Hann sagði af sér í gær.
Solsky er sakaður um að hafa sölsað undir sig land að andvirði yfir 7 milljón dala, samkvæmt AFP. Þetta er hann sagður hafa gert þegar hann var óbreyttur þingmaður og yfirmaður fyrirtækis í landbúnaði.
Stjórnvöld í Úkraínu hafa freistað þess síðustu misseri að sýna almenningi í landinu og erlendum bandamönnum að spilling á stríðsstímum verði ekki liðin. Nokkur dómsmál eru í gangi gegn einstaklingum innan hersins vegna spillingarmála og þá var varnarmálaráðherra Oleksii Reznikov látinn fjúka í fyrra.
Reznikov hefur ekki verið sakaður um spillingu en staða hans var sögð hafa orðið ómöguleg eftir að undirmenn hans voru bendlaðir við ólögmæt athæfi.
Selenskí minntist þess á Twitter í morgun að 38 ár væru liðin frá því að harmleikurinn í Tsjernobyl hófst og að 785 dagar væru liðnir frá því að Rússar tóku yfir kjarnorkuverið í Zaporizhzhia.
Radiation sees no borders or national flags. The Chornobyl disaster demonstrated how rapidly deadly threats can emerge. Tens of thousands of people mitigated the Chornobyl disaster at the cost of their own health and lives, eliminating its terrible consequences in 1986 and the… pic.twitter.com/ezclAdytag
— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) April 26, 2024