Uppgjörið: Víkingur R. - Fylkir 2-2 | Jafnt í nýliðaslagnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. apríl 2024 16:16 Víkingskonur báru sigur út býtum gegn Stjörnunni í fyrsta leiknum í endukomu sinni í efstu deild á dögunum. Þær eru því með 4 stig eftir fyrstu tvo leikina. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Víkingur og Fylkir skildu jöfn 2-2 í nýliðaslag í 2. umferð Bestu deildar kvenna. Heimakonur komust yfir en Fylkir svaraði því snöggt. Birta Birgisdóttir jafnaði svo á nýjan leik og tryggði Víkingi stigið. Leikurinn fór vel af stað og bæði lið lögðu upp í skemmtilegan leik. Það var fátt um góð marktækifæri áður en Tinna Brá Magnúsdóttir, markvörður Fylkis, gaf frá sér vítaspyrnu á 24. mínútu. Shaina Faiena Ashouri steig á punktinn fyrir Víkinga en Tinna Brá bjargaði eigin skinni og varði vítið vel. Það hægðist verulega á leiknum í kjölfar vítaspyrnunnar, næstu tuttugu mínútur gerðist afar fátt en rétt fyrir hálfleik dró aftur til tíðinda þegar bæði lið skoruðu með mjög stuttu millibili. Sigdís Eva Bárðardóttir kom boltanum fyrst í netið fyrir Víking. Fékk boltann frá Emmu Steinsen á hægri kantinum, var vel staðsett í teignum og kláraði færið örugglega. Fylkir tók miðju, gaf á markmanninn sem dúndraði boltanum upp. Víkingur lenti í vandræðum með að vinna boltann. Mist Funadóttur tróð sér í gegn, skaut góðu skoti í fjærhornið og boltinn söng í netinu. 1-1 skyndilega og þar við sat í hálfleik. Fylkir byrjaði með boltann í seinni hálfleik og kom boltanum strax aftur upp í efstu línu. Helga Guðrún gerði vel og komst framhjá Gígju Valgerði sem sparkaði hana niður. Vítaspyrna dæmd sem fyrirliðinn Eva Rut Ásþórsdóttir skoraði örugglega úr. Frábær byrjun og gott svar hjá Fylki eftir að hafa lent marki undir. Víkingar jöfnuðu metin svo á nýjan leik á 59. mínútu. Markið kom upp úr hornspyrnu sem var spiluð stutt á Sigdísi Evu, hún gaf lágan og fastan bolta fyrir sem hafði viðkomu í Birtu Birgisdóttur áður en hann endaði í netinu. Heimakonur voru líklegri aðilinn til að skora sigurmarkið. Sigdís Eva átti tvö góð skot fyrir utan teig, eitt rétt framhjá og annað sem endaði í slánni. Gestirnir gerðu vel í að verjast þeim og fengu sjálfar sénsa en fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan 2-2 jafntefli. Atvik leiksins Víkingar horfa svekktir til baka á vítaspyrnuna sem fór forgörðum. Tinna Brá of sein í úthlaupi og felldi sóknarmann, vissi upp á sig sökina og mótmælti dómnum ekkert. En Shaina tók slakt víti sem Tinna varði. Leikurinn hefði án efa þróast allt öðruvísi hefði þessi spyrna sungið í netinu. Stjörnur og skúrkar Sigdís Eva Bárðardóttir átti frábæran leik í fremstu línu Víkings. Ógnaði sífellt, uppskar mark, stoðsendingu og var óheppin að setja ekki annað. Fylkismegin voru Tinna Brá og Mist Funadóttir bæði stjörnur og skúrkar að vissu leyti. Gerðust sekar um mistök en bættu báðar upp fyrir það. Tinna gaf víti sem hún varði. Mist missti boltann í aðdraganda fyrsta marksins en skoraði svo sjálf mínútu síðar. Helga Guðrún átti mjög flottan leik líka og fiskaði vítaspyrnuna sem Fylkir fékk. Shaina Ashouri og Gígja Valgerður eru skúrkar Víkings í dag. Shaina klikkaði á vítaspyrnu og Gígja gaf Fylkiskonum vítaspyrnu. Klúður. Stemning og umgjörð Sólin skein á heimavöll hamingjunnar, svolítill vindur en úr austanátt þannig að áhorfendur fundu lítið fyrir því. Þetta var fyrsti heimaleikur kvennaliðs Víkings í efstu deild í 40 ár. Satt best að segja bjóst maður við fleira fólki á vellinum og meiri látum fyrir leik. En stuðningsmannasveit Víkings reif þetta í gang þegar leikur hófst og skapaði flotta stemningu. Það er annars mjög margt sem bætti í blaðamannaaðstöðu Víkinga. Engar leikskýrslur prentaðar, sem er hreinlega til skammar í efstu deild. Skítkalt hérna og ekkert kaffi, ef hitablásararnir eru settir í gang slær rafmagnið út. Fengum reyndar mat þegar hálftími var liðinn af leiknum, ekki alslæmt. Dómarinn - 7 Andri Vigfússon, Magnús Garðarson og Eydís Ragna honum til aðstoðar. Fyrri vítaspyrnan var hárréttur dómur. Ekki eins viss með vítaspyrnuna sem Fylkir fékk, virtist ekki mikil snerting þar. Öll spjöld sem fóru á loft voru hárrétt reyndar, fyrsta sinn í sumar sem það gerist. Viðtöl „Hugsa bara um Víking núna“ Sigdís Eva var alveg óvölduð í teignum og kom boltanum í netiðx / vikingurfc „Svolítið sárt, hefðum viljað taka þrjú stig en við erum bara sáttar í raun“ sagði markaskorarinn og stoðsendingagjafinn Sigdís Eva Bárðardóttir strax að leik loknum. Hún komst tvívegis nálægt því að skora annað mark, eitt skot rétt framhjá og annað í slánna. „Jú, sérstaklega í svona jöfnum leik þá er þetta extra súrt [að hafa ekki skorað aftur]“ Sigdís staðsetti sig vel í fyrra markinu og kláraði færið af öryggi eftir að boltinn barst frá Emmu Steinsen. „Emma gerir bara mjög vel, pressar og fer framhjá tveimur. Ég ákveð að fara bara inn, tek á móti honum og skýt með vinstri.“ Sigdís hefur skorað tvö mörk mótsins og gefið eina stoðsendingu í fyrstu tveimur leikjum mótsins. Hún skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning við Víking en miðað við spilamennskuna í upphafi móts verður að teljast líklegt að hún fari út í atvinnumennsku fljótlega. „Þetta er allt búið að vera til fyrirmyndar“ Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis. vísir / anton brink „Bara sáttur við að ná í eitt stig á erfiðum útivelli á móti hörkugóðu liði. Ánægður með stelpurnar, sýndu mikinn karakter og við getum ekki annað en verið bara sátt“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, að leik loknum. Undirritaður tók undir með Gunnari að liðið hafi sýnt mikinn karakter. Annan leikinn í röð lentu þær undir en unnu sig vel upp úr því. „Já, við gerðum þetta nokkrum sinnum í fyrra og höldum í það. Frábært svar að skora nokkrum sekúndum eftir að þær komust yfir. Mist borgaði vel fyrir þar, hún átti smá misheppnaða sendingu í markinu sem þær gerðu. Það er alvöru fólk sem gerir svona eins og hún gerði, svaraði á stórkostlegan hátt. Svo var þetta barningur í seinni hálfleik.“ Fannst Gunnari Fylkisliðið ná að sýna sínar bestu hliðar í dag? „Já og nei. Þetta var kaflaskipt, við áttum alveg ágætis kafla en svo ná þær á okkur á tímabili. Úr því sem komið var, fínt að halda út. Höfum spilað við þær áður og þær sett mark í blálokin. Viðurkenni það alveg, maður var orðinn smá smeykur en mínar stelpur stóðu þetta mjög vel og eiga heiður skilið fyrir það.“ Fylkir hefur gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum, 2-2 í dag og 1-1 gegn Þrótti í fyrstu umferð. „Taplausar í gegnum fyrstu tvo leikina, búnar að spila á móti hörkuliðum. Það verða reyndar allir leikir í þessari deild bara hörku leikir og við erum bara ánægðir með vinnuframlagið. Það er stórt atriði þegar þú ert að koma inn í deildina. Vinnuframlagið, hugarfarið og karakterinn, þetta er allt búið að vera til fyrirmyndar. Þurfum aðeins að slípa nokkur atriði varðandi spilamennskuna en það kemur“ sagði Gunnar að lokum. Víkingur Reykjavík Fylkir Besta deild kvenna
Víkingur og Fylkir skildu jöfn 2-2 í nýliðaslag í 2. umferð Bestu deildar kvenna. Heimakonur komust yfir en Fylkir svaraði því snöggt. Birta Birgisdóttir jafnaði svo á nýjan leik og tryggði Víkingi stigið. Leikurinn fór vel af stað og bæði lið lögðu upp í skemmtilegan leik. Það var fátt um góð marktækifæri áður en Tinna Brá Magnúsdóttir, markvörður Fylkis, gaf frá sér vítaspyrnu á 24. mínútu. Shaina Faiena Ashouri steig á punktinn fyrir Víkinga en Tinna Brá bjargaði eigin skinni og varði vítið vel. Það hægðist verulega á leiknum í kjölfar vítaspyrnunnar, næstu tuttugu mínútur gerðist afar fátt en rétt fyrir hálfleik dró aftur til tíðinda þegar bæði lið skoruðu með mjög stuttu millibili. Sigdís Eva Bárðardóttir kom boltanum fyrst í netið fyrir Víking. Fékk boltann frá Emmu Steinsen á hægri kantinum, var vel staðsett í teignum og kláraði færið örugglega. Fylkir tók miðju, gaf á markmanninn sem dúndraði boltanum upp. Víkingur lenti í vandræðum með að vinna boltann. Mist Funadóttur tróð sér í gegn, skaut góðu skoti í fjærhornið og boltinn söng í netinu. 1-1 skyndilega og þar við sat í hálfleik. Fylkir byrjaði með boltann í seinni hálfleik og kom boltanum strax aftur upp í efstu línu. Helga Guðrún gerði vel og komst framhjá Gígju Valgerði sem sparkaði hana niður. Vítaspyrna dæmd sem fyrirliðinn Eva Rut Ásþórsdóttir skoraði örugglega úr. Frábær byrjun og gott svar hjá Fylki eftir að hafa lent marki undir. Víkingar jöfnuðu metin svo á nýjan leik á 59. mínútu. Markið kom upp úr hornspyrnu sem var spiluð stutt á Sigdísi Evu, hún gaf lágan og fastan bolta fyrir sem hafði viðkomu í Birtu Birgisdóttur áður en hann endaði í netinu. Heimakonur voru líklegri aðilinn til að skora sigurmarkið. Sigdís Eva átti tvö góð skot fyrir utan teig, eitt rétt framhjá og annað sem endaði í slánni. Gestirnir gerðu vel í að verjast þeim og fengu sjálfar sénsa en fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan 2-2 jafntefli. Atvik leiksins Víkingar horfa svekktir til baka á vítaspyrnuna sem fór forgörðum. Tinna Brá of sein í úthlaupi og felldi sóknarmann, vissi upp á sig sökina og mótmælti dómnum ekkert. En Shaina tók slakt víti sem Tinna varði. Leikurinn hefði án efa þróast allt öðruvísi hefði þessi spyrna sungið í netinu. Stjörnur og skúrkar Sigdís Eva Bárðardóttir átti frábæran leik í fremstu línu Víkings. Ógnaði sífellt, uppskar mark, stoðsendingu og var óheppin að setja ekki annað. Fylkismegin voru Tinna Brá og Mist Funadóttir bæði stjörnur og skúrkar að vissu leyti. Gerðust sekar um mistök en bættu báðar upp fyrir það. Tinna gaf víti sem hún varði. Mist missti boltann í aðdraganda fyrsta marksins en skoraði svo sjálf mínútu síðar. Helga Guðrún átti mjög flottan leik líka og fiskaði vítaspyrnuna sem Fylkir fékk. Shaina Ashouri og Gígja Valgerður eru skúrkar Víkings í dag. Shaina klikkaði á vítaspyrnu og Gígja gaf Fylkiskonum vítaspyrnu. Klúður. Stemning og umgjörð Sólin skein á heimavöll hamingjunnar, svolítill vindur en úr austanátt þannig að áhorfendur fundu lítið fyrir því. Þetta var fyrsti heimaleikur kvennaliðs Víkings í efstu deild í 40 ár. Satt best að segja bjóst maður við fleira fólki á vellinum og meiri látum fyrir leik. En stuðningsmannasveit Víkings reif þetta í gang þegar leikur hófst og skapaði flotta stemningu. Það er annars mjög margt sem bætti í blaðamannaaðstöðu Víkinga. Engar leikskýrslur prentaðar, sem er hreinlega til skammar í efstu deild. Skítkalt hérna og ekkert kaffi, ef hitablásararnir eru settir í gang slær rafmagnið út. Fengum reyndar mat þegar hálftími var liðinn af leiknum, ekki alslæmt. Dómarinn - 7 Andri Vigfússon, Magnús Garðarson og Eydís Ragna honum til aðstoðar. Fyrri vítaspyrnan var hárréttur dómur. Ekki eins viss með vítaspyrnuna sem Fylkir fékk, virtist ekki mikil snerting þar. Öll spjöld sem fóru á loft voru hárrétt reyndar, fyrsta sinn í sumar sem það gerist. Viðtöl „Hugsa bara um Víking núna“ Sigdís Eva var alveg óvölduð í teignum og kom boltanum í netiðx / vikingurfc „Svolítið sárt, hefðum viljað taka þrjú stig en við erum bara sáttar í raun“ sagði markaskorarinn og stoðsendingagjafinn Sigdís Eva Bárðardóttir strax að leik loknum. Hún komst tvívegis nálægt því að skora annað mark, eitt skot rétt framhjá og annað í slánna. „Jú, sérstaklega í svona jöfnum leik þá er þetta extra súrt [að hafa ekki skorað aftur]“ Sigdís staðsetti sig vel í fyrra markinu og kláraði færið af öryggi eftir að boltinn barst frá Emmu Steinsen. „Emma gerir bara mjög vel, pressar og fer framhjá tveimur. Ég ákveð að fara bara inn, tek á móti honum og skýt með vinstri.“ Sigdís hefur skorað tvö mörk mótsins og gefið eina stoðsendingu í fyrstu tveimur leikjum mótsins. Hún skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning við Víking en miðað við spilamennskuna í upphafi móts verður að teljast líklegt að hún fari út í atvinnumennsku fljótlega. „Þetta er allt búið að vera til fyrirmyndar“ Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis. vísir / anton brink „Bara sáttur við að ná í eitt stig á erfiðum útivelli á móti hörkugóðu liði. Ánægður með stelpurnar, sýndu mikinn karakter og við getum ekki annað en verið bara sátt“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, að leik loknum. Undirritaður tók undir með Gunnari að liðið hafi sýnt mikinn karakter. Annan leikinn í röð lentu þær undir en unnu sig vel upp úr því. „Já, við gerðum þetta nokkrum sinnum í fyrra og höldum í það. Frábært svar að skora nokkrum sekúndum eftir að þær komust yfir. Mist borgaði vel fyrir þar, hún átti smá misheppnaða sendingu í markinu sem þær gerðu. Það er alvöru fólk sem gerir svona eins og hún gerði, svaraði á stórkostlegan hátt. Svo var þetta barningur í seinni hálfleik.“ Fannst Gunnari Fylkisliðið ná að sýna sínar bestu hliðar í dag? „Já og nei. Þetta var kaflaskipt, við áttum alveg ágætis kafla en svo ná þær á okkur á tímabili. Úr því sem komið var, fínt að halda út. Höfum spilað við þær áður og þær sett mark í blálokin. Viðurkenni það alveg, maður var orðinn smá smeykur en mínar stelpur stóðu þetta mjög vel og eiga heiður skilið fyrir það.“ Fylkir hefur gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum, 2-2 í dag og 1-1 gegn Þrótti í fyrstu umferð. „Taplausar í gegnum fyrstu tvo leikina, búnar að spila á móti hörkuliðum. Það verða reyndar allir leikir í þessari deild bara hörku leikir og við erum bara ánægðir með vinnuframlagið. Það er stórt atriði þegar þú ert að koma inn í deildina. Vinnuframlagið, hugarfarið og karakterinn, þetta er allt búið að vera til fyrirmyndar. Þurfum aðeins að slípa nokkur atriði varðandi spilamennskuna en það kemur“ sagði Gunnar að lokum.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti