Ætlar ekki að þröngva sér upp á fólk Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 2. maí 2024 18:59 Viktor Traustason verður á kjörseðlinum þann fyrsta júní. Vísir/Vilhelm Viktor Traustason forsetaframbjóðandi segist finna fyrir létti að hluta til eftir að Landskjörstjórn úrskurðaði um gildi framboðs hans í dag. „Mitt spennufall er eiginlega bara búið. Þetta var bara eitt verkefni í viðbót og maður kláraði það,“ sagði Viktor í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta er ferli sem ég er búin að vera að vinna að í fjóra mánuði þannig það er ekkert nýtt að gerast hjá mér.“ Hvernig ætlar þú að vekja athygli á þér á næstu vikum? „Ég held að stefnumálin tali svolítið mikið sínu máli. Ég ætla að samþykkja öll viðtöl sem mér er boðið í, en ég ætla ekkert að vera að sérstaklega að þröngva mér upp á fólk.“ Viktor segist lítið hafa pælt í því hvað mótframbjóðendur hans séu að gera. „Ég ætla að einbeita mér að mínum stefnumálum og fólkinu sem ég er að tala við. Það eru bara ákveðnir valmöguleikar sem ég myndi vilja að væru í boði. Þegar að kemur að kjördegi þá er allavega hægt að kjósa um þetta ef fólk vill, ef fólk vill eitthvað annað þá gerir það það bara.“ Á mánudag var greint frá því að Viktor hefði kært ákörðun Landskjörstjórnar að gera framboð hans ógilt. Hann vildi meina að meðmælalistar hans uppfylltu öll skilyrði. Þá sagði hann Landskjörstjórn hafa brotið gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar nokkrir frambjóðendur fengu helgina til að lagfæra sína undirskriftarlista og safna fleiri undirskriftum, en Viktor fékk ekki slíkan möguleika. Í gær var greint frá því að úrskurður Landskjörstjórnar hefði verið felldur úr gildi og fékk Viktor tækifæri til klukkan þrjú í dag til að lagfæra meðmælalista sinn, en á honum voru einungis um sjötíu gildar undirskriftir. Hvernig fórstu eiginlega að þessu, að safna öllum þessum undirskriftum til viðbótar? „Það stóra er að ég var náttúrulega kominn með allar undirskriftirnar. Það sem ég þurfti að gera var að sýna fram á að þetta væru alvöru undirskriftir, segja Landskjörstjórn hvaða kennitala þetta er og hvaða lögheimili tengist því. Þegar ég var búinn að því gat ég eiginlega skilað þeim öllum aftur.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
„Mitt spennufall er eiginlega bara búið. Þetta var bara eitt verkefni í viðbót og maður kláraði það,“ sagði Viktor í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta er ferli sem ég er búin að vera að vinna að í fjóra mánuði þannig það er ekkert nýtt að gerast hjá mér.“ Hvernig ætlar þú að vekja athygli á þér á næstu vikum? „Ég held að stefnumálin tali svolítið mikið sínu máli. Ég ætla að samþykkja öll viðtöl sem mér er boðið í, en ég ætla ekkert að vera að sérstaklega að þröngva mér upp á fólk.“ Viktor segist lítið hafa pælt í því hvað mótframbjóðendur hans séu að gera. „Ég ætla að einbeita mér að mínum stefnumálum og fólkinu sem ég er að tala við. Það eru bara ákveðnir valmöguleikar sem ég myndi vilja að væru í boði. Þegar að kemur að kjördegi þá er allavega hægt að kjósa um þetta ef fólk vill, ef fólk vill eitthvað annað þá gerir það það bara.“ Á mánudag var greint frá því að Viktor hefði kært ákörðun Landskjörstjórnar að gera framboð hans ógilt. Hann vildi meina að meðmælalistar hans uppfylltu öll skilyrði. Þá sagði hann Landskjörstjórn hafa brotið gróflega gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar þegar nokkrir frambjóðendur fengu helgina til að lagfæra sína undirskriftarlista og safna fleiri undirskriftum, en Viktor fékk ekki slíkan möguleika. Í gær var greint frá því að úrskurður Landskjörstjórnar hefði verið felldur úr gildi og fékk Viktor tækifæri til klukkan þrjú í dag til að lagfæra meðmælalista sinn, en á honum voru einungis um sjötíu gildar undirskriftir. Hvernig fórstu eiginlega að þessu, að safna öllum þessum undirskriftum til viðbótar? „Það stóra er að ég var náttúrulega kominn með allar undirskriftirnar. Það sem ég þurfti að gera var að sýna fram á að þetta væru alvöru undirskriftir, segja Landskjörstjórn hvaða kennitala þetta er og hvaða lögheimili tengist því. Þegar ég var búinn að því gat ég eiginlega skilað þeim öllum aftur.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira