Vill skipa í ríkisstjórn eftir eigin höfði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. apríl 2024 19:04 Eiríkur Ingi skilaði undirskriftum í Hörpu í dag. vísir/rax Eiríkur Ingi Jóhannsson sjómaður og forsetaframbjóðandi skilaði inn undirskriftum til landskjörstjórnar í Hörpu í dag. Lítið hefur farið fyrir Eiríki í baráttunni sem safnaði nær öllum undirskriftum í eigin persónu og hefur háleit markmið um að breyta stjórnskipan landsins. „Þetta er búið að síast í mig í svona tuttugu ár, má segja,“ segir Eiríkur, spurður hvenær hann hafi tekið ákvörðun um framboð. „Því eldri sem maður verður og þroskaðri fer maður að kafa dýpra í þetta. Það var bara einhver tilfinning að nú skuli láta vaða, þó ég hefði viljað óska eftir betra árferði í þetta. En maður verður að sigla á þann sjó sem er.“ Til upprifjunar öðlaðist Eiríkur landsfrægð árið 2012 þegar hann lifði af sjóslys undan ströndum Noregs og var valinn maður ársins á Bylgjunni og Rás 2. Hann er vélvirki og rafvirki að mennt og býr í Árbænum. „Ég gerði þetta nánast allt í eigin persónu,“ segir Eiríkur um undirskriftirnar sem allar eru á pappír á gamla mátann. Hvert verður þitt erindi á Bessastöðum? „Mig langar, númer eitt, tvö og þrjú að auka lýðræði á Íslandi og aðskilja framkvæmdavaldið frá löggjafavaldinu. Það er löngu tímabært að við förum að vinna eftir þeirri stjórnarskrá sem við höfum, og það hvílir allt á herðum forsetans að gera svo.“ Heldurðu að forseti geti breytt því, þarf ekki Alþingi að gera breytingar á stjórnarskrá? „Það er forseti sem raðar í ríkisráð, með því er hann búinn að aðskilja það.“ Þannig þú myndir bara skipa eftir eigin höfði í ríkisstjórn? „Maður leitar sér nú alltaf ráða, þú ferð aldrei einvalda með svona völd,“ segir Eiríkur að lokum. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Þetta er búið að síast í mig í svona tuttugu ár, má segja,“ segir Eiríkur, spurður hvenær hann hafi tekið ákvörðun um framboð. „Því eldri sem maður verður og þroskaðri fer maður að kafa dýpra í þetta. Það var bara einhver tilfinning að nú skuli láta vaða, þó ég hefði viljað óska eftir betra árferði í þetta. En maður verður að sigla á þann sjó sem er.“ Til upprifjunar öðlaðist Eiríkur landsfrægð árið 2012 þegar hann lifði af sjóslys undan ströndum Noregs og var valinn maður ársins á Bylgjunni og Rás 2. Hann er vélvirki og rafvirki að mennt og býr í Árbænum. „Ég gerði þetta nánast allt í eigin persónu,“ segir Eiríkur um undirskriftirnar sem allar eru á pappír á gamla mátann. Hvert verður þitt erindi á Bessastöðum? „Mig langar, númer eitt, tvö og þrjú að auka lýðræði á Íslandi og aðskilja framkvæmdavaldið frá löggjafavaldinu. Það er löngu tímabært að við förum að vinna eftir þeirri stjórnarskrá sem við höfum, og það hvílir allt á herðum forsetans að gera svo.“ Heldurðu að forseti geti breytt því, þarf ekki Alþingi að gera breytingar á stjórnarskrá? „Það er forseti sem raðar í ríkisráð, með því er hann búinn að aðskilja það.“ Þannig þú myndir bara skipa eftir eigin höfði í ríkisstjórn? „Maður leitar sér nú alltaf ráða, þú ferð aldrei einvalda með svona völd,“ segir Eiríkur að lokum.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira