkvæmdum við Breiðholtsbraut. Síðustu mánuði hefur gönguleið hennar í vinnuna smám saman þrefaldast vegna framkvæmdanna. Hún segir málið hreinlega eins og í bíómynd. Vinna við breikkun Breiðholtsbrautar hefur nú staðið yfir um nokkurt skeið - og reynst Elísabetu Guðrúnar og Jónsdóttur bókstaflegur fjötur um fót. „Ég bý hérna rétt hjá og er að vinna hérna hinum megin við hæðina í Urðarhvarfi. Ég hafði gert það að vana mínum að fara fótgangandi yfir hæðina og það tók svona korter, tuttugu mínútur um það bil.“ Í fréttinni hér fyrir ofan sjáum við grafíska framsetningu á þróun leiðarinnar. Fyrst er það leiðin sem Elísabet var vön að ganga í vinnuna, rétt rúmur kílómetri frá heimili hennar í Breiðholti og á vinnustaðinn í Kópavogi. En svo var hæðinni sem hún gekk yfir lokað og hún byrjaði að hjóla, enda leiðin búin að lengjast um heilan kílómetra. Næst var stíg við Breiðholtsbraut lokað, 600 metra hjáleið bættist við og leiðin í heild þar með búin að tvöfaldast. Enn ein lykkjan bættist svo við vegna framkvæmda við undirgöng og loks var gönguljósi við Kópavogsmörkin lokað með þeim afleiðingum að leið Elísabetar í vinnuna er nú þreföld á við það sem hún var fyrst. Grátbroslegt „Ég sé ekki að það sé nauðsynlegt að loka þessu öllu samtímis. Ég held það væri hugsanlega, kannski hægt að klára eitt svæði, loka þar og síðan fara yfir í næsta,“ segir Elísabet. „Þetta er komið á það stig að ég verð ekki pirruð, heldur fer bara að hlæja.“ Við fórum á vettvang í kvödfréttum Stöðvar 2 og í fréttinni sjáum við glitta í munna undirgangnanna sem Elísabet notaði eitt sinn. Þau eru augljóslega ekki aðgengileg lengur með góðu móti. Umrædd hæð reyndist orðin afar torfær, auk þess sem girt hefur verið fyrir hana og aðgengi að henni greinilega bannað. Elísabet bindur vonir við greiðan framgang framkvæmdanna, svo hún neyðist ekki til að fara á bíl þessa hlægilega stuttu vegalengd. „Ég gæti allt eins verið að vinna niðri í Skeifu núna, en samt er þetta rétt hjá. Þetta er mjög skrýtið. Þetta er eins og í einhverri bíómynd.“ Skipulag Vegagerð Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Vinna við breikkun Breiðholtsbrautar hefur nú staðið yfir um nokkurt skeið - og reynst Elísabetu Guðrúnar og Jónsdóttur bókstaflegur fjötur um fót. „Ég bý hérna rétt hjá og er að vinna hérna hinum megin við hæðina í Urðarhvarfi. Ég hafði gert það að vana mínum að fara fótgangandi yfir hæðina og það tók svona korter, tuttugu mínútur um það bil.“ Í fréttinni hér fyrir ofan sjáum við grafíska framsetningu á þróun leiðarinnar. Fyrst er það leiðin sem Elísabet var vön að ganga í vinnuna, rétt rúmur kílómetri frá heimili hennar í Breiðholti og á vinnustaðinn í Kópavogi. En svo var hæðinni sem hún gekk yfir lokað og hún byrjaði að hjóla, enda leiðin búin að lengjast um heilan kílómetra. Næst var stíg við Breiðholtsbraut lokað, 600 metra hjáleið bættist við og leiðin í heild þar með búin að tvöfaldast. Enn ein lykkjan bættist svo við vegna framkvæmda við undirgöng og loks var gönguljósi við Kópavogsmörkin lokað með þeim afleiðingum að leið Elísabetar í vinnuna er nú þreföld á við það sem hún var fyrst. Grátbroslegt „Ég sé ekki að það sé nauðsynlegt að loka þessu öllu samtímis. Ég held það væri hugsanlega, kannski hægt að klára eitt svæði, loka þar og síðan fara yfir í næsta,“ segir Elísabet. „Þetta er komið á það stig að ég verð ekki pirruð, heldur fer bara að hlæja.“ Við fórum á vettvang í kvödfréttum Stöðvar 2 og í fréttinni sjáum við glitta í munna undirgangnanna sem Elísabet notaði eitt sinn. Þau eru augljóslega ekki aðgengileg lengur með góðu móti. Umrædd hæð reyndist orðin afar torfær, auk þess sem girt hefur verið fyrir hana og aðgengi að henni greinilega bannað. Elísabet bindur vonir við greiðan framgang framkvæmdanna, svo hún neyðist ekki til að fara á bíl þessa hlægilega stuttu vegalengd. „Ég gæti allt eins verið að vinna niðri í Skeifu núna, en samt er þetta rétt hjá. Þetta er mjög skrýtið. Þetta er eins og í einhverri bíómynd.“
Skipulag Vegagerð Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira