Óstundvísi Steina sögð kosta tugi milljóna dollara Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. apríl 2024 21:47 Óstundvísi Dwayne „Steina“ Johnsoner sögð hafa leitt hafi til þess að fjárhagsáætlun kvikmyndarinnar Red One fór tugum milljóna Bandaríkjadala fram úr kostnaði. Getty Hollywood-stjarnan Dwayne „The Rock“ Johnson hefur verið sakaður um „króníska óstundvísi“ við tökur á myndinni Red One. Vegna þessa hafi kostnaður myndarinnar aukist um tugi milljóna Bandaríkjadala. Johnson er einnig sagður pissa í vatnsflöskur frekar en að fara á klósettið á setti til að spara tíma. Þetta kemur fram í umfjöllun bandaríska vefmiðilsins The Wrap um bandaríska leikarann og glímukappann Dwayne Johnson, betur þekktur sem „The Rock“ eða „Steini“. Heimildarmenn miðilsins herma að Johnson hafi suma daga mætt allt að átta tímum of seint á tökustað myndarinnar og aðra hafi hann hreinlega ekki mætt. Það hafi valdið ýmsum vandræðum og röskun á dagskrá framleiðslunnar. „Þetta var algjör hörmung,“ sagði einn heimildarmaður tengdur kvikmyndinni við blaðamann The Wrap. Annar hafi sagt „Dwayne er drullufokking sama“. Red One átti að koma út fyrir síðustu jól en var seinkað til nóvember 2024. Myndin fjallar um það þegar jólasveininum er rænt og lögreglumaður og álfur þurfa að hjálpast að til að hafa upp á honum. Myndin er stjörnum hlaðin og leika Chris Evans, Lucy Liu, J.K. Simmons og Nick Kroll einni í henni. Fréttaflutningurinn fáránlegur og rangur Ekki eru allir á eitt sammála um staðhæfingar um óstundvísi Steina. Fulltrúi Amazon MGM, kvikmyndastúdíósins sem framleiðir Red One, hefur þverneitað fyrir fréttaflutninginn. „Öll umfjöllun sem gefur í skyn að við höfum komist alla leið hingað á meðan hann mætti sjö-átta tímum of seint er bæði fáránlegt og rangt,“ sagði fulltrúi Amazon í svari við fyrirspurn The Wrap. Ómögulegt hefði verið að framleiða myndina án dyggs stuðnings og vinnu Johnson. Leikarinn Dwayne Johnson er betur þekktur undir glímunafninu „The Rock“ sem íslenska mætti sem „Grjótið“ eða „Steini“.Getty/Albert L. Ortega Tveir aðrir heimildarmenn sem tengjast framleiðslunni segja að Johnson hafi ekki mætt nema að meðaltali einum tíma of seint á tökustað. Heimildarmaður tengdur Amazon MGM segir að kostnaður við gerð kvikmyndarinnar hafi aldrei farið langt fram úr fjárhagsáætlunum. Sveiflur á kostnaði innan við fimmtán prósent frá áætlunum sé eðlilegur. Lent upp á kant við mótleikara Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fréttir berast af óstundvísi Johnson. Í umfjöllun The Wrap segir að það séu fjölmörg dæmi þess, allt frá því að mæta seint á viðburði með aðdáendum yfir í að trassa kvikmyndatökur til að sinna líkamsrækt. Fyrr í mánuðinum mætti Johnson þremur tímum of seint á aðalviðburð glímumótsins WrestleMania. Hann hlaut fyrir það mikið baul úr salnum og gagnrýni í fjölmiðlum. Hegðun Johnson hefur leitt til ágreinings við mótleikara. Þekktasta dæmi þess eru áralangar deilur Johnson og Vin Diesel sem meðal annars People hefur fjallað um. Diesel á að hafa farið í fýlu við Johnson vegna þess hve oft sá síðarnefndi mætti seint í tökur Fast and Furious-myndanna. Við tökur á Netflix-myndinni Red Notice á Johnson að hafa látið tökuliðið bíða í fimm tíma. Heimildarmenn herma að Johnson og Ryan Reynolds, sem lék einnig í myndinni, hafi lent harkalega saman sem varð til þess að þeir töluðust ekki við í mörg ár. Pissar í flösku til að spara tíma Eitt það undarlegasta sem kemur fram í umfjöllun The Wrap er að Johnson pissi gjarnan í vatnsflöskur til að spara tíma. Þær staðhæfingar snúa þó ekki að Red One heldur fyrri myndum leikarans. Enn einn heimildarmaðurinn sem The Wrap vísar í og ku þekkja Johnson persónulega sagði „Ef hann er langt frá húsbílnum sínum og þarf að pissa þá fer hann ekki á almenningsklósett.“ „Hann pissar í Voss-vatnsflösku og teymið hans eða aðstoðarmaður þurfa að losa sig við hana,“ segir heimildarmaðurinn í samtali við The Wrap. Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun bandaríska vefmiðilsins The Wrap um bandaríska leikarann og glímukappann Dwayne Johnson, betur þekktur sem „The Rock“ eða „Steini“. Heimildarmenn miðilsins herma að Johnson hafi suma daga mætt allt að átta tímum of seint á tökustað myndarinnar og aðra hafi hann hreinlega ekki mætt. Það hafi valdið ýmsum vandræðum og röskun á dagskrá framleiðslunnar. „Þetta var algjör hörmung,“ sagði einn heimildarmaður tengdur kvikmyndinni við blaðamann The Wrap. Annar hafi sagt „Dwayne er drullufokking sama“. Red One átti að koma út fyrir síðustu jól en var seinkað til nóvember 2024. Myndin fjallar um það þegar jólasveininum er rænt og lögreglumaður og álfur þurfa að hjálpast að til að hafa upp á honum. Myndin er stjörnum hlaðin og leika Chris Evans, Lucy Liu, J.K. Simmons og Nick Kroll einni í henni. Fréttaflutningurinn fáránlegur og rangur Ekki eru allir á eitt sammála um staðhæfingar um óstundvísi Steina. Fulltrúi Amazon MGM, kvikmyndastúdíósins sem framleiðir Red One, hefur þverneitað fyrir fréttaflutninginn. „Öll umfjöllun sem gefur í skyn að við höfum komist alla leið hingað á meðan hann mætti sjö-átta tímum of seint er bæði fáránlegt og rangt,“ sagði fulltrúi Amazon í svari við fyrirspurn The Wrap. Ómögulegt hefði verið að framleiða myndina án dyggs stuðnings og vinnu Johnson. Leikarinn Dwayne Johnson er betur þekktur undir glímunafninu „The Rock“ sem íslenska mætti sem „Grjótið“ eða „Steini“.Getty/Albert L. Ortega Tveir aðrir heimildarmenn sem tengjast framleiðslunni segja að Johnson hafi ekki mætt nema að meðaltali einum tíma of seint á tökustað. Heimildarmaður tengdur Amazon MGM segir að kostnaður við gerð kvikmyndarinnar hafi aldrei farið langt fram úr fjárhagsáætlunum. Sveiflur á kostnaði innan við fimmtán prósent frá áætlunum sé eðlilegur. Lent upp á kant við mótleikara Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fréttir berast af óstundvísi Johnson. Í umfjöllun The Wrap segir að það séu fjölmörg dæmi þess, allt frá því að mæta seint á viðburði með aðdáendum yfir í að trassa kvikmyndatökur til að sinna líkamsrækt. Fyrr í mánuðinum mætti Johnson þremur tímum of seint á aðalviðburð glímumótsins WrestleMania. Hann hlaut fyrir það mikið baul úr salnum og gagnrýni í fjölmiðlum. Hegðun Johnson hefur leitt til ágreinings við mótleikara. Þekktasta dæmi þess eru áralangar deilur Johnson og Vin Diesel sem meðal annars People hefur fjallað um. Diesel á að hafa farið í fýlu við Johnson vegna þess hve oft sá síðarnefndi mætti seint í tökur Fast and Furious-myndanna. Við tökur á Netflix-myndinni Red Notice á Johnson að hafa látið tökuliðið bíða í fimm tíma. Heimildarmenn herma að Johnson og Ryan Reynolds, sem lék einnig í myndinni, hafi lent harkalega saman sem varð til þess að þeir töluðust ekki við í mörg ár. Pissar í flösku til að spara tíma Eitt það undarlegasta sem kemur fram í umfjöllun The Wrap er að Johnson pissi gjarnan í vatnsflöskur til að spara tíma. Þær staðhæfingar snúa þó ekki að Red One heldur fyrri myndum leikarans. Enn einn heimildarmaðurinn sem The Wrap vísar í og ku þekkja Johnson persónulega sagði „Ef hann er langt frá húsbílnum sínum og þarf að pissa þá fer hann ekki á almenningsklósett.“ „Hann pissar í Voss-vatnsflösku og teymið hans eða aðstoðarmaður þurfa að losa sig við hana,“ segir heimildarmaðurinn í samtali við The Wrap.
Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira