Sjáðu ótrúlegan vítadóm í Keflavík og fernu Söndru Maríu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2024 11:01 Sandra María Jessen fagnar eftir að hafa skorað fjórða mark sitt í stórsigri Þórs/KA á FH. vísir/hulda margrét Nítján mörk voru skoruð þegar önnur umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fór öll fram í gær. Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, var í miklum ham og eitt ótrúlegasta atvik sumarsins leit dagsins ljós í Keflavík. Sandra María skoraði öll fjögur mörk Þórs/KA þegar liðið vann FH örugglega, 0-4. Leikurinn fór fram á Ásvöllum þar sem Kaplakriki er ekki enn leikfær. Sandra María skoraði eitt mark í 1. umferðinni og er því komin með fimm mörk í Bestu deildinni. Þór/KA og FH eru bæði með þrjú stig. Klippa: FH 0-4 Þór/KA Hannah Sharts kom mikið við sögu þegar Stjarnan vann endurkomusigur á Keflavík, 2-3, suður með sjó. Á 37. mínútu tók Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, markspyrnu og renndi boltanum til hliðar á Sharts. Hún hélt að markspyrnan hefði ekki verið tekin og handlék boltann. Jakub Marcin Róg, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu sem Aníta Lind Daníelsdóttir skoraði úr. Susanna Friedrichs kom Keflvíkingum svo í 2-0 þegar fyrirgjöf hennar fór í netið í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Sharts bætti þó heldur betur fyrir vítið sem hún fékk á sig. Hún jafnaði í 2-2 með tveimur mörkum og lagði svo sigurmark Stjörnukvenna upp fyrir Caitlin Cosme. Stjarnan fékk þar með sín fyrstu stig í deildinni en Keflavík er án stiga. Amanda Andradóttir skoraði sigurmark Íslandsmeistara Vals gegn Þrótti í Laugardalnum, 1-2. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kom Valskonum yfir á 9. mínútu en sjö mínútum síðar jafnaði Sierra Lelii metin fyrir Þróttara. Amanda skoraði svo markið sem tryggði meisturunum stigin þrjú á 24. mínútu. Valur er með sex stig eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum á meðan Þróttur er með eitt stig. Klippa: Þróttur 1-2 Valur Breiðablik er einnig með sex stig eftir 3-0 sigur á Tindastóli á Kópavogsvelli. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, Andrea Rut Bjarnadóttir og Agla María Albertsdóttir skoruðu mörk Blika. Stólarnir eru án stiga í Bestu deildinni og hafa ekki enn skorað mark. Klippa: Breiðablik 3-0 Tindastóll Þá gerðu Víkingur og Fylkir 2-2 jafntefli í nýliðaslag í Víkinni. Sigdís Eva Bárðardóttir kom Víkingum yfir á 43. mínútu en Mist Funadóttir jafnaði fyrir Fylkiskonur tveimur mínútum síðar. Í upphafi seinni hálfleiks náði Fylkir forystunni þegar fyrirliðinn Eva Rut Ásþórsdóttir skoraði úr vítaspyrnu. En Birta Birgisdóttir tryggði Víkingi stig þegar hún jafnaði með hælspyrnu á 59. mínútu. Víkingur er með fjögur stig í Bestu deildinni en Fylkir tvö. Klippa: Víkingur 2-2 Fylkir Öll mörkin úr leikjum 2. umferðar má sjá hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Tengdar fréttir Sandra María: Vil gera betur en í fyrra Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, fór á kostum í sigri liðsins gegn FH í dag en hún gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk liðsins í 0-4 sigri. 27. apríl 2024 19:35 „Við þurfum að þekkja okkar vitjunartíma og taka færin“ Þróttur tapaði 1-2 gegn Íslandsmeisturum Vals í 2. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var nokkuð brattur eftir leik. 27. apríl 2024 17:21 „Við erum ekki að fara rúlla yfir eitt eða neitt mót“ Valur vann 1-2 útisigur gegn Þrótti í 2. umferð Bestu deild kvenna. Pétur Pétursson var ánægður með sigurinn og fór yfir nýjustu félagaskiptin þar sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gengin í raðir Vals. 27. apríl 2024 16:36 Sharts í aðalhlutverki í endurkomusigri Stjörnunnar Hannah Sharts var í aðalhlutverki þegar Stjarnan vann 2-3 endurkomusigur á Keflavík í Bestu deild kvenna í dag. Hún fékk á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleik en skoraði tvö mörk í þeim seinni og lagði upp sigurmark Garðbæinga. 27. apríl 2024 16:16 Uppgjörið: Víkingur R. - Fylkir 2-2 | Jafnt í nýliðaslagnum Víkingur og Fylkir skildu jöfn 2-2 í nýliðaslag í 2. umferð Bestu deildar kvenna. 27. apríl 2024 16:16 Uppgjörið og viðtöl: FH - Þór/KA 0-4 | Óvæntur stórsigur gestanna FH tók á móti Þór/KA í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í leik sem búist var við að yrði gríðarlega jafn. Annað kom á daginn en gestirnir unnu ótrúlegan sigur. 27. apríl 2024 18:15 Uppgjör og viðtöl: Breiðablik - Tindastóll 3-0 | Sannfærandi sigur Blika á kraftmiklum Stólum Breiðablik er enn taplaust í Bestu deild kvenna í fótbolta eftir góðan sigur á Tindastól í dag. Á 82. mínútu var leikurinn í járnum og Tindastóll nær því að jafna en hitt. Á örfáum sekúndum snerust örlög Tindastóls við og öflugt lið Breiðabliks komið í 3-0 forystu. 27. apríl 2024 18:10 Uppgjörið og viðtöl: Þróttur R. - Valur 1-2 | Amanda heldur áfram að skora Valskonur unnu 1-2 útisigur gegn Þrótti á Avis-vellinum. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik og það var Amanda Jacobsen Andradóttir sem gerði sigurmarkið en þetta var hennar þriðja mark á tímabilinu. 27. apríl 2024 16:37 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Sandra María skoraði öll fjögur mörk Þórs/KA þegar liðið vann FH örugglega, 0-4. Leikurinn fór fram á Ásvöllum þar sem Kaplakriki er ekki enn leikfær. Sandra María skoraði eitt mark í 1. umferðinni og er því komin með fimm mörk í Bestu deildinni. Þór/KA og FH eru bæði með þrjú stig. Klippa: FH 0-4 Þór/KA Hannah Sharts kom mikið við sögu þegar Stjarnan vann endurkomusigur á Keflavík, 2-3, suður með sjó. Á 37. mínútu tók Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, markspyrnu og renndi boltanum til hliðar á Sharts. Hún hélt að markspyrnan hefði ekki verið tekin og handlék boltann. Jakub Marcin Róg, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu sem Aníta Lind Daníelsdóttir skoraði úr. Susanna Friedrichs kom Keflvíkingum svo í 2-0 þegar fyrirgjöf hennar fór í netið í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Sharts bætti þó heldur betur fyrir vítið sem hún fékk á sig. Hún jafnaði í 2-2 með tveimur mörkum og lagði svo sigurmark Stjörnukvenna upp fyrir Caitlin Cosme. Stjarnan fékk þar með sín fyrstu stig í deildinni en Keflavík er án stiga. Amanda Andradóttir skoraði sigurmark Íslandsmeistara Vals gegn Þrótti í Laugardalnum, 1-2. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kom Valskonum yfir á 9. mínútu en sjö mínútum síðar jafnaði Sierra Lelii metin fyrir Þróttara. Amanda skoraði svo markið sem tryggði meisturunum stigin þrjú á 24. mínútu. Valur er með sex stig eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum á meðan Þróttur er með eitt stig. Klippa: Þróttur 1-2 Valur Breiðablik er einnig með sex stig eftir 3-0 sigur á Tindastóli á Kópavogsvelli. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, Andrea Rut Bjarnadóttir og Agla María Albertsdóttir skoruðu mörk Blika. Stólarnir eru án stiga í Bestu deildinni og hafa ekki enn skorað mark. Klippa: Breiðablik 3-0 Tindastóll Þá gerðu Víkingur og Fylkir 2-2 jafntefli í nýliðaslag í Víkinni. Sigdís Eva Bárðardóttir kom Víkingum yfir á 43. mínútu en Mist Funadóttir jafnaði fyrir Fylkiskonur tveimur mínútum síðar. Í upphafi seinni hálfleiks náði Fylkir forystunni þegar fyrirliðinn Eva Rut Ásþórsdóttir skoraði úr vítaspyrnu. En Birta Birgisdóttir tryggði Víkingi stig þegar hún jafnaði með hælspyrnu á 59. mínútu. Víkingur er með fjögur stig í Bestu deildinni en Fylkir tvö. Klippa: Víkingur 2-2 Fylkir Öll mörkin úr leikjum 2. umferðar má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Tengdar fréttir Sandra María: Vil gera betur en í fyrra Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, fór á kostum í sigri liðsins gegn FH í dag en hún gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk liðsins í 0-4 sigri. 27. apríl 2024 19:35 „Við þurfum að þekkja okkar vitjunartíma og taka færin“ Þróttur tapaði 1-2 gegn Íslandsmeisturum Vals í 2. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var nokkuð brattur eftir leik. 27. apríl 2024 17:21 „Við erum ekki að fara rúlla yfir eitt eða neitt mót“ Valur vann 1-2 útisigur gegn Þrótti í 2. umferð Bestu deild kvenna. Pétur Pétursson var ánægður með sigurinn og fór yfir nýjustu félagaskiptin þar sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gengin í raðir Vals. 27. apríl 2024 16:36 Sharts í aðalhlutverki í endurkomusigri Stjörnunnar Hannah Sharts var í aðalhlutverki þegar Stjarnan vann 2-3 endurkomusigur á Keflavík í Bestu deild kvenna í dag. Hún fékk á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleik en skoraði tvö mörk í þeim seinni og lagði upp sigurmark Garðbæinga. 27. apríl 2024 16:16 Uppgjörið: Víkingur R. - Fylkir 2-2 | Jafnt í nýliðaslagnum Víkingur og Fylkir skildu jöfn 2-2 í nýliðaslag í 2. umferð Bestu deildar kvenna. 27. apríl 2024 16:16 Uppgjörið og viðtöl: FH - Þór/KA 0-4 | Óvæntur stórsigur gestanna FH tók á móti Þór/KA í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í leik sem búist var við að yrði gríðarlega jafn. Annað kom á daginn en gestirnir unnu ótrúlegan sigur. 27. apríl 2024 18:15 Uppgjör og viðtöl: Breiðablik - Tindastóll 3-0 | Sannfærandi sigur Blika á kraftmiklum Stólum Breiðablik er enn taplaust í Bestu deild kvenna í fótbolta eftir góðan sigur á Tindastól í dag. Á 82. mínútu var leikurinn í járnum og Tindastóll nær því að jafna en hitt. Á örfáum sekúndum snerust örlög Tindastóls við og öflugt lið Breiðabliks komið í 3-0 forystu. 27. apríl 2024 18:10 Uppgjörið og viðtöl: Þróttur R. - Valur 1-2 | Amanda heldur áfram að skora Valskonur unnu 1-2 útisigur gegn Þrótti á Avis-vellinum. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik og það var Amanda Jacobsen Andradóttir sem gerði sigurmarkið en þetta var hennar þriðja mark á tímabilinu. 27. apríl 2024 16:37 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Sandra María: Vil gera betur en í fyrra Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, fór á kostum í sigri liðsins gegn FH í dag en hún gerði sér lítið fyrir og skoraði öll fjögur mörk liðsins í 0-4 sigri. 27. apríl 2024 19:35
„Við þurfum að þekkja okkar vitjunartíma og taka færin“ Þróttur tapaði 1-2 gegn Íslandsmeisturum Vals í 2. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var nokkuð brattur eftir leik. 27. apríl 2024 17:21
„Við erum ekki að fara rúlla yfir eitt eða neitt mót“ Valur vann 1-2 útisigur gegn Þrótti í 2. umferð Bestu deild kvenna. Pétur Pétursson var ánægður með sigurinn og fór yfir nýjustu félagaskiptin þar sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gengin í raðir Vals. 27. apríl 2024 16:36
Sharts í aðalhlutverki í endurkomusigri Stjörnunnar Hannah Sharts var í aðalhlutverki þegar Stjarnan vann 2-3 endurkomusigur á Keflavík í Bestu deild kvenna í dag. Hún fékk á sig vítaspyrnu í fyrri hálfleik en skoraði tvö mörk í þeim seinni og lagði upp sigurmark Garðbæinga. 27. apríl 2024 16:16
Uppgjörið: Víkingur R. - Fylkir 2-2 | Jafnt í nýliðaslagnum Víkingur og Fylkir skildu jöfn 2-2 í nýliðaslag í 2. umferð Bestu deildar kvenna. 27. apríl 2024 16:16
Uppgjörið og viðtöl: FH - Þór/KA 0-4 | Óvæntur stórsigur gestanna FH tók á móti Þór/KA í 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í leik sem búist var við að yrði gríðarlega jafn. Annað kom á daginn en gestirnir unnu ótrúlegan sigur. 27. apríl 2024 18:15
Uppgjör og viðtöl: Breiðablik - Tindastóll 3-0 | Sannfærandi sigur Blika á kraftmiklum Stólum Breiðablik er enn taplaust í Bestu deild kvenna í fótbolta eftir góðan sigur á Tindastól í dag. Á 82. mínútu var leikurinn í járnum og Tindastóll nær því að jafna en hitt. Á örfáum sekúndum snerust örlög Tindastóls við og öflugt lið Breiðabliks komið í 3-0 forystu. 27. apríl 2024 18:10
Uppgjörið og viðtöl: Þróttur R. - Valur 1-2 | Amanda heldur áfram að skora Valskonur unnu 1-2 útisigur gegn Þrótti á Avis-vellinum. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik og það var Amanda Jacobsen Andradóttir sem gerði sigurmarkið en þetta var hennar þriðja mark á tímabilinu. 27. apríl 2024 16:37