Klopp: Verð hamingjusamur ef rétt ákvörðun er tekin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. apríl 2024 19:15 Klopp kveður Liverpool að leiktíðinni lokinni. EPA-EFE/ANDY RAIN Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var heldur súr eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn West Ham United í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta fyrr í dag. Hann ræddi við fjölmiðla um leikinn og mögulegan arftaka sinn, Arne Slot. „Að sjálfsögðu ekki, eina liðið sem var líklegt til að vinna leik dagsins vorum við. Við vorum með algera stjórn á leiknum,“ sagði Klopp aðspurður hvort eitt stig væri nóg úr leik dagsins. „Þetta var fjórði leikurinn á tíu dögum, það er erfitt og við þurftum að berjast í gegnum leikinn. Það var margt jákvætt í fyrri hálfleik en okkur skorti áræðni og að ná góðri stjórn á leiknum. Svo fengum við mark á okkur upp úr þurru.“ „Þegar við komum út í seinni hálfleikinn vorum við tilbúnir að snúa leiknum okkur í hag, það var mjög jákvætt. Við skoruðum snemma, vorum með fullkomna stjórn á leiknum, fengum færi til að bæta við en fengum svo aftur á okkur mark upp úr þurru.“ „Þetta er svolítið sama sagan undanfarnar vikur. Hefur ekki verið frábært, sérstaklega ekki gegn Everton. Aðrir leikir hafa verið virkilega góðir en við höfum ekki klárað þá. Í fótbolta geta hlutir litið allt öðruvísi út, ef við nýtum helming færa okkar í dag er leikurinn búinn,“ sagði Klopp um leik dagsins þar sem Liverpool var með xG (vænt mörk) upp á 1.74. „Það eru enn þrír leikir eftir og ef þú spyrð mig þá myndum við elska að vinna þá alla. Í dag var ekki frábær dagur fyrir Liverpool, við fengum urmul færa, við vorum mjög óheppnir, heppnin var einfaldlega ekki til staðar. Við vitum að það er okkur að kenna, við erum ekki að kenna neinum öðrum um. Nú tekur við endurheimt og við höldum áfram.“ Klopp var að því virðist ekki spurður út í rifrildi sitt við Mohamed Salah sem hóf leik dagsins á bekknum. Nánar um það hér að neðan. Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni Salah eftir rifrildið við Klopp: „Ef ég tala mun allt loga“ Klopp var hins vegar spurður út í alla þá ungu leikmenn sem hafa fengið tækifæri undir hans stjórn. „Ég veit ekkert hverju ég verð stoltur af. Sem stendur er ég ekki að hugsa um það, ég sagði fyrir mörgum vikum og mánuðum að ég væri mjög ánægður fyrir hönd hópsins. Hann á bjarta framtíð fyrir sér, það er allt sem þú þarft í honum. Augljóslega er ekki slæmt að fá inn nýja rödd til að fá alla strákana til að róa í sömu átt.“ Um Arne Slot „Ég þekki hann ekki persónulega og get aðeins talað um hann út frá því sem ég hef séð af liðinu hans, Feyenoord. Það er mjög gott fótboltalið og hann er án efa mjög góður þjálfari. Ég verð mjög glaður fyrir hönd félagsins ef þetta gengur upp. Að ég sé hamingjusamur er ekki mikilvægt, það er annað fólk sem tekur ákvarðanirnar og ef þau taka réttar ákvarðanir verð ég hamingjusamur,“ sagði Klopp að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
„Að sjálfsögðu ekki, eina liðið sem var líklegt til að vinna leik dagsins vorum við. Við vorum með algera stjórn á leiknum,“ sagði Klopp aðspurður hvort eitt stig væri nóg úr leik dagsins. „Þetta var fjórði leikurinn á tíu dögum, það er erfitt og við þurftum að berjast í gegnum leikinn. Það var margt jákvætt í fyrri hálfleik en okkur skorti áræðni og að ná góðri stjórn á leiknum. Svo fengum við mark á okkur upp úr þurru.“ „Þegar við komum út í seinni hálfleikinn vorum við tilbúnir að snúa leiknum okkur í hag, það var mjög jákvætt. Við skoruðum snemma, vorum með fullkomna stjórn á leiknum, fengum færi til að bæta við en fengum svo aftur á okkur mark upp úr þurru.“ „Þetta er svolítið sama sagan undanfarnar vikur. Hefur ekki verið frábært, sérstaklega ekki gegn Everton. Aðrir leikir hafa verið virkilega góðir en við höfum ekki klárað þá. Í fótbolta geta hlutir litið allt öðruvísi út, ef við nýtum helming færa okkar í dag er leikurinn búinn,“ sagði Klopp um leik dagsins þar sem Liverpool var með xG (vænt mörk) upp á 1.74. „Það eru enn þrír leikir eftir og ef þú spyrð mig þá myndum við elska að vinna þá alla. Í dag var ekki frábær dagur fyrir Liverpool, við fengum urmul færa, við vorum mjög óheppnir, heppnin var einfaldlega ekki til staðar. Við vitum að það er okkur að kenna, við erum ekki að kenna neinum öðrum um. Nú tekur við endurheimt og við höldum áfram.“ Klopp var að því virðist ekki spurður út í rifrildi sitt við Mohamed Salah sem hóf leik dagsins á bekknum. Nánar um það hér að neðan. Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni Salah eftir rifrildið við Klopp: „Ef ég tala mun allt loga“ Klopp var hins vegar spurður út í alla þá ungu leikmenn sem hafa fengið tækifæri undir hans stjórn. „Ég veit ekkert hverju ég verð stoltur af. Sem stendur er ég ekki að hugsa um það, ég sagði fyrir mörgum vikum og mánuðum að ég væri mjög ánægður fyrir hönd hópsins. Hann á bjarta framtíð fyrir sér, það er allt sem þú þarft í honum. Augljóslega er ekki slæmt að fá inn nýja rödd til að fá alla strákana til að róa í sömu átt.“ Um Arne Slot „Ég þekki hann ekki persónulega og get aðeins talað um hann út frá því sem ég hef séð af liðinu hans, Feyenoord. Það er mjög gott fótboltalið og hann er án efa mjög góður þjálfari. Ég verð mjög glaður fyrir hönd félagsins ef þetta gengur upp. Að ég sé hamingjusamur er ekki mikilvægt, það er annað fólk sem tekur ákvarðanirnar og ef þau taka réttar ákvarðanir verð ég hamingjusamur,“ sagði Klopp að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira