Saman á ný eftir súrrealískan dag: „Við erum eins og lím við hvorn annan“ Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2024 11:01 Hörður Ingi Gunnarsson spilar með Val í sumar eftir lánssamning á síðustu stundu fyrir lok félagaskiptagluggans. Valur Fótboltamaðurinn Hörður Ingi Gunnarsson segir síðastliðinn miðvikudag hafa verið „súrrealískan“. Hann hugðist þá spila bikarleik við Val um kvöldið en endaði sem leikmaður félagsins, og varð um leið liðsfélagi leikmanns sem hann þekkir afar vel. Hörður Ingi var lánaður til Vals frá FH sem fékk í staðinn miðjumanninn Bjarna Guðjón Brynjólfsson að láni. Skiptin áttu sér stað á lokadegi félagaskiptagluggans, sama dag og liðin mættust í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins, á Hlíðarenda, og var Hörður Ingi í leikmannahópi FH þar til á síðustu stundu. „Þetta var súrrealískt. Ég bjóst ekki við þessu þegar ég vaknaði um morguninn. En fótboltinn er fljótur að breytast og við lifum og lærum af því,“ sagði Hörður í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Fékk símtal klukkutíma fyrir mætingu í leik Eins og fyrr segir stóð til að hann yrði í leikmannahópi FH gegn Val: „Jú, það var planið. Ég fékk svo bara símtal, klukkutíma fyrir mætingu, og svona breytast hlutirnir. Ég var því bara mættur til að skrifa undir á sama tíma [og aðrir voru að fara að spila bikarleikinn]. Það var stuttur tími til að klára þetta þannig að það var ekki mikið svigrúm til að melta þetta, en mér fannst þetta mjög spennandi og ákvað að stökkva á þetta,“ sagði Hörður og bætti við: „Valur er frábær klúbbur og með alvöru leikmannahóp. Ég held að þetta sé spennandi skref og ég er mjög spenntur að gera mitt fyrir Val, og reyna að standa mig sem best.“ Þriðja félagið sem þeir spila saman fyrir Hjá Val hittir Hörður á ný Jónatan Inga Jónsson en þeir léku saman upp yngri flokka og með meistaraflokki FH, fóru svo báðir til Sogndal í Noregi, og eru nú báðir mættir heim í Bestu deildina. „Við erum eins og lím við hvorn annan. Það er svolítið fyndið hvernig þetta hefur verið en það er alltaf gífurlega gaman að spila með honum og ég hlakka til þess,“ sagði Hörður. Besta deild karla FH Valur Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Hörður Ingi var lánaður til Vals frá FH sem fékk í staðinn miðjumanninn Bjarna Guðjón Brynjólfsson að láni. Skiptin áttu sér stað á lokadegi félagaskiptagluggans, sama dag og liðin mættust í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins, á Hlíðarenda, og var Hörður Ingi í leikmannahópi FH þar til á síðustu stundu. „Þetta var súrrealískt. Ég bjóst ekki við þessu þegar ég vaknaði um morguninn. En fótboltinn er fljótur að breytast og við lifum og lærum af því,“ sagði Hörður í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Fékk símtal klukkutíma fyrir mætingu í leik Eins og fyrr segir stóð til að hann yrði í leikmannahópi FH gegn Val: „Jú, það var planið. Ég fékk svo bara símtal, klukkutíma fyrir mætingu, og svona breytast hlutirnir. Ég var því bara mættur til að skrifa undir á sama tíma [og aðrir voru að fara að spila bikarleikinn]. Það var stuttur tími til að klára þetta þannig að það var ekki mikið svigrúm til að melta þetta, en mér fannst þetta mjög spennandi og ákvað að stökkva á þetta,“ sagði Hörður og bætti við: „Valur er frábær klúbbur og með alvöru leikmannahóp. Ég held að þetta sé spennandi skref og ég er mjög spenntur að gera mitt fyrir Val, og reyna að standa mig sem best.“ Þriðja félagið sem þeir spila saman fyrir Hjá Val hittir Hörður á ný Jónatan Inga Jónsson en þeir léku saman upp yngri flokka og með meistaraflokki FH, fóru svo báðir til Sogndal í Noregi, og eru nú báðir mættir heim í Bestu deildina. „Við erum eins og lím við hvorn annan. Það er svolítið fyndið hvernig þetta hefur verið en það er alltaf gífurlega gaman að spila með honum og ég hlakka til þess,“ sagði Hörður.
Besta deild karla FH Valur Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira