„Þeir voru bara miklu betri í kvöld og áttu sigurinn skilið“ Siggeir Ævarsson skrifar 29. apríl 2024 23:15 Finnur Freyr þarf að skerpa á ýmsum hlutum fyrir næsta leik Vísir/Anton Brink Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ekki parsáttur með frammistöðu sinna manna þegar deildarmeistararnir lutu í gras á heimavelli gegn Njarðvík, 84-105, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Andri Már Eggertsson tók Finn tali eftir leik og byrjaði á einfaldri spurningu: Hvað útskýrir þessa miklu yfirburði Njarðvíkur í kvöld? „Hvar á maður að byrja? Þeir voru miklu betri og beittari í öllu. Þolinmóðari á boltann. Mjög beinskeittir í sínum aðgerðum. Toguðu okkur í sundur og bjuggu til gott skot nánast í hverri einustu sókn. Varnarleikurinn alveg bara frá raun og veru fyrstu mínutu bara slakur, kannski eitthvað sem ég hefði þurft að kippa í strax á fyrstu 2-3 mínútunum.“ Var Valsmönnum mögulega brugðið í byrjun þegar þeir lentu tíu stigum undir eftir fyrsta leikhluta? „Nei nei, við vorum að fá mikið af fínum „semi-lookum“ framan af leik sem við vorum ekki að nýta. Þeir bara héldu áfram en við vorum bara „soft“ og mjúkir meðan þeir voru miklu harðari og betri. Settu stóru skotin niður og þegar leið á leikinn bara héldu því áfram.“ Njarðvík endaði tvo leikhluta á að skora síðustu sjö stigin en Finnur tók það ekkert sérstaklega út fyrir sviga, allur leikur hans manna var einfaldlega ekki nógu góður. „Mér fannst það bara gegnumgangandi, hvort sem það var í endum leikhlutanna eða í miðjum þeirra. Það er vont náttúrulega að fara inn í leikhlutaskiptin þar sem andstæðingurinn skorar 2-3 körfur í röð. Mér fannst einhvern veginn öll „móment“ þar sem við vorum eitthvað aðeins að koma til baka, þá kom stór varnarmistök eða góð „play“ hjá þeim. „Kudos“ á Njarðvík en afspyrnuslakur leikur hjá okkur.“ Hann sagði jafnframt að það hefði í raun ekkert komið honum á óvart í leik Njarðvíkur í kvöld. „Nei, í raun og veru ekki. Ég held að það séu bara frekar vonbrigði yfir því hvernig við spiluðum. Þeir hreyfðu boltann mjög vel og voru þolinmóðir. Nýttu sín vopn vel. Strax í byrjun í fyrri hálfleik voru Chaz og Milka og Dwayne komnir með mikið af stigum svo kemur Mario með góða syrpu og hinir strákarnir að gera vel líka. Þeir voru bara miklu betri í kvöld og áttu sigurinn skilið og rúmlega það.“ Dominykas Milka hefur farið mikinn gegn Valsmönnum í vetur en Finnur var þó ekki á því að hann væri einhverskonar kryptónít fyrir Valsvörnina. „Hann gerir vel. Hann er góður að hreyfa boltann og að finna þessar holur í kringum körfuna. Skorar mikið af mikilvægum körfum. Ekki það að það sé einhver einn leikmaður sem er góður. Frekar að hrósa liðinu í heild fyrir liðsframmistöðuna.“ Vörnin hefur verið aðalsmerki Valsmanna í vetur, er hún mögulega að svíkja á versta mögulega tíma? „Allavega í þessum leik en ég ætla rétt að vona að menn mæti grimmari til leiks og verði meira „proactive“ frekar en „reactive“ í okkar aðgerðum og reyni svolítið að setja tóninn snemma í staðinn fyrir að vera að reyna að bjarga rassgatinu á sjálfum sér þegar það er langt um liðið.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Andri Már Eggertsson tók Finn tali eftir leik og byrjaði á einfaldri spurningu: Hvað útskýrir þessa miklu yfirburði Njarðvíkur í kvöld? „Hvar á maður að byrja? Þeir voru miklu betri og beittari í öllu. Þolinmóðari á boltann. Mjög beinskeittir í sínum aðgerðum. Toguðu okkur í sundur og bjuggu til gott skot nánast í hverri einustu sókn. Varnarleikurinn alveg bara frá raun og veru fyrstu mínutu bara slakur, kannski eitthvað sem ég hefði þurft að kippa í strax á fyrstu 2-3 mínútunum.“ Var Valsmönnum mögulega brugðið í byrjun þegar þeir lentu tíu stigum undir eftir fyrsta leikhluta? „Nei nei, við vorum að fá mikið af fínum „semi-lookum“ framan af leik sem við vorum ekki að nýta. Þeir bara héldu áfram en við vorum bara „soft“ og mjúkir meðan þeir voru miklu harðari og betri. Settu stóru skotin niður og þegar leið á leikinn bara héldu því áfram.“ Njarðvík endaði tvo leikhluta á að skora síðustu sjö stigin en Finnur tók það ekkert sérstaklega út fyrir sviga, allur leikur hans manna var einfaldlega ekki nógu góður. „Mér fannst það bara gegnumgangandi, hvort sem það var í endum leikhlutanna eða í miðjum þeirra. Það er vont náttúrulega að fara inn í leikhlutaskiptin þar sem andstæðingurinn skorar 2-3 körfur í röð. Mér fannst einhvern veginn öll „móment“ þar sem við vorum eitthvað aðeins að koma til baka, þá kom stór varnarmistök eða góð „play“ hjá þeim. „Kudos“ á Njarðvík en afspyrnuslakur leikur hjá okkur.“ Hann sagði jafnframt að það hefði í raun ekkert komið honum á óvart í leik Njarðvíkur í kvöld. „Nei, í raun og veru ekki. Ég held að það séu bara frekar vonbrigði yfir því hvernig við spiluðum. Þeir hreyfðu boltann mjög vel og voru þolinmóðir. Nýttu sín vopn vel. Strax í byrjun í fyrri hálfleik voru Chaz og Milka og Dwayne komnir með mikið af stigum svo kemur Mario með góða syrpu og hinir strákarnir að gera vel líka. Þeir voru bara miklu betri í kvöld og áttu sigurinn skilið og rúmlega það.“ Dominykas Milka hefur farið mikinn gegn Valsmönnum í vetur en Finnur var þó ekki á því að hann væri einhverskonar kryptónít fyrir Valsvörnina. „Hann gerir vel. Hann er góður að hreyfa boltann og að finna þessar holur í kringum körfuna. Skorar mikið af mikilvægum körfum. Ekki það að það sé einhver einn leikmaður sem er góður. Frekar að hrósa liðinu í heild fyrir liðsframmistöðuna.“ Vörnin hefur verið aðalsmerki Valsmanna í vetur, er hún mögulega að svíkja á versta mögulega tíma? „Allavega í þessum leik en ég ætla rétt að vona að menn mæti grimmari til leiks og verði meira „proactive“ frekar en „reactive“ í okkar aðgerðum og reyni svolítið að setja tóninn snemma í staðinn fyrir að vera að reyna að bjarga rassgatinu á sjálfum sér þegar það er langt um liðið.“
Körfubolti Subway-deild karla Valur Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira