Uppgjörið og viðtöl: Þróttur R. - Valur 1-2 | Amanda heldur áfram að skora Andri Már Eggertsson skrifar 27. apríl 2024 16:37 Amanda heldur áfram að raða inn mörkum. Vísir/Anton Brink Valskonur unnu 1-2 útisigur gegn Þrótti á Avis-vellinum. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik og það var Amanda Jacobsen Andradóttir sem gerði sigurmarkið en þetta var hennar þriðja mark á tímabilinu. Íslandsmeistarar Vals sýndu klærnar í byrjun leiks og voru með ítrekaðar áætlunarferðir í átt að marki Þróttar. Svo loks eftir níu mínútur tókst gestunum að brjóta ísinn eftir að hafa fengið þó nokkur færi. Jasmín Erla Ingadóttir fékk boltann á vinstri kantinum og komst inn fyrir vörn Þróttar þar sem hún tók enga áhættu og renndi boltanum á Guðrúnu Elísabetu Björgvinsdóttur sem skoraði í autt markið. Þvert gegn gangi leiksins jafnaði Þróttur sjö mínútum síðar. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, leikamaður Vals, átti hörmulega sendingu til baka sem rataði ekki á Fanneyju Ingu Birkisdóttur, markmann Vals, og Sierra Marie Lelii náði að komast í boltann og lék á Fanneyju og skoraði. Katherine Cousins fyrrum leikmaður Þróttar og núverandi leikmaður Vals gerði vel í að vinna boltann á miðjunni og renndi boltanum inn fyrir vörn Þróttar á Amöndu Jacobsen Andradóttur sem skoraði sitt þriðja mark á tímabilinu. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og Valskonur voru 1-2 yfir í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks fékk Kristrún Rut Antonsdóttir dauðafæri til þess að jafna leikinn. Caroline Murray átti laglega sendingu fyrir markið á Kristrúnu sem var nánast inn í markinu en náði ekki að setja boltann á markið og skotið framhjá. Báðir þjálfararnir reyndu að breyta gangi leiksins með því að gera skiptingar en það breytti litlu. Valur vann á endanum 1-2 sigur. Atvik leiksins Það er stutt á milli í boltanum. Kristrún Rut Antonsdóttir, leikmaður Þróttar, fékk dauðafæri í upphafi síðari hálfleiks til að jafna en skot hennar framhjá af stuttu færi. Miðað við hversu lokaður síðari hálfleik var hefði það sett Val í mjög erfiða stöðu að fá á sig jöfnunarmark. Stjörnur og skúrkar Amanda Jacobsen Andradóttir er stjarna í þessari deild og hún er að byrja tímabilið með látum. Amanda er búin að gera þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum á tímabilinu. Kristrún Rut Antonsdóttir fær nafnbótin skúrkur fyrir að misnota dauðafæri í upphafi síðari hálfleiks þar sem hún var nánast inn í markinu en náði ekki að stýra boltanum á markið. Það hefði hrist vel upp í leiknum hefði henni tekist að jafna. Dómarinn Twana Khalid Ahmed, dæmdi leik dagsins. Ég ætla rétt að vona að sömu áherslur og eru í Bestu deild karla séu líka í Bestu deild kvenna. Þar hefur verið tekið mjög hart á því þegar að leikmenn sparka boltanum í burtu eftir að búið er að flauta. Twana virtist ekki hafa fengið þau skilaboð því bæði Jasmín Erla Ingadóttir og Amanda Jacobsen Andradóttir spörkuðu boltanum í markið eftir að búið var að dæma rangstöðu. Bæði atvikin mjög augljós og með ólíkindum að þær hafa ekki fengið gult í kjölfarið því þetta er eina breytingin sem hefur fengið mikið lof í Bestu deild karla. Twana fær 4 í einkunn Stemning og umgjörð Það var rjómablíða í Laugardalnum í dag. Það var fjölmennt á pallinum í félagsheimilinu þar sem gestir og gangandi fengu heimagerðar brauðstangir. Stúkan var í skugga og eðli málsins samkvæmt var fólk lengi að skila sér þangað. Þróttur Reykjavík Valur Besta deild kvenna
Valskonur unnu 1-2 útisigur gegn Þrótti á Avis-vellinum. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik og það var Amanda Jacobsen Andradóttir sem gerði sigurmarkið en þetta var hennar þriðja mark á tímabilinu. Íslandsmeistarar Vals sýndu klærnar í byrjun leiks og voru með ítrekaðar áætlunarferðir í átt að marki Þróttar. Svo loks eftir níu mínútur tókst gestunum að brjóta ísinn eftir að hafa fengið þó nokkur færi. Jasmín Erla Ingadóttir fékk boltann á vinstri kantinum og komst inn fyrir vörn Þróttar þar sem hún tók enga áhættu og renndi boltanum á Guðrúnu Elísabetu Björgvinsdóttur sem skoraði í autt markið. Þvert gegn gangi leiksins jafnaði Þróttur sjö mínútum síðar. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, leikamaður Vals, átti hörmulega sendingu til baka sem rataði ekki á Fanneyju Ingu Birkisdóttur, markmann Vals, og Sierra Marie Lelii náði að komast í boltann og lék á Fanneyju og skoraði. Katherine Cousins fyrrum leikmaður Þróttar og núverandi leikmaður Vals gerði vel í að vinna boltann á miðjunni og renndi boltanum inn fyrir vörn Þróttar á Amöndu Jacobsen Andradóttur sem skoraði sitt þriðja mark á tímabilinu. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og Valskonur voru 1-2 yfir í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks fékk Kristrún Rut Antonsdóttir dauðafæri til þess að jafna leikinn. Caroline Murray átti laglega sendingu fyrir markið á Kristrúnu sem var nánast inn í markinu en náði ekki að setja boltann á markið og skotið framhjá. Báðir þjálfararnir reyndu að breyta gangi leiksins með því að gera skiptingar en það breytti litlu. Valur vann á endanum 1-2 sigur. Atvik leiksins Það er stutt á milli í boltanum. Kristrún Rut Antonsdóttir, leikmaður Þróttar, fékk dauðafæri í upphafi síðari hálfleiks til að jafna en skot hennar framhjá af stuttu færi. Miðað við hversu lokaður síðari hálfleik var hefði það sett Val í mjög erfiða stöðu að fá á sig jöfnunarmark. Stjörnur og skúrkar Amanda Jacobsen Andradóttir er stjarna í þessari deild og hún er að byrja tímabilið með látum. Amanda er búin að gera þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum á tímabilinu. Kristrún Rut Antonsdóttir fær nafnbótin skúrkur fyrir að misnota dauðafæri í upphafi síðari hálfleiks þar sem hún var nánast inn í markinu en náði ekki að stýra boltanum á markið. Það hefði hrist vel upp í leiknum hefði henni tekist að jafna. Dómarinn Twana Khalid Ahmed, dæmdi leik dagsins. Ég ætla rétt að vona að sömu áherslur og eru í Bestu deild karla séu líka í Bestu deild kvenna. Þar hefur verið tekið mjög hart á því þegar að leikmenn sparka boltanum í burtu eftir að búið er að flauta. Twana virtist ekki hafa fengið þau skilaboð því bæði Jasmín Erla Ingadóttir og Amanda Jacobsen Andradóttir spörkuðu boltanum í markið eftir að búið var að dæma rangstöðu. Bæði atvikin mjög augljós og með ólíkindum að þær hafa ekki fengið gult í kjölfarið því þetta er eina breytingin sem hefur fengið mikið lof í Bestu deild karla. Twana fær 4 í einkunn Stemning og umgjörð Það var rjómablíða í Laugardalnum í dag. Það var fjölmennt á pallinum í félagsheimilinu þar sem gestir og gangandi fengu heimagerðar brauðstangir. Stúkan var í skugga og eðli málsins samkvæmt var fólk lengi að skila sér þangað.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti