„Nú verður Edda brjáluð þegar ég hitti hana næst“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2024 13:30 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir í leik með Breiðabliki en hún hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum. Vísir/Hulda Margrét Breiðablikskonur sitja í efsta sæti Bestu deildar kvenna eftir tvo 3-0 sigra í fyrstu tveimur umferðunum. Sex stig og markatalan 6-0. Bestu mörkin ræddu þessa byrjun Blikaliðsins og staðan segir ekki allt. „Ég velti aðeins fyrir mér stöðunni á Blikum. Mér finnst þær ekki sannfærandi alveg í sínum leik. Nú verður Edda brjáluð þegar ég hitti hana næst,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna og er þar að tala um sinn gamla liðsfélaga Eddu Garðarsdóttur sem er aðstoðarþjálfari Breiðabliks. Bestu mörkin fluttu enga lofræðu um topplið Bestu deildarinnar í dag. „Ég er alveg sammála því. Við sáum svipmyndirnar úr fyrri hálfleik og það var voðalega lítið að frétta. Svo voru þær með vindinn í bakið í seinni hálfleik og þær voru þá með mislagðar fætur á síðasta þriðjungi,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Ég saknaði þess að sjá ekki eitthvað djúsi spil,“ sagði Mist. „Einhverja svona flotta sókn,“ skaut Bára Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, inn í. „Þær enda á að vinna þennan leik 3-0 en þetta var bara svona seiglusigur,“ sagði Mist. „Eins og við komum inn á með færið sem Stólarnir fengu í stöðunni 1-0, ein á móti markmanni. Það hefði breytt leiknum og þá hefði þetta ekki farið 3-0. Ég er alveg sannfærð um það. Mér fannst Tindastóll leggja þennan leik rosalega vel upp,“ sagði Bára. Bára sá dæmi þess að Tindastólsliðið væri búið að lesa veikleikana hjá Blikaliðinu. „Við veljum Öglu Maríu (Albertsdóttur), besta leikmann leiksins en ég sakna hennar svolítið mikið í leiknum. Hún skilar ágætis varnarvinnu en að sama skapi finnst mér hún ekki jafn áberandi fram á við,“ sagði Bára. „Hún er svolítið aftar á vellinum en hún er vön og er að skila meiri varnarskyldu. Þannig að við týnum svolítið sóknarþunganum frá henni. Ég er enn þá að mynda mér skoðun á því hvað mér finnst um þessa leikmenn í þessu kerfi hjá honum,“ sagði Bára. „Það mun taka tíma fyrir okkur að sjá Nik (Chamberlain, þjálfara) og Eddu ná sínu handbragði á þetta lið,“ sagði Mist. Það má horfa á umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Byrjun Blikakvenna Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Ég velti aðeins fyrir mér stöðunni á Blikum. Mér finnst þær ekki sannfærandi alveg í sínum leik. Nú verður Edda brjáluð þegar ég hitti hana næst,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna og er þar að tala um sinn gamla liðsfélaga Eddu Garðarsdóttur sem er aðstoðarþjálfari Breiðabliks. Bestu mörkin fluttu enga lofræðu um topplið Bestu deildarinnar í dag. „Ég er alveg sammála því. Við sáum svipmyndirnar úr fyrri hálfleik og það var voðalega lítið að frétta. Svo voru þær með vindinn í bakið í seinni hálfleik og þær voru þá með mislagðar fætur á síðasta þriðjungi,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Ég saknaði þess að sjá ekki eitthvað djúsi spil,“ sagði Mist. „Einhverja svona flotta sókn,“ skaut Bára Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, inn í. „Þær enda á að vinna þennan leik 3-0 en þetta var bara svona seiglusigur,“ sagði Mist. „Eins og við komum inn á með færið sem Stólarnir fengu í stöðunni 1-0, ein á móti markmanni. Það hefði breytt leiknum og þá hefði þetta ekki farið 3-0. Ég er alveg sannfærð um það. Mér fannst Tindastóll leggja þennan leik rosalega vel upp,“ sagði Bára. Bára sá dæmi þess að Tindastólsliðið væri búið að lesa veikleikana hjá Blikaliðinu. „Við veljum Öglu Maríu (Albertsdóttur), besta leikmann leiksins en ég sakna hennar svolítið mikið í leiknum. Hún skilar ágætis varnarvinnu en að sama skapi finnst mér hún ekki jafn áberandi fram á við,“ sagði Bára. „Hún er svolítið aftar á vellinum en hún er vön og er að skila meiri varnarskyldu. Þannig að við týnum svolítið sóknarþunganum frá henni. Ég er enn þá að mynda mér skoðun á því hvað mér finnst um þessa leikmenn í þessu kerfi hjá honum,“ sagði Bára. „Það mun taka tíma fyrir okkur að sjá Nik (Chamberlain, þjálfara) og Eddu ná sínu handbragði á þetta lið,“ sagði Mist. Það má horfa á umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Byrjun Blikakvenna
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira