„Real Madrid lofaði mér að ég yrði arftaki Modric“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 15:41 Arda Güler í leik með Real Madrid en hann sló í gegn í síðasta leik. Getty/Ion Alcoba Beitia Arda Güler skoraði mikilvægt mark um síðustu helgi þegar hann tryggði Real Madrid 1-0 sigur á Real Sociedad. Markið sá til þess að Real Madrid náði þrettán stiga forskoti á toppi spænsku deildarinnar. Áhugi á þessum nítján ára gamla Tyrkja er mikill á Spáni eftir sigurmarkið hans. Hann hefur skorað tvö mörk í sex leikjum í spænsku deildinni en á enn eftir að koma við sögu í Meistaradeildinni. Güler gat valið á milli stórliðanna Real Madrid og Barcelona síðasta sumar og valdi Real yfir Barca. Nú vitum við meira af hverju. „Ég var í fríi þegar pabbi minn hringdi í mig og sagði mér að Real vildi fá mig. Ég var mjög spenntur enda draumur að rætast,“ sagði Güler í viðtali við Kafa Sports en Fabrizio Romano segir frá. „Real Madrid lofaði mér að ég yrði arftaki Modric og það réði úrslitum,“ sagði Güler um samningaviðræðurnar síðasta sumar. Króatinn Luka Modric hefur spilað með Real Madrid frá árinu 2012. Hann hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum og spænsku deildina þrisvar sinnum en gæti bætt við þá tölu á þessu tímabili. Liðið er nánast búið að vinna deildina og svo komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. „Þeir sýndu mér langtímasýn og ég var sannfærður. Við báðum Real um að borga Fenerbahce aðeins meira fyrir mig en það sem stóð í samningnum mínum. Þeir samþykktu það,“ sagði Güler. „Ég hefði getað verið áfram hjá Fenerbahce en ég vildi sýna heiminum hvað ungur maður frá Fener í Tyrklandi getur gert í Evrópu,“ sagði Güler. Real spilar risastóran leik í kvöld þegar liðið mætir Bayern München í Þýskalandi í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Hvort strákurinn fá þar að spila sinn fyrsta leik með liðinu í Meistaradeildinni verður að koma í ljós. Leikurinn hefst klukkan 19.00 á íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport og upphitun hefst á sömu rás klukkan 18.35. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Markið sá til þess að Real Madrid náði þrettán stiga forskoti á toppi spænsku deildarinnar. Áhugi á þessum nítján ára gamla Tyrkja er mikill á Spáni eftir sigurmarkið hans. Hann hefur skorað tvö mörk í sex leikjum í spænsku deildinni en á enn eftir að koma við sögu í Meistaradeildinni. Güler gat valið á milli stórliðanna Real Madrid og Barcelona síðasta sumar og valdi Real yfir Barca. Nú vitum við meira af hverju. „Ég var í fríi þegar pabbi minn hringdi í mig og sagði mér að Real vildi fá mig. Ég var mjög spenntur enda draumur að rætast,“ sagði Güler í viðtali við Kafa Sports en Fabrizio Romano segir frá. „Real Madrid lofaði mér að ég yrði arftaki Modric og það réði úrslitum,“ sagði Güler um samningaviðræðurnar síðasta sumar. Króatinn Luka Modric hefur spilað með Real Madrid frá árinu 2012. Hann hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum og spænsku deildina þrisvar sinnum en gæti bætt við þá tölu á þessu tímabili. Liðið er nánast búið að vinna deildina og svo komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. „Þeir sýndu mér langtímasýn og ég var sannfærður. Við báðum Real um að borga Fenerbahce aðeins meira fyrir mig en það sem stóð í samningnum mínum. Þeir samþykktu það,“ sagði Güler. „Ég hefði getað verið áfram hjá Fenerbahce en ég vildi sýna heiminum hvað ungur maður frá Fener í Tyrklandi getur gert í Evrópu,“ sagði Güler. Real spilar risastóran leik í kvöld þegar liðið mætir Bayern München í Þýskalandi í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Hvort strákurinn fá þar að spila sinn fyrsta leik með liðinu í Meistaradeildinni verður að koma í ljós. Leikurinn hefst klukkan 19.00 á íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport og upphitun hefst á sömu rás klukkan 18.35. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira