Hafa tryggt útgáfu íslenska tölvuleiksins Island of Winds Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2024 11:22 Úr tölvuleiknum Island of Winds. Parity Íslenski tölvuleikurinn Island of Winds (Eyja vindanna) sem framleiddur er af Parity Games hefur tryggt sér útgáfu. Útgefandinn er fyrirtækið ESDigital Games. Mun leikurinn koma út á heimsvísu samtímis á PC, PlayStation 5 og Xbox X/S á fyrsta árshluta 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Parity. Þar segir að fyrirtækið leggi áherslu á jafnrétti og fjölbreytni. Aðalpersóna leiksins sé verndarvætturinn Brynhildur Hansdóttir, fjölkunnug sveitakona á miðjum aldri. Sögusviðið er svonefnd „eyja vindanna,“ en um er að ræða ævintýraheim sem svipar til Íslands á 17. öld. Parity sækir innblástur til íslenskrar náttúru, þjóðsagna og þjóðhátta. Leikurinn er einspilunarleikur og fjallar um söguhetjuna Brynhildi og hvernig hún rís upp til að vernda eyjuna sína og takast á við áskoranir lífsins þó vindar blási á móti. Parity hefur hlotið styrk frá Tækniþróunarsjóði og fjármögnun frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Þar að auki hefur endurgreiðsla rannsóknar- og þróunarkostnaðar reynst verkefninu vel og gert fyrirtækið samkeppnishæft við erlend fyrirtæki. Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt frá því að vinna við leikinn hófst og Eyja vindanna stækkað að sama skapi svo um munar síðustu ár. Í leiknum má finna sjö ólík landsvæði og fjöldan allan af furðuverum sem allar byggja á íslenskum þjóðsögum. Leikmenn geta galdrað og leyst þrautir, kynnst sögu eyjunnar og íbúum hennar, og leitað leiða til að berjast gegn dularfullum seiðskratta sem raskað hefur ró landsins og komið umhverfinu úr jafnvægi. Bardagakerfið er sér á parti og byggir á samkennd umfram fjandsemi, þar sem markmið leiksins er frekar að hjálpa og lækna heldur en að meiða og deyða. „Þetta er risastór áfangi fyrir okkur og þýðir að leikurinn mun sannarlega koma út og það á enn stærri markað en við sáum fyrir í upphafi. Þetta eru spennandi tímar fyrir ungt, lítið leikjafyrirtæki þar sem áhersla hefur alltaf verið lögð á framlag kvenna til tölvuleikjagerðar. Parity er eitt fárra tölvuleikjafyrirtækja í heiminum þar sem konur og karlar eru í jöfnu hlutfalli og skapar sér þar með sérstöðu bæði hér á landi og erlendis svo eftir hefur verið tekið,“ segir María Guðmundsdóttir, forstjóri og stofnandi Parity Games. Leikjavísir Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Parity. Þar segir að fyrirtækið leggi áherslu á jafnrétti og fjölbreytni. Aðalpersóna leiksins sé verndarvætturinn Brynhildur Hansdóttir, fjölkunnug sveitakona á miðjum aldri. Sögusviðið er svonefnd „eyja vindanna,“ en um er að ræða ævintýraheim sem svipar til Íslands á 17. öld. Parity sækir innblástur til íslenskrar náttúru, þjóðsagna og þjóðhátta. Leikurinn er einspilunarleikur og fjallar um söguhetjuna Brynhildi og hvernig hún rís upp til að vernda eyjuna sína og takast á við áskoranir lífsins þó vindar blási á móti. Parity hefur hlotið styrk frá Tækniþróunarsjóði og fjármögnun frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Þar að auki hefur endurgreiðsla rannsóknar- og þróunarkostnaðar reynst verkefninu vel og gert fyrirtækið samkeppnishæft við erlend fyrirtæki. Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt frá því að vinna við leikinn hófst og Eyja vindanna stækkað að sama skapi svo um munar síðustu ár. Í leiknum má finna sjö ólík landsvæði og fjöldan allan af furðuverum sem allar byggja á íslenskum þjóðsögum. Leikmenn geta galdrað og leyst þrautir, kynnst sögu eyjunnar og íbúum hennar, og leitað leiða til að berjast gegn dularfullum seiðskratta sem raskað hefur ró landsins og komið umhverfinu úr jafnvægi. Bardagakerfið er sér á parti og byggir á samkennd umfram fjandsemi, þar sem markmið leiksins er frekar að hjálpa og lækna heldur en að meiða og deyða. „Þetta er risastór áfangi fyrir okkur og þýðir að leikurinn mun sannarlega koma út og það á enn stærri markað en við sáum fyrir í upphafi. Þetta eru spennandi tímar fyrir ungt, lítið leikjafyrirtæki þar sem áhersla hefur alltaf verið lögð á framlag kvenna til tölvuleikjagerðar. Parity er eitt fárra tölvuleikjafyrirtækja í heiminum þar sem konur og karlar eru í jöfnu hlutfalli og skapar sér þar með sérstöðu bæði hér á landi og erlendis svo eftir hefur verið tekið,“ segir María Guðmundsdóttir, forstjóri og stofnandi Parity Games.
Leikjavísir Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira