Lífið

Allt að gerast í Vík í Mýr­dal um helgina

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Forstöðukona Kötluseturs í Vík, Harpa Elín Haraldsdóttir er allt í öllu varðandi hátíðina.
Forstöðukona Kötluseturs í Vík, Harpa Elín Haraldsdóttir er allt í öllu varðandi hátíðina. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það iðar allt af lífi og fjör í Vík í Mýrdal um helgina því þar fer fram hátíðin “Vor í Vík” með mjög fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

„Vor í Vík” hófst mánudaginn 22. apríl og líkur á morgun sunnudag klukkan fimm með tónleikum í Víkurkirkju þar sem Jónas Sigurðsson og félagar spila. Fjölbreytt dagskrá hefur verið alla dagana en aðaláherslan hefur verið lögð á umhverfis-, menningar og heilsueflandi dagskrá.

Forstöðukona Kötluseturs í Vík, Harpa Elín Haraldsdóttir er allt í öllu varðandi hátíðina.

„Hugmyndin er að við komum saman samfélagið og tökum til í nærumhverfinu og höfum það skemmtilegt saman og þetta vex með hverju árinu og verður alltaf skemmtilegra og skemmtilegra,” segir Harpa Elín.

Hjörleifshöfðahlaupið fór fram í morgun og heppnaðist vel.

„Það var ofboðslega skemmtilegt hlaup með 2,5 kílómetra upp í 22 kílómetra og súpa frítt í sund á eftir og allt í gangi, rosalega gaman,” segir Harpa Elín.

Allir eru velkomnir í Mýrdalshreppinn og í Vík um helgina til að taka þátt í hátíðarhöldunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Og ruslatínsla er hlut af dagskrá helgarinnar.

„Já, við förum saman út að týna rusl en við erum með rosalega flottar sorpstjörnur hérna í bænum og gerum eitthvað skemmtilegt í kringum það. Okkur er boðið heim, við grillum, það er allskonar,” segir Harpa Hlín um leið og hún vekur athygli á því að allir viðburðir hátíðarinnar eru inn á Fecebook, „Vor í Vík”.

Það er mikið um að vera í Vík í Mýrdal og þar í kring um helgina.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Facebooksíða hátíðarinnar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.