Kobayashi hefur dvalið á Akureyri síðustu vikur og beðið eftir rétta tímapunktinum til að reyna að slá metið. Stökkpallurinn var unninn af verkfræðistofunni Cowi á Akureyri í samstarfi við orkudrykkjaframleiðandann Red Bull.
Það hefur reynst erfitt að fá upplýsingar um tilraunir Kobayashi en mikil leynd hefur hvílt yfir viðburðinum. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerði Red Bull samning við Akureyrarbæ varðandi upptökur af tilraununum og verður lokað upp í fjall þar til öllu er lokið.
Kobayashi stefndi á að stökkva þrjú hundruð metra en virðist hafa sætt sig við 291 metra miðað við myndband sem Red Bull birti á samfélagsmiðlum í dag. Heimsmetið hefur þó enn ekki verið staðfest.