„Ég held að Landskjörstjórn þurfi að endurskoða sína lögfræðiþekkingu“ Jón Þór Stefánsson skrifar 29. apríl 2024 17:24 Landskjörstjórn hefur úrskurðað að nafn Viktors Traustasonar verði ekki á kjörseðlinum þann fyrsta júní. Vísir/Vilhelm Viktor Traustason vill meina að meðmælalistar hans til þess að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands uppfylli öll skilyrði og furðar sig á því að Landskjörstjórn hafi komist að annari niðurstöðu. Greint var frá því í morgun að tvö forsetaframboð af þeim þrettán sem skiluðu inn meðmælalistum hefðu verið úrskurðuð ógild. Áðurnefndur Viktor og Kári Vilmundarson Hansen verða ekki á kjörseðlinum í komandi forsetakosningum. Viktor segist hafa sent úrskurðarnefnd kosningamála tilkynningu um að hann ætli að kæra niðurstöðu landskjörstjórnar og þau úrskurðarorð sem hann fékk. Berglind Svavarsdóttir, formaður úrskurðarnefndar kosningamála staðfestir í samtali við fréttastofu að kæran hafi borist. Í tilkynningu sem Viktor hefur sent fjölmiðlum segist hann hafa þurft að lesa úrskurð landskjörstjórnar „í kyrrþey til þess að átta mig á innihaldinu.” Þar segist hann hafa skilað inn á annað þúsund undirskriftum á blöðum, en þær allar úrskurðaðar ógildar. Að sögn Viktors er ástæðan sú að meðmælendur hans rituðu nafn, kennitölu og dagsetningu, þegar hið rétta væri að rita nafn, kennitölu, og lögheimili. Viktor hafi þó endað með 69 gildar undirskriftir, en þær voru allar rafrænar. „Stjórnarskráin gefur fyrirmæli um kjörgengi til forseta, meðal annars um lágmarksaldur og meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna. Ég taldi mig hafa uppfyllt hvort skilyrði. Fleira segir stjórnarskráin ekki en setur þann varnagla að með lögum megi setja nánari reglur. Það var gert árið 1945 með lögum um framboð og kjör til forseta Íslands en Alþingi hefur síðan fellt þessi lög úr gildi en setti engin önnur lög í staðin,“ segir Viktor í tilkynningu sinni og segist því telja að listarnir sem hann skilaði inn hafi uppfyllt öll skilyrði. „Ég tel því að meðmælalistar mínir uppfylli öll skilyrði sem stjórnarskrá lýðveldisins setur um kjörgengi til forseta,“ segir hann. „Í úrskurði Landskjörstjórnar segir að sömu reglur gildi um forsetakjör og gilda um alþingis- og sveitastjórnarkjör en ég hafna því enda segir í ákvæðinu sem Landskjörstjórn vísar í að ráðherra setur reglugerð um form og efni framboðslista.“ Viktor gefur lítið fyrir lögfræðiþekkingu Landskjörstjórnar og vill meina að stjórnarskráin hafi verið beygð í úrskurði hennar. „Ég held að Landskjörstjórn þurfi að endurskoða sína lögfræðiþekkingu ef þau telja að stjórnarskráin verði beygð með þeim hætti sem hún gerir í úrskurði sínum,“ segir hann. „Það er einfaldlega lagaþurrð hvað lögheimilisskilyrðið varðar og þess vegna á stjórnarskráin að gilda og meðmælalistar mínir teknir fullgildir.“ Þar að auki segir Viktor að Landskjörstjórn hafi ekki gefið honum færi á að lagfæra sína meðmælalista hans, en aðrir frambjóðendur fengu það hins vegar. Þar segir Viktor að kjörstjórnin hafi brotið gróflega gegn jafnræðisreglu. Fékk ekki að lagfæra listana „Það má einnig geta þess að Landskjörstjórn braut gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar nokkrir frambjóðendur fengu helgina í að lagfæra sína undirskriftarlista og safna fleirum en aldrei var haft samband við mig varðandi nein vandamál á mínum listum.“ Hér má sjá viðtal við Viktor frá því á föstudag þegar hann skilaði inn listunum. Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, tjáði sig um þau tvö framboð sem hefðu verið dæmd ógild í morgun. Hún sagði annað framboðið ekki hafa uppfyllt skilyrði laga um meðmælendalista, heimilisföng og kennitölur meðmælenda hafi skort og verulega hafi vantað upp á fjölda meðmælenda. Hitt framboðið hafi aðeins skilað inn níu undirskriftum meðmælenda. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upprunalegri útgáfu hennar sagði að ekkert kæmi fram í tilkynningu Viktors um hvort hann hyggðist kæra úrskurð Landskjörstjórnar. Hann sendi í kjölfarið annað skeyti þar sem hann segist hafa gert úrskurðarnefnd kosningamála viðvart um að hann hyggist kæra niðurstöðuna. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Greint var frá því í morgun að tvö forsetaframboð af þeim þrettán sem skiluðu inn meðmælalistum hefðu verið úrskurðuð ógild. Áðurnefndur Viktor og Kári Vilmundarson Hansen verða ekki á kjörseðlinum í komandi forsetakosningum. Viktor segist hafa sent úrskurðarnefnd kosningamála tilkynningu um að hann ætli að kæra niðurstöðu landskjörstjórnar og þau úrskurðarorð sem hann fékk. Berglind Svavarsdóttir, formaður úrskurðarnefndar kosningamála staðfestir í samtali við fréttastofu að kæran hafi borist. Í tilkynningu sem Viktor hefur sent fjölmiðlum segist hann hafa þurft að lesa úrskurð landskjörstjórnar „í kyrrþey til þess að átta mig á innihaldinu.” Þar segist hann hafa skilað inn á annað þúsund undirskriftum á blöðum, en þær allar úrskurðaðar ógildar. Að sögn Viktors er ástæðan sú að meðmælendur hans rituðu nafn, kennitölu og dagsetningu, þegar hið rétta væri að rita nafn, kennitölu, og lögheimili. Viktor hafi þó endað með 69 gildar undirskriftir, en þær voru allar rafrænar. „Stjórnarskráin gefur fyrirmæli um kjörgengi til forseta, meðal annars um lágmarksaldur og meðmæli minnst 1500 kosningabærra manna. Ég taldi mig hafa uppfyllt hvort skilyrði. Fleira segir stjórnarskráin ekki en setur þann varnagla að með lögum megi setja nánari reglur. Það var gert árið 1945 með lögum um framboð og kjör til forseta Íslands en Alþingi hefur síðan fellt þessi lög úr gildi en setti engin önnur lög í staðin,“ segir Viktor í tilkynningu sinni og segist því telja að listarnir sem hann skilaði inn hafi uppfyllt öll skilyrði. „Ég tel því að meðmælalistar mínir uppfylli öll skilyrði sem stjórnarskrá lýðveldisins setur um kjörgengi til forseta,“ segir hann. „Í úrskurði Landskjörstjórnar segir að sömu reglur gildi um forsetakjör og gilda um alþingis- og sveitastjórnarkjör en ég hafna því enda segir í ákvæðinu sem Landskjörstjórn vísar í að ráðherra setur reglugerð um form og efni framboðslista.“ Viktor gefur lítið fyrir lögfræðiþekkingu Landskjörstjórnar og vill meina að stjórnarskráin hafi verið beygð í úrskurði hennar. „Ég held að Landskjörstjórn þurfi að endurskoða sína lögfræðiþekkingu ef þau telja að stjórnarskráin verði beygð með þeim hætti sem hún gerir í úrskurði sínum,“ segir hann. „Það er einfaldlega lagaþurrð hvað lögheimilisskilyrðið varðar og þess vegna á stjórnarskráin að gilda og meðmælalistar mínir teknir fullgildir.“ Þar að auki segir Viktor að Landskjörstjórn hafi ekki gefið honum færi á að lagfæra sína meðmælalista hans, en aðrir frambjóðendur fengu það hins vegar. Þar segir Viktor að kjörstjórnin hafi brotið gróflega gegn jafnræðisreglu. Fékk ekki að lagfæra listana „Það má einnig geta þess að Landskjörstjórn braut gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar nokkrir frambjóðendur fengu helgina í að lagfæra sína undirskriftarlista og safna fleirum en aldrei var haft samband við mig varðandi nein vandamál á mínum listum.“ Hér má sjá viðtal við Viktor frá því á föstudag þegar hann skilaði inn listunum. Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, tjáði sig um þau tvö framboð sem hefðu verið dæmd ógild í morgun. Hún sagði annað framboðið ekki hafa uppfyllt skilyrði laga um meðmælendalista, heimilisföng og kennitölur meðmælenda hafi skort og verulega hafi vantað upp á fjölda meðmælenda. Hitt framboðið hafi aðeins skilað inn níu undirskriftum meðmælenda. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upprunalegri útgáfu hennar sagði að ekkert kæmi fram í tilkynningu Viktors um hvort hann hyggðist kæra úrskurð Landskjörstjórnar. Hann sendi í kjölfarið annað skeyti þar sem hann segist hafa gert úrskurðarnefnd kosningamála viðvart um að hann hyggist kæra niðurstöðuna.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent