Körfubolti

Brun­son skaut Phila­delphia í kaf

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jalen Brunson var ótrúlegur í kvöld.
Jalen Brunson var ótrúlegur í kvöld. EPA-EFE/ADAM DAVIS

New York Knicks lagði Philadelphia 76ers í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Jalen Brunson var hreint út sagt ótrúlegur í fimm stiga sigri Knicks, lokatölur 97-92. Sigurinn þýðir að Knicks er aðeins einum sigri frá sæti í undanúrslitum.

Knicks byrjaði einvígið af krafti og vann fyrstu tvo leikina í New York. Joel Embiid bauð upp á sýningu í fyrri leik liðanna í Philadelphia en hann skoraði 50 stig þegar 76ers unnu loks leik í einvíginu.

Það var því mikið undir í kvöld enda um síðari leik liðanna í Philadelphia að ræða, með sigri gæti Knicks tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í New York. Það gekk eftir þökk sé ótrúlegri frammistöðu Brunson.

Í fyrsta leikhluta var samt sem 76ers ætluðu sér að jafna metin í einvíginu en heimamenn voru 10 stigum yfir að loknum fyrsta fjórðung. Eftir það tók Knicks völdin, saxaði á forskotið og tók á endanum forystuna, lokatölur 97-92 Knicks í vil.

Brunson skoraði 47 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Næst stigahæstur í liði Knicks var OG Anunoby með 16 stig en hann tók einnig 14 fráköst. Í liði 76ers skoraði Embiid 27 stig, tók 10 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Tyrese Maxey kom þar á eftir með 23 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×