Taktu þátt í Ford Fantasy leik Bestu deildar karla Ford Fantasy leikur Bestu deildar 2. maí 2024 12:46 Taktu þátt í Ford Fantasy leik Bestu deildar karla. Skráning fer fram á fantasy.bestadeildin.is og það kostar ekkert að taka þátt. Glæsilegur vinningur í verðlaun. Ford Fantasy leikur Bestu deildar karla er kominn í loftið þriðja sumarið í röð. Leikurinn er frábær viðbót fyrir æsta fótboltaaðdáendur og eykur enn frekar á spennuna yfir sumarið. Fyrir þau sem þekkja ekki fantasy leikinn snýst hann um að velja ellefu leikmann úr liðum deildarinnar sem síðan safna stigum eftir því hvernig þeim gengur innan vallar, t.d. með skoruðum mörkum, markvörslu, stoðsendingum og fleiri þáttum en leikurinn er keyrður áfram á rauntíma tölfræði frá Opta að sögn Björns Þórs Ingasonar, markaðsstjóri Íslensks Toppfótboltans. „Þar sem spilarar eru almennt að velja leikmenn úr mörgum liðum Bestu deildarinnar í lið sitt þýðir það að þeir fylgjast mun betur með fleiri liðum í sumar en ekki bara sínu uppáhaldsliði. Því auðvitað þarf að fylgjast með sínum leikmönnum og hvort þeir séu að standa sig og afla stiga fyrir fantasy liðið sitt. Leikmenn fá eingöngu stig út frá mælanlegum hlutum leiksins. Þau uppfærast í rauntíma og því er hægt að sjá hvernig stigin breytast á meðan leikirnir fara fram.“ Vísir/Diego. Leikurinn fór fyrst í loftið sumarið 2022 og hefur þróast jafnt og þétt síðan auk þess sem spilurum hefur fjölgað með hverju árinu. „Í dag eru um 9000 manns að spila leikinn en fyrsta sumarið tóku um 4000 spilarar þátt. Þessa stöðugu fjölgun spilara má vafalaust bæði rekja til þróunar leiksins en ekki síður til þess að æ fleiri þekktir leikmenn spila nú í Bestu deild karla. Ford Fantasy leikurinn er virkilega skemmtileg viðbót við fótboltasumarið enda fær hann spilara til að fylgjast með fleiri leikjum og leikmönnum en hægt er að skipta út leikmönnum meðan leikurinn stendur yfir.“ Vísir/Hulda Margrét Eins og staðan er í dag nær leikurinn eingöngu til Bestu deildar karla en að sögn Björns er engin rauntíma tölfræði keyrð í Bestu deild kvenna. „Það myndi skemma upplifun spilara talsvert ef leikurinn væri keyrður á 1-2 daga gamalli tölfræði og því eru stelpurnar ekki komnar inn í leikinn. Við höfum verið í viðræðum við forsvarsmenn félaganna sem hafa tekið þá ákvörðun að skoða aðrar leiðir til að koma til móts við stuðningsmenn kvennaboltans. Við vonumst þó að sjálfsögðu eftir því að Besta deild kvenna komi sem fyrst inn í leikinn okkar.“ Vísir/Diego. Skráning fer fram á fantasy.bestadeildin.is og það kostar ekkert að taka þátt. „Leiknum lýkur svo með síðasta flauti tímabilsins í október en sigurvegarinn hlýtur í verðlaun ferð á enska boltann á næsta tímabili.“ Nánari upplýsingar á fantasy.bestadeildin.is. Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Sjá meira
Fyrir þau sem þekkja ekki fantasy leikinn snýst hann um að velja ellefu leikmann úr liðum deildarinnar sem síðan safna stigum eftir því hvernig þeim gengur innan vallar, t.d. með skoruðum mörkum, markvörslu, stoðsendingum og fleiri þáttum en leikurinn er keyrður áfram á rauntíma tölfræði frá Opta að sögn Björns Þórs Ingasonar, markaðsstjóri Íslensks Toppfótboltans. „Þar sem spilarar eru almennt að velja leikmenn úr mörgum liðum Bestu deildarinnar í lið sitt þýðir það að þeir fylgjast mun betur með fleiri liðum í sumar en ekki bara sínu uppáhaldsliði. Því auðvitað þarf að fylgjast með sínum leikmönnum og hvort þeir séu að standa sig og afla stiga fyrir fantasy liðið sitt. Leikmenn fá eingöngu stig út frá mælanlegum hlutum leiksins. Þau uppfærast í rauntíma og því er hægt að sjá hvernig stigin breytast á meðan leikirnir fara fram.“ Vísir/Diego. Leikurinn fór fyrst í loftið sumarið 2022 og hefur þróast jafnt og þétt síðan auk þess sem spilurum hefur fjölgað með hverju árinu. „Í dag eru um 9000 manns að spila leikinn en fyrsta sumarið tóku um 4000 spilarar þátt. Þessa stöðugu fjölgun spilara má vafalaust bæði rekja til þróunar leiksins en ekki síður til þess að æ fleiri þekktir leikmenn spila nú í Bestu deild karla. Ford Fantasy leikurinn er virkilega skemmtileg viðbót við fótboltasumarið enda fær hann spilara til að fylgjast með fleiri leikjum og leikmönnum en hægt er að skipta út leikmönnum meðan leikurinn stendur yfir.“ Vísir/Hulda Margrét Eins og staðan er í dag nær leikurinn eingöngu til Bestu deildar karla en að sögn Björns er engin rauntíma tölfræði keyrð í Bestu deild kvenna. „Það myndi skemma upplifun spilara talsvert ef leikurinn væri keyrður á 1-2 daga gamalli tölfræði og því eru stelpurnar ekki komnar inn í leikinn. Við höfum verið í viðræðum við forsvarsmenn félaganna sem hafa tekið þá ákvörðun að skoða aðrar leiðir til að koma til móts við stuðningsmenn kvennaboltans. Við vonumst þó að sjálfsögðu eftir því að Besta deild kvenna komi sem fyrst inn í leikinn okkar.“ Vísir/Diego. Skráning fer fram á fantasy.bestadeildin.is og það kostar ekkert að taka þátt. „Leiknum lýkur svo með síðasta flauti tímabilsins í október en sigurvegarinn hlýtur í verðlaun ferð á enska boltann á næsta tímabili.“ Nánari upplýsingar á fantasy.bestadeildin.is.
Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Sjá meira