Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2024 12:48 Donald Trump, fyrrverandi forseti og núverandi forsetaframbjóðandi, í dómsal í New York. AP/Doug Mills Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. Á upptökunni, sem finna má hér, má heyra það hvernig Cohen segir Trump að hann ætli að endurgreiða David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóra National Enquirer. Hann greiddi Karen McDougal, áðurnefndri fyrirsætu, fyrir einkaréttinn af sögu hennar en birti hana aldrei. Pecker sagði nýverið frá því í dómsal að hann hefði gert samkomulag við Trump og Cohen í aðdraganda forsetakosninganna 2016 um að koma í veg fyrir birtingu frétta sem gætu komið niður á framboði Trumps. „Ég myndi verða augu þín og eyru,“ sagðist Pecker hafa sagt við Trump. Á upptökunni sagðist Cohen þurfa að stofna félag til að halda utan um greiðsluna og sagðist hafa rætt við Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Trumps, um hvernig hann ætti að gera það. Þá spurði Cohen hvernig hann ætti að fjármagna greiðsluna til Pecker og skipaði Trump honum að nota reiðufé. Í stuttu mál snúa málaferlin í New York að því þegar Cohen greiddi Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkonu, 130 þúsund dali skömmu fyrir kosningarnar 2016. Greiðslunni var ætlað að koma í veg fyrir að Daniels segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður. Trump endurgreiddi Cohen en þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Sjá einnig: Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Pecker fékk endurgreitt vegna sögu Daniels en ekki vegna sögu McDougal, samkvæmt frétt New York Times. Tilvist upptökunnar, sem Cohen tók upp án þess að Trump vissi, hefur legið fyrir um nokkuð skeið. Hún var tekin upp um tveimur mánuðum fyrir kosningarnar 2016. Hún var þó notuð í dómsal í gær þar sem saksóknarar vildu sýna kviðdómendum hvernig Trump hafði beina aðkomu að því sem saksóknarar lýsa sem samsæri til að hjálpa Trump að ná kjöri. Sakaði lögmann Daniels um kúgun Lögmaðurinn Keith Davidson bar einnig vitni í gær en hann hefur nokkuð sérstaka sérstöðu á lögmannamarkaðinum vestanhafs en hann starfar oft fyrir fólk sem reynir að selja krassandi sögur um frægt fólk. Árið 2016 starfaði Davidson fyrir Stormy Daniels en í dómsal í gær sagði hann frá því hvernig hann hefði fengið greiðslu frá Pecker fyrir sögu klámmyndaleikkonunnar fyrrverandi. Hann sagði einnig frá samskiptum sínum við Cohen og hvernig sá síðarnefndi lagði mikið á sig til að reyna að koma í veg fyrir það að sögur af ástarlífi Trumps rötuðu í almenna umræðu í Bandaríkjunum. Emil Bove, lögmaður Trumps, sakaði Davidson um að sérhæfa sig í að kúga frægt fólk og sagði hann hafa reynt að kúga framboð Trumps. Hann hefði gert það sama við aðrar stjörnur eins og Tila Tequila og Charlie Sheen. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04 Trump líklegur til að græða á úrskurði Hæstaréttar Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á. 25. apríl 2024 22:30 Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. 16. apríl 2024 12:03 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Á upptökunni, sem finna má hér, má heyra það hvernig Cohen segir Trump að hann ætli að endurgreiða David Pecker, fyrrverandi útgáfustjóra National Enquirer. Hann greiddi Karen McDougal, áðurnefndri fyrirsætu, fyrir einkaréttinn af sögu hennar en birti hana aldrei. Pecker sagði nýverið frá því í dómsal að hann hefði gert samkomulag við Trump og Cohen í aðdraganda forsetakosninganna 2016 um að koma í veg fyrir birtingu frétta sem gætu komið niður á framboði Trumps. „Ég myndi verða augu þín og eyru,“ sagðist Pecker hafa sagt við Trump. Á upptökunni sagðist Cohen þurfa að stofna félag til að halda utan um greiðsluna og sagðist hafa rætt við Allen Weisselberg, fyrrverandi fjármálastjóra fyrirtækis Trumps, um hvernig hann ætti að gera það. Þá spurði Cohen hvernig hann ætti að fjármagna greiðsluna til Pecker og skipaði Trump honum að nota reiðufé. Í stuttu mál snúa málaferlin í New York að því þegar Cohen greiddi Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkonu, 130 þúsund dali skömmu fyrir kosningarnar 2016. Greiðslunni var ætlað að koma í veg fyrir að Daniels segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni á árum áður. Trump endurgreiddi Cohen en þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Sjá einnig: Sakaði Trump um að reyna að spilla kosningunum 2016 Pecker fékk endurgreitt vegna sögu Daniels en ekki vegna sögu McDougal, samkvæmt frétt New York Times. Tilvist upptökunnar, sem Cohen tók upp án þess að Trump vissi, hefur legið fyrir um nokkuð skeið. Hún var tekin upp um tveimur mánuðum fyrir kosningarnar 2016. Hún var þó notuð í dómsal í gær þar sem saksóknarar vildu sýna kviðdómendum hvernig Trump hafði beina aðkomu að því sem saksóknarar lýsa sem samsæri til að hjálpa Trump að ná kjöri. Sakaði lögmann Daniels um kúgun Lögmaðurinn Keith Davidson bar einnig vitni í gær en hann hefur nokkuð sérstaka sérstöðu á lögmannamarkaðinum vestanhafs en hann starfar oft fyrir fólk sem reynir að selja krassandi sögur um frægt fólk. Árið 2016 starfaði Davidson fyrir Stormy Daniels en í dómsal í gær sagði hann frá því hvernig hann hefði fengið greiðslu frá Pecker fyrir sögu klámmyndaleikkonunnar fyrrverandi. Hann sagði einnig frá samskiptum sínum við Cohen og hvernig sá síðarnefndi lagði mikið á sig til að reyna að koma í veg fyrir það að sögur af ástarlífi Trumps rötuðu í almenna umræðu í Bandaríkjunum. Emil Bove, lögmaður Trumps, sakaði Davidson um að sérhæfa sig í að kúga frægt fólk og sagði hann hafa reynt að kúga framboð Trumps. Hann hefði gert það sama við aðrar stjörnur eins og Tila Tequila og Charlie Sheen.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04 Trump líklegur til að græða á úrskurði Hæstaréttar Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á. 25. apríl 2024 22:30 Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. 16. apríl 2024 12:03 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Trump sektaður um meira en milljón króna Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður um níu þúsund dali fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem dómarinn hafði beitt hann. Dómarinn varaði Trump við því að héldi hann áfram að brjóta gegn þagnarskyldunni gæti hann endað í fangaklefa. 30. apríl 2024 16:04
Trump líklegur til að græða á úrskurði Hæstaréttar Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á. 25. apríl 2024 22:30
Trump dottaði þegar fyrsta sakamálið var tekið fyrir Ekki tókst að velja neina kviðdómendur á fyrsta degi réttarhalda í sakamáli á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í New York í gær. Trump sást dotta á meðan hæfi mögulegra kviðdómenda var metið. 16. apríl 2024 12:03