Óstundvísi Steina sögð kosta tugi milljóna dollara Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. apríl 2024 21:47 Óstundvísi Dwayne „Steina“ Johnsoner sögð hafa leitt hafi til þess að fjárhagsáætlun kvikmyndarinnar Red One fór tugum milljóna Bandaríkjadala fram úr kostnaði. Getty Hollywood-stjarnan Dwayne „The Rock“ Johnson hefur verið sakaður um „króníska óstundvísi“ við tökur á myndinni Red One. Vegna þessa hafi kostnaður myndarinnar aukist um tugi milljóna Bandaríkjadala. Johnson er einnig sagður pissa í vatnsflöskur frekar en að fara á klósettið á setti til að spara tíma. Þetta kemur fram í umfjöllun bandaríska vefmiðilsins The Wrap um bandaríska leikarann og glímukappann Dwayne Johnson, betur þekktur sem „The Rock“ eða „Steini“. Heimildarmenn miðilsins herma að Johnson hafi suma daga mætt allt að átta tímum of seint á tökustað myndarinnar og aðra hafi hann hreinlega ekki mætt. Það hafi valdið ýmsum vandræðum og röskun á dagskrá framleiðslunnar. „Þetta var algjör hörmung,“ sagði einn heimildarmaður tengdur kvikmyndinni við blaðamann The Wrap. Annar hafi sagt „Dwayne er drullufokking sama“. Red One átti að koma út fyrir síðustu jól en var seinkað til nóvember 2024. Myndin fjallar um það þegar jólasveininum er rænt og lögreglumaður og álfur þurfa að hjálpast að til að hafa upp á honum. Myndin er stjörnum hlaðin og leika Chris Evans, Lucy Liu, J.K. Simmons og Nick Kroll einni í henni. Fréttaflutningurinn fáránlegur og rangur Ekki eru allir á eitt sammála um staðhæfingar um óstundvísi Steina. Fulltrúi Amazon MGM, kvikmyndastúdíósins sem framleiðir Red One, hefur þverneitað fyrir fréttaflutninginn. „Öll umfjöllun sem gefur í skyn að við höfum komist alla leið hingað á meðan hann mætti sjö-átta tímum of seint er bæði fáránlegt og rangt,“ sagði fulltrúi Amazon í svari við fyrirspurn The Wrap. Ómögulegt hefði verið að framleiða myndina án dyggs stuðnings og vinnu Johnson. Leikarinn Dwayne Johnson er betur þekktur undir glímunafninu „The Rock“ sem íslenska mætti sem „Grjótið“ eða „Steini“.Getty/Albert L. Ortega Tveir aðrir heimildarmenn sem tengjast framleiðslunni segja að Johnson hafi ekki mætt nema að meðaltali einum tíma of seint á tökustað. Heimildarmaður tengdur Amazon MGM segir að kostnaður við gerð kvikmyndarinnar hafi aldrei farið langt fram úr fjárhagsáætlunum. Sveiflur á kostnaði innan við fimmtán prósent frá áætlunum sé eðlilegur. Lent upp á kant við mótleikara Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fréttir berast af óstundvísi Johnson. Í umfjöllun The Wrap segir að það séu fjölmörg dæmi þess, allt frá því að mæta seint á viðburði með aðdáendum yfir í að trassa kvikmyndatökur til að sinna líkamsrækt. Fyrr í mánuðinum mætti Johnson þremur tímum of seint á aðalviðburð glímumótsins WrestleMania. Hann hlaut fyrir það mikið baul úr salnum og gagnrýni í fjölmiðlum. Hegðun Johnson hefur leitt til ágreinings við mótleikara. Þekktasta dæmi þess eru áralangar deilur Johnson og Vin Diesel sem meðal annars People hefur fjallað um. Diesel á að hafa farið í fýlu við Johnson vegna þess hve oft sá síðarnefndi mætti seint í tökur Fast and Furious-myndanna. Við tökur á Netflix-myndinni Red Notice á Johnson að hafa látið tökuliðið bíða í fimm tíma. Heimildarmenn herma að Johnson og Ryan Reynolds, sem lék einnig í myndinni, hafi lent harkalega saman sem varð til þess að þeir töluðust ekki við í mörg ár. Pissar í flösku til að spara tíma Eitt það undarlegasta sem kemur fram í umfjöllun The Wrap er að Johnson pissi gjarnan í vatnsflöskur til að spara tíma. Þær staðhæfingar snúa þó ekki að Red One heldur fyrri myndum leikarans. Enn einn heimildarmaðurinn sem The Wrap vísar í og ku þekkja Johnson persónulega sagði „Ef hann er langt frá húsbílnum sínum og þarf að pissa þá fer hann ekki á almenningsklósett.“ „Hann pissar í Voss-vatnsflösku og teymið hans eða aðstoðarmaður þurfa að losa sig við hana,“ segir heimildarmaðurinn í samtali við The Wrap. Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun bandaríska vefmiðilsins The Wrap um bandaríska leikarann og glímukappann Dwayne Johnson, betur þekktur sem „The Rock“ eða „Steini“. Heimildarmenn miðilsins herma að Johnson hafi suma daga mætt allt að átta tímum of seint á tökustað myndarinnar og aðra hafi hann hreinlega ekki mætt. Það hafi valdið ýmsum vandræðum og röskun á dagskrá framleiðslunnar. „Þetta var algjör hörmung,“ sagði einn heimildarmaður tengdur kvikmyndinni við blaðamann The Wrap. Annar hafi sagt „Dwayne er drullufokking sama“. Red One átti að koma út fyrir síðustu jól en var seinkað til nóvember 2024. Myndin fjallar um það þegar jólasveininum er rænt og lögreglumaður og álfur þurfa að hjálpast að til að hafa upp á honum. Myndin er stjörnum hlaðin og leika Chris Evans, Lucy Liu, J.K. Simmons og Nick Kroll einni í henni. Fréttaflutningurinn fáránlegur og rangur Ekki eru allir á eitt sammála um staðhæfingar um óstundvísi Steina. Fulltrúi Amazon MGM, kvikmyndastúdíósins sem framleiðir Red One, hefur þverneitað fyrir fréttaflutninginn. „Öll umfjöllun sem gefur í skyn að við höfum komist alla leið hingað á meðan hann mætti sjö-átta tímum of seint er bæði fáránlegt og rangt,“ sagði fulltrúi Amazon í svari við fyrirspurn The Wrap. Ómögulegt hefði verið að framleiða myndina án dyggs stuðnings og vinnu Johnson. Leikarinn Dwayne Johnson er betur þekktur undir glímunafninu „The Rock“ sem íslenska mætti sem „Grjótið“ eða „Steini“.Getty/Albert L. Ortega Tveir aðrir heimildarmenn sem tengjast framleiðslunni segja að Johnson hafi ekki mætt nema að meðaltali einum tíma of seint á tökustað. Heimildarmaður tengdur Amazon MGM segir að kostnaður við gerð kvikmyndarinnar hafi aldrei farið langt fram úr fjárhagsáætlunum. Sveiflur á kostnaði innan við fimmtán prósent frá áætlunum sé eðlilegur. Lent upp á kant við mótleikara Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fréttir berast af óstundvísi Johnson. Í umfjöllun The Wrap segir að það séu fjölmörg dæmi þess, allt frá því að mæta seint á viðburði með aðdáendum yfir í að trassa kvikmyndatökur til að sinna líkamsrækt. Fyrr í mánuðinum mætti Johnson þremur tímum of seint á aðalviðburð glímumótsins WrestleMania. Hann hlaut fyrir það mikið baul úr salnum og gagnrýni í fjölmiðlum. Hegðun Johnson hefur leitt til ágreinings við mótleikara. Þekktasta dæmi þess eru áralangar deilur Johnson og Vin Diesel sem meðal annars People hefur fjallað um. Diesel á að hafa farið í fýlu við Johnson vegna þess hve oft sá síðarnefndi mætti seint í tökur Fast and Furious-myndanna. Við tökur á Netflix-myndinni Red Notice á Johnson að hafa látið tökuliðið bíða í fimm tíma. Heimildarmenn herma að Johnson og Ryan Reynolds, sem lék einnig í myndinni, hafi lent harkalega saman sem varð til þess að þeir töluðust ekki við í mörg ár. Pissar í flösku til að spara tíma Eitt það undarlegasta sem kemur fram í umfjöllun The Wrap er að Johnson pissi gjarnan í vatnsflöskur til að spara tíma. Þær staðhæfingar snúa þó ekki að Red One heldur fyrri myndum leikarans. Enn einn heimildarmaðurinn sem The Wrap vísar í og ku þekkja Johnson persónulega sagði „Ef hann er langt frá húsbílnum sínum og þarf að pissa þá fer hann ekki á almenningsklósett.“ „Hann pissar í Voss-vatnsflösku og teymið hans eða aðstoðarmaður þurfa að losa sig við hana,“ segir heimildarmaðurinn í samtali við The Wrap.
Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Sjá meira