Uppgjörið og viðtöl: Þór/KA - Þróttur 2-1 | Sandra María algjörlega óstöðvandi Árni Gísli Magnússon skrifar 2. maí 2024 20:00 Sandra María Jessen hefur farið stórkostlega af stað. vísir/hulda margrét Þór/KA vann góðan 2-1 sigur gegn Þrótti í 3. umferð Bestu deildar kvenna. Sandra María Jessen skoraði bæði mörk heimakvenna, hún hefur nú skorað sjö mörk í fyrstu þremur leikjum mótsins. Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi og fá góð færi urðu til í fyrri hálfleik en nokkur hálffæri beggja megin þó. Hulda Ósk Jónsdóttir gerði frábærlega í að koma sér í dauðafæri eftir tæpan 40 mínútna leik en Mollee Swift rétt náði að snerta boltann sem varð til þess að hann lak fram hjá fjær stönginni. Sandra María Jessen kom Þór/KA í forystu á 43. mínútu, markamínútunni frægu, eftir háa sendingu inn fyrir frá Margréti Árnadóttur og kláraði Sandra færið sitt vel í fjær hornið. Eftir klukkutíma leik var markamaskínan sjálf, Sandra María, aftur á ferðinni þegar hún afgreiddi boltann í netið eftir sendingu frá Laru Ivanusu sem gerði vel í að keyra í átt að marki og koma boltanum fyrir, 2-0 fyrir Þór/KA. Þess má geta að þetta var sjöunda mark Söndru í aðeins þremur leikjum. Heimakonur fengu tækifæri til að bæta við sem og Þróttur til að minnka muninn sem varð raunin á fjórðu mínútu uppbótartíma. Leah Pais átti langa sendingu upp á vinstri kantinn þar sem Caroline Murray var mætt, tók við boltanum og kom inn á völlinn áður en hún smellti boltanum fast niðri í nærhornið fram hjá Hörpu í markinu. Markið kom þó of seint og stuttu seinna var flautað til leiksloka og 2-1 sigur Þór/KA staðreynd. Atvik leiksins Seinna mark Þór/KA sem hafði nokkuð skondinn aðdraganda. Lara Ivanusa tapar skallaeinvígi eftir útspark frá eigin markmanni en fær boltann beint í andlitið og leggur hann þar með frábærlega fyrir sig til að hlaupa í átt að marki og leggja að lokum upp fyrir Söndru. Þetta mark tók líka mikið úr Þrótti og gaf heimakonum meira andrými. Stjörnur og skúrkar Stjarna leiksins er auðvitað Sandra María sem skorað bæði mörk liðsins og er nú komin með sjö mörk í fyrstu þremur leikjum tímabilsins.Hulda Björg Hannesdóttir og Agnes Birta Stefánsdóttir stóðu sig frábærlega í hafsentastöðunum og eru eflaust eilítið pirraðar að hafa ekki haldið hreinu úr því sem komið var. Margrét Árnadóttir er alltaf á fullu og skilar miklu til liðsins bæði varnar- og sóknarlega og mjög mikilvægur hlekkur í liðinu. Caroline Murray og Leah Pais voru hættulegastar í liði Þróttar og bjuggu til markið í lokin. Það er erfitt að velja skúrk leiksins en það er spurning hvað Sigurbjörn Bjarnason, styrktarþjálfari Þór/KA, tókst að segja við dómara leiksins til að verðskulda rautt spjald meðan hann var að hita upp varamenn liðsins. Ætli áhorfandi fái næsta rauða spjald? Fylgist með. Dómarar Guðgeir átti nokkuð góðan leik með flautuna en flautaði þó nokkrum sinnum í hana þegar lítil snerting átti sér stað og algjör óþarfi að gefa aukaspyrnu. Svo er auðvitað spurning af hverju styrktarþjálfari Þór/KA fékk að líta rautt spjald. Stemning og umgjörð Leikurinn fór fram í Boganum og var ágætlega mætt. Stemningin var róleg en Halli Ingólfs elskar að taka upp míkrófóninn á meðan leik stendur og rífa upp stemninguna.Umgjörðin var ágæt, eins langt og hún getur náð inni í húsi eins og Boganum. Viðtöl „Þetta er náttúrulega fáránleg markaskorun í fyrstu þremur leikjunum“ Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var ánægður með frammistöðu síns liðs eftir 2-1 sigur gegn Þrótti í Boganum.vísir/Hulda Margrét „Mjög erfiður leikur og frábær sigur á móti mjög góðu liði og ég er gríðarlega ánægður með að taka öll stigin“ sagði Jóhann að leik loknum. „Eftir mjög erfiða byrjun, þar sem Þróttur byrjar mikið betur en við og virtust svona tilbúnari í þetta, þá var ég mjög ánægður með karakterinn að halda sjó, klóra sér inn í þetta aftur, og fara svo að meiða þær á þeim svæðum sem þeirra veikleikar liggja og svo erum við með leikmann sem klárar vel. Hvernig við komum okkur í leikinn eftir erfiða byrjun og hvernig við klárum allar 90 mínúturnar plús ofan á.“ Þór/KA leiddi 2-0 fram í blálok leiks þegar Þróttur skorar á fjórðu mínútu uppbótartíma sem Jóhanni fannst óþarfi. „Mér finnst alltaf óþarfi að fá mark á mig en hún gerði þetta mjög vel og hún er mjög öflug sem skorar þetta mark, Caroline Murray sem var að spila á vinstri hjá þeim, hún var að hóta þessu á fyrstu tíu mínútunum að leggja upp eða skora. Þetta er bara það sem hún gerir vel og þetta er bara gott lið og þær áttu alveg inni eitt mark í leiknum.“ Varnarleikur heimakvenna var til fyrirmyndar stærstan hluta leiksins sem er alltaf gleðiefni fyrir þjálfara. „Ég er mjög ánægður með varnarleikinn svona heilt yfir. Við byrjuðum svolítið ráðavilltar og sviðsskrekkur í byrjun á heimavelli, við lentum í því í fyrra líka, en ég var mjög ánægður. Mér fannst varnarlínan allan leikinn, miðjan og fremstu, hvernig þær skiluðu varnarvinnunni, alveg magnað og það er í rauninni það sem gerir það að verkum að við erum að vinna þennan leik.“ Sandra María hefur nú skorað sjö mörk í þremur fyrstu leikjum tímabilsins og því ekki úr vegi að spyrja Jóhann hvar þetta endi eiginlega? „Ég veit það ekki en ég segi bara að það er gott að þetta er hún því að eftir þrjá leiki að fara inn í fjórða leik með þá pressu á sér að þurfa vera alltaf að meðaltali að skora tvö mörk í leik eða hvað það nú er að það er gott að þetta er hún. Hún er með breitt bak og stendur alveg undir þessu, hún setur alla sína pressu á sjálfa sig, er ekkert að hlusta á hvað aðrir eru að tala um þannig það er gott að það er hún sem er í þessu en þetta er náttúrulega fáránleg markaskorun í fyrstu þremur leikjunum, það er alveg á hreinu.“ Þónokkrar ungar og uppaldar stelpur voru komnar inn á völlinn hjá Þór/KA í síðari hálfleik og Jóhann kveðst ánægður með framför þeirra. „Já að sjálfsögðu, ég er bara mjög ánægður á æfingum hjá okkur hvernig þær eru, þær eru í æfingahóp meistaraflokks og við erum ekki að kíkja á fæðingarárið þegar það er, þá bara skoðum við hvort þær séu tilbúnar í þetta og þær líkamlega og andlega. Ég er bara mjög ánægður að sjá að það sem við höfum verið að gera og þær á æfingum að leggja á sig að það skilar þeim inn á völlinn og standa sig svo svona vel, það er það jákvæða í þessu.“ „Tvö núll markið drap þetta“ Ólafur Kristjánsson á hliðarlínunnivísir / anton brink Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, segir nægt rými til bætingar hjá sínu liði eftir 2-1 tap gegn Þór/KA í Boganum á Akureyri í dag. „Tvö núll markið drap þetta. Það er svona tilfinningin og þetta mark sem við skorum í lokin kemur full seint en ef ég horfi yfir leikinn þá fannst mér við byrja sterkar, vorum að rúlla vel úti á vinstri kantinum og komast oft þar í gegn. Fór ekki alveg saman, sending fyrir markið og hlaup inni í teig, vorum kannski ekki með nægilega mikið bit þegar við vorum með þessa yfirhönd. Síðan jafnast leikurinn og þær skora úr einu af því sem þær eru góðar í, úr góðri skyndisókn, eru með að mínu mati öflugasta framherjann í deildinni, það eru efnilegir framherjar víða en Sandra er með mikla reynslu og gæði og þarf ekki mikið.“ „Við förum inn í hálfleikinn með súrt bragð í munninum en finnst við byrja aftur ágætlega og enda leikinn vel en tvö núll markið var smá högg í magann og markið okkar kemur full seint svo við getum jafnað.“ Þróttur minnkar muninn á fjórðu mínútu uppbótartíma en nokkur tækifæri buðust Þrótti fyrr í leiknum sem nýttust ekki. „Það kemur einhvertímann á 90 plús og þá er lítið eftir. Mér finnst við fara aðeins út úr því sem við vorum að gera og kannski stressuðumst aðeins og fórum að sparka fullmikið en þegar við fórum að taka boltann niður þá náðum við aftur tökum á miðjunni og svo lúrði eðlilega alltaf þessi skyndisóknarmöguleiki en mér fannst við loka ágætlega á það en þær eru effektívar og Þór/KA liðið er að mínu mati með sterkari liðum í deildinni, þær eru öflugar hér en þær eru líkar góðar í fótbolta.“ Eftir þrjár umferðir hefur Þróttur eitt stig eftir jafntefli gegn Fylki og töp gegn Val og Þór/KA og því eflaust eitthvað sem hægt er að bæta fyrir komandi leiki. „Það er fullt af hlutum sem við þurfum að laga. Þetta er lið sem eru töluverðar breytingar á, breytingar á stíl og leikkerfi og fleiru, nýr þjálfari, þannig við þurfum að púsla hlutunun saman. Ef ég kíki á þessa fyrstu þrjá leiki þá í fyrsta leiknum vantar okkur þetta tvö núll mark sem færir ákveðna ró í Þór/KA liðið í dag og svo yfirburði eða góð byrjun á fyrri hálfleiknum – þar vantaði bit í okkur og það er á mér að laga það og hjálpa stelpunum að nýta yfirburði þegar við höfum þá og láta ekki það að vera undir í leiknum ekki særa okkur.“ Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Þróttur Reykjavík
Þór/KA vann góðan 2-1 sigur gegn Þrótti í 3. umferð Bestu deildar kvenna. Sandra María Jessen skoraði bæði mörk heimakvenna, hún hefur nú skorað sjö mörk í fyrstu þremur leikjum mótsins. Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi og fá góð færi urðu til í fyrri hálfleik en nokkur hálffæri beggja megin þó. Hulda Ósk Jónsdóttir gerði frábærlega í að koma sér í dauðafæri eftir tæpan 40 mínútna leik en Mollee Swift rétt náði að snerta boltann sem varð til þess að hann lak fram hjá fjær stönginni. Sandra María Jessen kom Þór/KA í forystu á 43. mínútu, markamínútunni frægu, eftir háa sendingu inn fyrir frá Margréti Árnadóttur og kláraði Sandra færið sitt vel í fjær hornið. Eftir klukkutíma leik var markamaskínan sjálf, Sandra María, aftur á ferðinni þegar hún afgreiddi boltann í netið eftir sendingu frá Laru Ivanusu sem gerði vel í að keyra í átt að marki og koma boltanum fyrir, 2-0 fyrir Þór/KA. Þess má geta að þetta var sjöunda mark Söndru í aðeins þremur leikjum. Heimakonur fengu tækifæri til að bæta við sem og Þróttur til að minnka muninn sem varð raunin á fjórðu mínútu uppbótartíma. Leah Pais átti langa sendingu upp á vinstri kantinn þar sem Caroline Murray var mætt, tók við boltanum og kom inn á völlinn áður en hún smellti boltanum fast niðri í nærhornið fram hjá Hörpu í markinu. Markið kom þó of seint og stuttu seinna var flautað til leiksloka og 2-1 sigur Þór/KA staðreynd. Atvik leiksins Seinna mark Þór/KA sem hafði nokkuð skondinn aðdraganda. Lara Ivanusa tapar skallaeinvígi eftir útspark frá eigin markmanni en fær boltann beint í andlitið og leggur hann þar með frábærlega fyrir sig til að hlaupa í átt að marki og leggja að lokum upp fyrir Söndru. Þetta mark tók líka mikið úr Þrótti og gaf heimakonum meira andrými. Stjörnur og skúrkar Stjarna leiksins er auðvitað Sandra María sem skorað bæði mörk liðsins og er nú komin með sjö mörk í fyrstu þremur leikjum tímabilsins.Hulda Björg Hannesdóttir og Agnes Birta Stefánsdóttir stóðu sig frábærlega í hafsentastöðunum og eru eflaust eilítið pirraðar að hafa ekki haldið hreinu úr því sem komið var. Margrét Árnadóttir er alltaf á fullu og skilar miklu til liðsins bæði varnar- og sóknarlega og mjög mikilvægur hlekkur í liðinu. Caroline Murray og Leah Pais voru hættulegastar í liði Þróttar og bjuggu til markið í lokin. Það er erfitt að velja skúrk leiksins en það er spurning hvað Sigurbjörn Bjarnason, styrktarþjálfari Þór/KA, tókst að segja við dómara leiksins til að verðskulda rautt spjald meðan hann var að hita upp varamenn liðsins. Ætli áhorfandi fái næsta rauða spjald? Fylgist með. Dómarar Guðgeir átti nokkuð góðan leik með flautuna en flautaði þó nokkrum sinnum í hana þegar lítil snerting átti sér stað og algjör óþarfi að gefa aukaspyrnu. Svo er auðvitað spurning af hverju styrktarþjálfari Þór/KA fékk að líta rautt spjald. Stemning og umgjörð Leikurinn fór fram í Boganum og var ágætlega mætt. Stemningin var róleg en Halli Ingólfs elskar að taka upp míkrófóninn á meðan leik stendur og rífa upp stemninguna.Umgjörðin var ágæt, eins langt og hún getur náð inni í húsi eins og Boganum. Viðtöl „Þetta er náttúrulega fáránleg markaskorun í fyrstu þremur leikjunum“ Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var ánægður með frammistöðu síns liðs eftir 2-1 sigur gegn Þrótti í Boganum.vísir/Hulda Margrét „Mjög erfiður leikur og frábær sigur á móti mjög góðu liði og ég er gríðarlega ánægður með að taka öll stigin“ sagði Jóhann að leik loknum. „Eftir mjög erfiða byrjun, þar sem Þróttur byrjar mikið betur en við og virtust svona tilbúnari í þetta, þá var ég mjög ánægður með karakterinn að halda sjó, klóra sér inn í þetta aftur, og fara svo að meiða þær á þeim svæðum sem þeirra veikleikar liggja og svo erum við með leikmann sem klárar vel. Hvernig við komum okkur í leikinn eftir erfiða byrjun og hvernig við klárum allar 90 mínúturnar plús ofan á.“ Þór/KA leiddi 2-0 fram í blálok leiks þegar Þróttur skorar á fjórðu mínútu uppbótartíma sem Jóhanni fannst óþarfi. „Mér finnst alltaf óþarfi að fá mark á mig en hún gerði þetta mjög vel og hún er mjög öflug sem skorar þetta mark, Caroline Murray sem var að spila á vinstri hjá þeim, hún var að hóta þessu á fyrstu tíu mínútunum að leggja upp eða skora. Þetta er bara það sem hún gerir vel og þetta er bara gott lið og þær áttu alveg inni eitt mark í leiknum.“ Varnarleikur heimakvenna var til fyrirmyndar stærstan hluta leiksins sem er alltaf gleðiefni fyrir þjálfara. „Ég er mjög ánægður með varnarleikinn svona heilt yfir. Við byrjuðum svolítið ráðavilltar og sviðsskrekkur í byrjun á heimavelli, við lentum í því í fyrra líka, en ég var mjög ánægður. Mér fannst varnarlínan allan leikinn, miðjan og fremstu, hvernig þær skiluðu varnarvinnunni, alveg magnað og það er í rauninni það sem gerir það að verkum að við erum að vinna þennan leik.“ Sandra María hefur nú skorað sjö mörk í þremur fyrstu leikjum tímabilsins og því ekki úr vegi að spyrja Jóhann hvar þetta endi eiginlega? „Ég veit það ekki en ég segi bara að það er gott að þetta er hún því að eftir þrjá leiki að fara inn í fjórða leik með þá pressu á sér að þurfa vera alltaf að meðaltali að skora tvö mörk í leik eða hvað það nú er að það er gott að þetta er hún. Hún er með breitt bak og stendur alveg undir þessu, hún setur alla sína pressu á sjálfa sig, er ekkert að hlusta á hvað aðrir eru að tala um þannig það er gott að það er hún sem er í þessu en þetta er náttúrulega fáránleg markaskorun í fyrstu þremur leikjunum, það er alveg á hreinu.“ Þónokkrar ungar og uppaldar stelpur voru komnar inn á völlinn hjá Þór/KA í síðari hálfleik og Jóhann kveðst ánægður með framför þeirra. „Já að sjálfsögðu, ég er bara mjög ánægður á æfingum hjá okkur hvernig þær eru, þær eru í æfingahóp meistaraflokks og við erum ekki að kíkja á fæðingarárið þegar það er, þá bara skoðum við hvort þær séu tilbúnar í þetta og þær líkamlega og andlega. Ég er bara mjög ánægður að sjá að það sem við höfum verið að gera og þær á æfingum að leggja á sig að það skilar þeim inn á völlinn og standa sig svo svona vel, það er það jákvæða í þessu.“ „Tvö núll markið drap þetta“ Ólafur Kristjánsson á hliðarlínunnivísir / anton brink Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, segir nægt rými til bætingar hjá sínu liði eftir 2-1 tap gegn Þór/KA í Boganum á Akureyri í dag. „Tvö núll markið drap þetta. Það er svona tilfinningin og þetta mark sem við skorum í lokin kemur full seint en ef ég horfi yfir leikinn þá fannst mér við byrja sterkar, vorum að rúlla vel úti á vinstri kantinum og komast oft þar í gegn. Fór ekki alveg saman, sending fyrir markið og hlaup inni í teig, vorum kannski ekki með nægilega mikið bit þegar við vorum með þessa yfirhönd. Síðan jafnast leikurinn og þær skora úr einu af því sem þær eru góðar í, úr góðri skyndisókn, eru með að mínu mati öflugasta framherjann í deildinni, það eru efnilegir framherjar víða en Sandra er með mikla reynslu og gæði og þarf ekki mikið.“ „Við förum inn í hálfleikinn með súrt bragð í munninum en finnst við byrja aftur ágætlega og enda leikinn vel en tvö núll markið var smá högg í magann og markið okkar kemur full seint svo við getum jafnað.“ Þróttur minnkar muninn á fjórðu mínútu uppbótartíma en nokkur tækifæri buðust Þrótti fyrr í leiknum sem nýttust ekki. „Það kemur einhvertímann á 90 plús og þá er lítið eftir. Mér finnst við fara aðeins út úr því sem við vorum að gera og kannski stressuðumst aðeins og fórum að sparka fullmikið en þegar við fórum að taka boltann niður þá náðum við aftur tökum á miðjunni og svo lúrði eðlilega alltaf þessi skyndisóknarmöguleiki en mér fannst við loka ágætlega á það en þær eru effektívar og Þór/KA liðið er að mínu mati með sterkari liðum í deildinni, þær eru öflugar hér en þær eru líkar góðar í fótbolta.“ Eftir þrjár umferðir hefur Þróttur eitt stig eftir jafntefli gegn Fylki og töp gegn Val og Þór/KA og því eflaust eitthvað sem hægt er að bæta fyrir komandi leiki. „Það er fullt af hlutum sem við þurfum að laga. Þetta er lið sem eru töluverðar breytingar á, breytingar á stíl og leikkerfi og fleiru, nýr þjálfari, þannig við þurfum að púsla hlutunun saman. Ef ég kíki á þessa fyrstu þrjá leiki þá í fyrsta leiknum vantar okkur þetta tvö núll mark sem færir ákveðna ró í Þór/KA liðið í dag og svo yfirburði eða góð byrjun á fyrri hálfleiknum – þar vantaði bit í okkur og það er á mér að laga það og hjálpa stelpunum að nýta yfirburði þegar við höfum þá og láta ekki það að vera undir í leiknum ekki særa okkur.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti