Umboðsmaður krefst skýringa á nýju lögreglumerki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. apríl 2024 08:12 Umboðsmaður óskar skýringa á nýju lögreglumerki sem er hvergi að finna í reglugerðum. Umboðsmaður Alþingis hefur sent ríkislögreglustjóra erindi þar sem hann óskar skýringa á nýju lögreglumerki sem hann segir hvergi að finna í reglugerðum. Um er að ræða stjörnu sem umboðsmaður segir nú prýða vefsíðu lögreglunnar, samfélagsmiðla, lögreglubifreiðar og skýrslur. Hann gerir einnig athugasemdir við útbúnað sérsveitar ríkislögreglustjóra en hann segir einkennisfatnað sveitarinnar bera merki sem eiga sér ekki stoð í reglum. Í reglugerð nr. 1151/2011 er fjallað um einkenni og merki lögreglunnar og meðal annars lýst íslenska lögreglumerkinu, sem sé gyllt stjarna með sex jöfnum örmum. Í miðri stjörnunni er skjöldur með tveimur krosslögðum sverðum og umhverfis skjöldin áletrunin „MEÐ LÖGUM SKAL LAND BYGGJA“. Áletrunin er afmörkuð með tveimur upphleyptum hringjum en frá ytri hringnum liggja 54 teinar með jöfnu millibili út að jaðri stjörnunnar. Neðst á milli hringjanna sé fimm arma stjarna. Ef merkið sé prentað í lit eigi það að vera svart á gulum grunni. Umboðsmaður segir nýju stjörnuna ekki að finna í reglugerðum; hún sé hvorki með áletruninni né í sama lit. Þá sé stjarnan ekki með 54 teina. Hann bendir einnig á að sérsveitarmenn beri merki sem séu grá en ekki gul og þá virðist þeir hafa tekið upp nýtt merki sem hvergi sé getið um; ávalt merki með útlínur Íslands í miðjunni en útfrá hvorri hlið liggi nokkurs konar vængir. Óskar umboðsmaður eftir skýringum á því hvenær breytingar voru gerðar á umræddum merkjum og hvernig þau séu notuð. Þá óskar hann eftir afstöðu ríkislögreglustjóra til þess hvort notkun merkjanna samræmist reglugerðum og að hann fái afrit af reglum sem kunna að hafa verið settar til viðbótar við reglugerðirnar. Erindi umboðsmanns. Umboðsmaður Alþingis Lögreglan Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Um er að ræða stjörnu sem umboðsmaður segir nú prýða vefsíðu lögreglunnar, samfélagsmiðla, lögreglubifreiðar og skýrslur. Hann gerir einnig athugasemdir við útbúnað sérsveitar ríkislögreglustjóra en hann segir einkennisfatnað sveitarinnar bera merki sem eiga sér ekki stoð í reglum. Í reglugerð nr. 1151/2011 er fjallað um einkenni og merki lögreglunnar og meðal annars lýst íslenska lögreglumerkinu, sem sé gyllt stjarna með sex jöfnum örmum. Í miðri stjörnunni er skjöldur með tveimur krosslögðum sverðum og umhverfis skjöldin áletrunin „MEÐ LÖGUM SKAL LAND BYGGJA“. Áletrunin er afmörkuð með tveimur upphleyptum hringjum en frá ytri hringnum liggja 54 teinar með jöfnu millibili út að jaðri stjörnunnar. Neðst á milli hringjanna sé fimm arma stjarna. Ef merkið sé prentað í lit eigi það að vera svart á gulum grunni. Umboðsmaður segir nýju stjörnuna ekki að finna í reglugerðum; hún sé hvorki með áletruninni né í sama lit. Þá sé stjarnan ekki með 54 teina. Hann bendir einnig á að sérsveitarmenn beri merki sem séu grá en ekki gul og þá virðist þeir hafa tekið upp nýtt merki sem hvergi sé getið um; ávalt merki með útlínur Íslands í miðjunni en útfrá hvorri hlið liggi nokkurs konar vængir. Óskar umboðsmaður eftir skýringum á því hvenær breytingar voru gerðar á umræddum merkjum og hvernig þau séu notuð. Þá óskar hann eftir afstöðu ríkislögreglustjóra til þess hvort notkun merkjanna samræmist reglugerðum og að hann fái afrit af reglum sem kunna að hafa verið settar til viðbótar við reglugerðirnar. Erindi umboðsmanns.
Umboðsmaður Alþingis Lögreglan Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira