Félögin sömdu um að banna Sigurbergi að spila Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2024 15:21 Sigurbergur Áki Jörundsson lék með HK sem lánsmaður frá Stjörnunni, seinni hluta síðustu leiktíðar, en liðin mættust ekki á þeim tíma og því reyndi ekki á hvort Sigurbergur mætti mæta Stjörnunni. Það fékk hann ekki í Fylkistreyjunni í gærkvöld. vísir/Hulda Margrét Sigurbergur Áki Jörundsson fékk ekki tækifæri til að láta ljós sitt skína með Fylki gegn Stjörnunni í gærkvöld vegna samkomulags á milli félaganna þar að lútandi. Sigurbergur er tvítugur, varnar- og miðjumaður, sem leikið hefur sextán leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hafði ekkert spilað með Stjörnunni í upphafi þessarar leiktíðar og Fylkismenn náðu að tryggja sér starfskrafta hans í síðustu viku. Ekki var um lánssamning að ræða og skrifaði Sigurbergur undir samning við Fylki sem gildir til ársloka 2027. Sigurbergur lék svo allan leikinn í bikarsigri Fylkis á Hetti/Hugin en fékk ekki að vera í leikmannahópnum gegn Stjörnunni í gær. Það var vegna samkomulags félaganna, eftir því sem fram kom á Fótbolta.net. Slík samkomulög hafa oft tíðkast þegar um lánssamninga er að ræða en svo var ekki í tilviki Sigurbergs. „Mjög undarlegt allt saman“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var ósáttur við að geta ekki nýtt Sigurberg í gær, í leik sem tapaðist afar naumlega, 1-0. „Það var heiðursmannasamkomulag svo þessi samningur myndi ganga í gegn eins skrítið og það nú er, þetta er mjög undarlegt allt saman. En svona er þetta. Ég stend ekki í því að gera samning milli liðanna. Að sjálfsögðu hefði ég viljað nota hann,“ sagði Rúnar Páll við Fótbolta.net eftir leik í gær. Sigurbergur gæti hins vegar spilað sinn fyrsta deildarleik fyrir Fylki á sunnudaginn þegar liðið sækir Fram heim. Hann lék í fyrra sína fyrstu leiki í efstu deild, fyrst átta fyrir Stjörnuna og svo sjö sem lánsmaður hjá HK. Árið áður var hann að láni frá Stjörnunni til Gróttu og lék átján leiki í Lengjudeildinni. Besta deild karla Fylkir Stjarnan Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Sigurbergur er tvítugur, varnar- og miðjumaður, sem leikið hefur sextán leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hafði ekkert spilað með Stjörnunni í upphafi þessarar leiktíðar og Fylkismenn náðu að tryggja sér starfskrafta hans í síðustu viku. Ekki var um lánssamning að ræða og skrifaði Sigurbergur undir samning við Fylki sem gildir til ársloka 2027. Sigurbergur lék svo allan leikinn í bikarsigri Fylkis á Hetti/Hugin en fékk ekki að vera í leikmannahópnum gegn Stjörnunni í gær. Það var vegna samkomulags félaganna, eftir því sem fram kom á Fótbolta.net. Slík samkomulög hafa oft tíðkast þegar um lánssamninga er að ræða en svo var ekki í tilviki Sigurbergs. „Mjög undarlegt allt saman“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var ósáttur við að geta ekki nýtt Sigurberg í gær, í leik sem tapaðist afar naumlega, 1-0. „Það var heiðursmannasamkomulag svo þessi samningur myndi ganga í gegn eins skrítið og það nú er, þetta er mjög undarlegt allt saman. En svona er þetta. Ég stend ekki í því að gera samning milli liðanna. Að sjálfsögðu hefði ég viljað nota hann,“ sagði Rúnar Páll við Fótbolta.net eftir leik í gær. Sigurbergur gæti hins vegar spilað sinn fyrsta deildarleik fyrir Fylki á sunnudaginn þegar liðið sækir Fram heim. Hann lék í fyrra sína fyrstu leiki í efstu deild, fyrst átta fyrir Stjörnuna og svo sjö sem lánsmaður hjá HK. Árið áður var hann að láni frá Stjörnunni til Gróttu og lék átján leiki í Lengjudeildinni.
Besta deild karla Fylkir Stjarnan Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira