Landskjörsstjórn tilkynnir á morgun hvaða listar eru gildir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. apríl 2024 13:00 Kristín Edwald formaður Landskjörsstjórnar og forsetaframbjóðendurnir Arnar Þór jónsson, Ástþór Magnússon og Helga Þórisdóttir. Vísir Þau fjögur sem skorti meðmælendur á undirskriftalista til forseta Íslands segjast vera komin með viðunandi fjölda memælenda. Þrjú af fjórum vantaði undirskriftir í sunnlendingafjórðungi. Landskjörsstjórn gefur frest til fimm í dag að skila inn viðunandi fjölda. Þrettán forsetaframbjóðendur skiluðu inn meðmælendalistum sínum til Landskjörsstjórnar á föstudag en til að þeir teljist fullgildir þurfa 1.500 manns að hafa skrifað undir. Í gær fengu svo fjórir frambjóðendur símhringingar þaðan um að það vantaði upp á fjölda meðmælanda. Ástæðurnar geta til dæmis verið að einstaklingur hefur mælt með tveimur frambjóðendum sem er óheimilt eða er undir lögaldri. Kristín Edwald formaður Landskjörsstjórnar segir að í öllum tilvikum hafi vantað lítillega upp á að listarnir væru í lagi. „Til að frambjóðanda sé gefinn kostur á að bæta úr eru það alltaf einhverjir minni háttar ágallar og grunnlínan er alltaf sú að frambjóðandinn hafi mátt ætla að hann hafi verið búinn að ná tilskyldum fjölda,“ segir Kristín. Landskjörsstjórn tilkynnir svo endanlega um hvaða listar eru gildir klukkan ellefu á morgun í Þjóðminjasafninu. Arnar Þór Jónsson er einn þeirra sem Landskjörsstjórn hafði samband við í gær vegna ófullnægjandi lista. „Eina sem vantaði voru sex meðmæli í Vestfirðingafjórðungi og við leystum það strax í gær og þessu verður skilað inn í dag,“ segir Arnar. Helga Þórisdóttir segir að komið hafi í ljós að nokkur atkvæði vantaði uppá í Sunnlendinga- og Vestfirðingafjórðungi. „Ég var á fyrsta heimaleik Víkings kvennaliðs í 40 ár þegar ég fékk símhringingu frá Landskjörsstjórn sem snarlega dró mig niður á jörðina. Ég snaraðist út af vellinum og heyrði í mínu fólki og á núll einni var þetta afgreitt,“ segir Helga. „Vorum eins og blindir kettlingar“ Ástþór Magnússon segir að vantað hafi upp á í sunnlendingafjórðungi. „Það voru fáeinar undirskriftir. Það tók bara fáeinar mínútur að ná í þær, þetta er komið margfalt núna. Við vorum með mikið af handskrifuðum listum og við fyrri kosningu 2016 vorum við með aðgang að þjóðskrá en við fengum engin slík tæki í dag þannig við vorum eins og blindir kettlingar að vinna með þessa lista. Eiríkur Ingi Jóhannsson sem er meðal þeirra sem Landskjörsstjórn gaf frest til að skila inn nægum fjölda meðmælenda svaraði ekki fréttastofu í morgun en á samfélagsmiðlum kveðst hann hafa safnað nægum fjölda meðmælenda. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira
Þrettán forsetaframbjóðendur skiluðu inn meðmælendalistum sínum til Landskjörsstjórnar á föstudag en til að þeir teljist fullgildir þurfa 1.500 manns að hafa skrifað undir. Í gær fengu svo fjórir frambjóðendur símhringingar þaðan um að það vantaði upp á fjölda meðmælanda. Ástæðurnar geta til dæmis verið að einstaklingur hefur mælt með tveimur frambjóðendum sem er óheimilt eða er undir lögaldri. Kristín Edwald formaður Landskjörsstjórnar segir að í öllum tilvikum hafi vantað lítillega upp á að listarnir væru í lagi. „Til að frambjóðanda sé gefinn kostur á að bæta úr eru það alltaf einhverjir minni háttar ágallar og grunnlínan er alltaf sú að frambjóðandinn hafi mátt ætla að hann hafi verið búinn að ná tilskyldum fjölda,“ segir Kristín. Landskjörsstjórn tilkynnir svo endanlega um hvaða listar eru gildir klukkan ellefu á morgun í Þjóðminjasafninu. Arnar Þór Jónsson er einn þeirra sem Landskjörsstjórn hafði samband við í gær vegna ófullnægjandi lista. „Eina sem vantaði voru sex meðmæli í Vestfirðingafjórðungi og við leystum það strax í gær og þessu verður skilað inn í dag,“ segir Arnar. Helga Þórisdóttir segir að komið hafi í ljós að nokkur atkvæði vantaði uppá í Sunnlendinga- og Vestfirðingafjórðungi. „Ég var á fyrsta heimaleik Víkings kvennaliðs í 40 ár þegar ég fékk símhringingu frá Landskjörsstjórn sem snarlega dró mig niður á jörðina. Ég snaraðist út af vellinum og heyrði í mínu fólki og á núll einni var þetta afgreitt,“ segir Helga. „Vorum eins og blindir kettlingar“ Ástþór Magnússon segir að vantað hafi upp á í sunnlendingafjórðungi. „Það voru fáeinar undirskriftir. Það tók bara fáeinar mínútur að ná í þær, þetta er komið margfalt núna. Við vorum með mikið af handskrifuðum listum og við fyrri kosningu 2016 vorum við með aðgang að þjóðskrá en við fengum engin slík tæki í dag þannig við vorum eins og blindir kettlingar að vinna með þessa lista. Eiríkur Ingi Jóhannsson sem er meðal þeirra sem Landskjörsstjórn gaf frest til að skila inn nægum fjölda meðmælenda svaraði ekki fréttastofu í morgun en á samfélagsmiðlum kveðst hann hafa safnað nægum fjölda meðmælenda.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira