Upptök eldsins í gömlu kauphöllinni enn ókunn Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2024 11:26 Stór hluti gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn er rústir eina eftir eldsvoðann í síðustu viku. Vísir/EPA Ekki liggur enn fyrir hvernig eldur kviknaði í Børsen, gömlu kauphöllinni í Kaupmannahöfn, í síðustu viku. Lögreglumenn komust fyrst til þess að kanna bygginguna á mánudag. Meiri en helmingur byggingarinnar eyðilagðist í stórbrunanum á þriðjudag í síðustu viku. Turnspíra sem var helsta kennileiti byggingarinnar sem var reist á 17. öld hrundi meðal annars. Talið er að eldurinn hafi kviknað á þakinu sem var þakið með vinnupöllum en endurbætur höfðu staðið yfir á byggingunni undanfarin ár. Slökkvilið dróg úr viðbúnaði sínum og lögreglumenn gátu loks komist á vettvang á mánudag. Enn var þá talin hætta á að eldur gæti kviknað í glæðum eða veggir hrunið, að sögn AP-fréttastofunnar. Umferð var hleypt á götur í kringum kauphöllina í byrjun vikunnar þó að nokkrar séu enn lokaðar. Ökumenn gátu þá í fyrsta skipti ekið yfir Knippel-brúna að miðborginni frá því að eldurinn kviknaði. Danska viðskiptaráðið hefur lýst yfir vilja til þess að endurreisa Børsen þó að ekki sé ljóst hvernig það yrði fjármagnað. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa meðal annars verið í samskiptum við yfirvöld í París um reynslu þeirra af endurreisn Maríukirkjunnar sem brann árið 2019. Útveggir kauphallarinnar hrundu eftir eldsvoðann. Enn var talin hætta á frekara hruni í byrjun vikunnar.Vísir/EPA Margir lögðu leið sína að rústum Børsen um helgina, meðal annars á bátum.Vísir/EPA Danska viðskiptaráðið hefur sagst vilja endurreisa Børsen en ljóst er að það á eftir að kosta skildinginn.Vísir/EPA Rústir Børsen í Kaupmannahöfn.Vísir/EPA Veggskreytingar sem tókst að bjarga úr brennandi byggingunni.AP/Emil Nicolai Helms/Ritzau Scanpix Danmörk Stórbruni í Børsen Tengdar fréttir Hrunið í gömlu kauphöllinni heldur áfram Útveggur Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, hrundi í dag. Unnið er að því að fjarlægja brak og vinnupalla þrátt fyrir að veruleg hætta sé talin á frekara hruni í byggingunni. 18. apríl 2024 22:27 Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Meiri en helmingur byggingarinnar eyðilagðist í stórbrunanum á þriðjudag í síðustu viku. Turnspíra sem var helsta kennileiti byggingarinnar sem var reist á 17. öld hrundi meðal annars. Talið er að eldurinn hafi kviknað á þakinu sem var þakið með vinnupöllum en endurbætur höfðu staðið yfir á byggingunni undanfarin ár. Slökkvilið dróg úr viðbúnaði sínum og lögreglumenn gátu loks komist á vettvang á mánudag. Enn var þá talin hætta á að eldur gæti kviknað í glæðum eða veggir hrunið, að sögn AP-fréttastofunnar. Umferð var hleypt á götur í kringum kauphöllina í byrjun vikunnar þó að nokkrar séu enn lokaðar. Ökumenn gátu þá í fyrsta skipti ekið yfir Knippel-brúna að miðborginni frá því að eldurinn kviknaði. Danska viðskiptaráðið hefur lýst yfir vilja til þess að endurreisa Børsen þó að ekki sé ljóst hvernig það yrði fjármagnað. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa meðal annars verið í samskiptum við yfirvöld í París um reynslu þeirra af endurreisn Maríukirkjunnar sem brann árið 2019. Útveggir kauphallarinnar hrundu eftir eldsvoðann. Enn var talin hætta á frekara hruni í byrjun vikunnar.Vísir/EPA Margir lögðu leið sína að rústum Børsen um helgina, meðal annars á bátum.Vísir/EPA Danska viðskiptaráðið hefur sagst vilja endurreisa Børsen en ljóst er að það á eftir að kosta skildinginn.Vísir/EPA Rústir Børsen í Kaupmannahöfn.Vísir/EPA Veggskreytingar sem tókst að bjarga úr brennandi byggingunni.AP/Emil Nicolai Helms/Ritzau Scanpix
Danmörk Stórbruni í Børsen Tengdar fréttir Hrunið í gömlu kauphöllinni heldur áfram Útveggur Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, hrundi í dag. Unnið er að því að fjarlægja brak og vinnupalla þrátt fyrir að veruleg hætta sé talin á frekara hruni í byggingunni. 18. apríl 2024 22:27 Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Hrunið í gömlu kauphöllinni heldur áfram Útveggur Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, hrundi í dag. Unnið er að því að fjarlægja brak og vinnupalla þrátt fyrir að veruleg hætta sé talin á frekara hruni í byggingunni. 18. apríl 2024 22:27
Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54