Fótbolti

Sjáðu mörkin úr stór­leiknum í München

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vinícius Júnior skoraði tvívegis í München í gær.
Vinícius Júnior skoraði tvívegis í München í gær. getty/Marcel Engelbrecht

Bayern München og Real Madrid gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gær.

Vinícius Júnior skoraði bæði mörk Madrídinga sem eiga seinni leikinn á heimavelli eftir viku.

Brassinn kom gestunum frá Madríd yfir á 24. mínútu þegar hann skoraði eftir stungusendingu frá Toni Kroos. Staðan var 0-1 í hálfleik, Real Madrid í vil.

Bayern kom sterkt til leiks í seinni hálfleik og á 53. mínútu jafnaði Leroy Sané metin. Skömmu síðar fengu Bæjarar vítaspyrnu þegar Lucas Vázquez braut á Jamal Musiala. Harry Kane tók vítið, skoraði og kom heimamönnum yfir, 2-1.

Þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum fékk Real Madrid vítaspyrnu eftir að Kim Min-jae braut á Vinícius Júnior. Hann fór sjálfur á punktinn og skoraði.

Lokatölur 2-2 í hörkuleik og einvígið er galopið fyrir seinni leikinn á Santiago Bernabéu eftir viku.

Mörkin úr leiknum í gær má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Bellingham reyndi að taka Kane á taugum fyrir vítið

Enginn er annars bróðir í leik og það sannaðist enn og aftur í gær þegar Bayern München og Real Madrid gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×