Valur sýndi Berglindi meiri áhuga en Breiðablik Aron Guðmundsson skrifar 30. apríl 2024 09:32 Berglind Björg Þorvaldsdóttir samdi við Bestu deildar lið Vals á dögunum Vísir/Arnar Halldórsson Berglind Björg Þorvaldsdóttir samdi við Bestu deildar lið Vals á dögunum og iðar í skinninu yfir því að snúa aftur inn á völlinn eftir barnsburð. Hún stefnir á titla sem og endurkomu í landsliðið. Eftir að hafa raðað inn mörkum fyrir Breiðablik á sínum tíma er Berglind mætt á Hlíðarenda. Valur sýndi henni einfaldlega meiri áhuga en Breiðablik. Berglind, sem á að baki 190 leiki og 137 mörk í efstu deild hér á landi, er nú mætt á nýjan leik á klakann eftir feril úti í atvinnumennsku. Hún átti sitt fyrsta barn í desmbermánuði á síðasta ári og nálgast nú þann tímapunkt að geta snúið aftur inn á völlinn í keppnisleik. „Ég er bara gríðarlega spennt fyrir því að vera komin aftur heim og spila í Bestu deildinni. Staðan er bara fín. Það hefur gengið vel að æfa og ekkert bakslag komið upp. Vonandi, bara á næstu vikum, verð ég komin aftur inn á völlinn.“ Ertu farin að pota í öxlina á Pétri þjálfara og segja honum að fara spila þér? „Já ég er ábyggilega strax orðin mjög pirrandi. Nei nei. Þetta bara tekur sinn tíma, að koma sér aftur í stand eftir meðgöngu. En þetta er klárlega á réttri leið.“ Berglind hefur áður greint frá því að fundur hennar með Pétri Péturssyni, þjálfara Vals og Ásgerði Stefaníu, aðstoðarþjálfara, hafi selt henni hugmyndina að fullu. Að ganga til liðs við Val. „Það eru spennandi tímar hérna hjá Val. Félagið hefur háleit markmið. Sækja báða titla og komast langt í Meistaradeildinni. Metnaðurinn er mikill og liðið hefur yfir að skipa frábærum leikmannahópi. Ég er bara mjög ánægð með þetta skref. Hún hefur nú oftast verið kennd við Breiðablik og raðaði inn mörkum fyrir liðið áður en hún hélt út árið 2020. Kom það aldrei til greina að snúa aftur í Kópavoginn? „Jú það var klárlega möguleiki. Við vorum í samskiptum en það var meiri áhugi frá Val.“ Þessi öflugi framherji á að baki 72-A landsleiki fyrir Íslands hönd og stefnan er að bæta við þann leikjafjölda. „Já það er klárlega markmiðið. Gulrótin að baki þessu öllu. Það væri frábært að komast aftur í íslenska landsliðið. Ég mun reyna allt sem ég get til þess að láta það verða að veruleika. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki fyrir íslenska landsliðið VÍSIR/VILHELM Berglind hefur yfir að skipa ferli í atvinnumennsku erlendis með liðum á borð við PSG, PSV, AC Milan, Le Havre og Hammarby. Er það stefnan að snúa aftur út á einhverjum tímapunkti? „Maður lokar aldrei fyrir þessar dyr. Það yrði þá að vera eitthvað gríðarlega spennandi verkefni og yrði að vera þess virði. Maður er náttúrulega orðin fjölskyldumanneskja núna. Þarf að hugsa um eitthvað meira en bara sjálfa sig. Það bara kemur í ljós en er ekki planið eins og er Valur Besta deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Berglind, sem á að baki 190 leiki og 137 mörk í efstu deild hér á landi, er nú mætt á nýjan leik á klakann eftir feril úti í atvinnumennsku. Hún átti sitt fyrsta barn í desmbermánuði á síðasta ári og nálgast nú þann tímapunkt að geta snúið aftur inn á völlinn í keppnisleik. „Ég er bara gríðarlega spennt fyrir því að vera komin aftur heim og spila í Bestu deildinni. Staðan er bara fín. Það hefur gengið vel að æfa og ekkert bakslag komið upp. Vonandi, bara á næstu vikum, verð ég komin aftur inn á völlinn.“ Ertu farin að pota í öxlina á Pétri þjálfara og segja honum að fara spila þér? „Já ég er ábyggilega strax orðin mjög pirrandi. Nei nei. Þetta bara tekur sinn tíma, að koma sér aftur í stand eftir meðgöngu. En þetta er klárlega á réttri leið.“ Berglind hefur áður greint frá því að fundur hennar með Pétri Péturssyni, þjálfara Vals og Ásgerði Stefaníu, aðstoðarþjálfara, hafi selt henni hugmyndina að fullu. Að ganga til liðs við Val. „Það eru spennandi tímar hérna hjá Val. Félagið hefur háleit markmið. Sækja báða titla og komast langt í Meistaradeildinni. Metnaðurinn er mikill og liðið hefur yfir að skipa frábærum leikmannahópi. Ég er bara mjög ánægð með þetta skref. Hún hefur nú oftast verið kennd við Breiðablik og raðaði inn mörkum fyrir liðið áður en hún hélt út árið 2020. Kom það aldrei til greina að snúa aftur í Kópavoginn? „Jú það var klárlega möguleiki. Við vorum í samskiptum en það var meiri áhugi frá Val.“ Þessi öflugi framherji á að baki 72-A landsleiki fyrir Íslands hönd og stefnan er að bæta við þann leikjafjölda. „Já það er klárlega markmiðið. Gulrótin að baki þessu öllu. Það væri frábært að komast aftur í íslenska landsliðið. Ég mun reyna allt sem ég get til þess að láta það verða að veruleika. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki fyrir íslenska landsliðið VÍSIR/VILHELM Berglind hefur yfir að skipa ferli í atvinnumennsku erlendis með liðum á borð við PSG, PSV, AC Milan, Le Havre og Hammarby. Er það stefnan að snúa aftur út á einhverjum tímapunkti? „Maður lokar aldrei fyrir þessar dyr. Það yrði þá að vera eitthvað gríðarlega spennandi verkefni og yrði að vera þess virði. Maður er náttúrulega orðin fjölskyldumanneskja núna. Þarf að hugsa um eitthvað meira en bara sjálfa sig. Það bara kemur í ljós en er ekki planið eins og er
Valur Besta deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira