Segja lýðræðis- og mannréttindabakslag staðreynd Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2024 15:01 Halla Hrund, sem er nú efst í skoðanakönnunum, tjáði sig ekki um hatursorðræðuna sem þau Katrín og Baldur greina sem afar vaxandi fyrirbæri. vísir/vilhelm Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir eru sammála um að mikið bakslag hafi átt sér stað hvað varðar lýðræðis- og mannréttindamál í hinum vestræna heimi. Þetta kom meðal annars fram í pallborðsumræðum þar sem rætt var við þá þrjá frambjóðendur sem virðast vera að skera sig nokkuð úr í baráttunni um Bessastaði sé litið til skoðanakannana: þau Baldur og Katrín auk Höllu Hrundar Logadóttur. Katrín vill ekki segja fjölmiðlum fyrir verkum Bakslagið kom upp í framhaldi af umræðum um fjölmiðla og hvað þeir eigi að fá að fjalla um. Hvort þeim kæmi allt við sem viðkemur þeim sem eru í framboði til forseta. Katrín sagði fjölmiðla frjálsa. Og hún teldi einfaldlega það svo að fjölmiðlum bæri að spyrja frambjóðendum. „Fjölmiðlar eru frjálsir og ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvað þeir megi taka upp þó persónulega hafi ég ekki áhuga á því. En það er ekki mitt að stýra því hvað þeir gera,“ sagði Katrín. Katrín sagði forsetaembættið eðlisólíkt því sem gerist í því sem við köllum hefðbundin stjórnmál og fólk vilji geta lagt mat á eitt og annað sem það telur að geti haft áhrif á dómgreind forsetans. Hér neðar má sjá sérstaka vakt sem var um Pallborðið hér neðar: Sjálf sagðist Katrín svo heppin að hún hafi verið í sviðsljósinu um áratugaskeið og allt lægi þetta meira og minna fyrir. „en það er ekkert óeðlilegt við það að fjölmiðlar spyrji mig persónulegra spurninga.“ Vaxandi hatursorðræða hvert sem litið er Í framhaldi af þessu var Baldur spurður hvort það hafi komið sér á óvart hversu mjög kynhneigð hans hafi verið til skrafs í heitum pottum og á samfélagsmiðlum? Jafnvel í fjölmiðlum? Baldur svaraði því til að hann hafi tekið þátt í virkri mannréttindabaráttu nú í þrjátíu ár. Að hann sem samkynhneigður maður fái að stofna fjölskyldu og njóti grundvallarmannréttinda. „Það er að vissu leyti erfitt að leggja sjálfan sig á borð með þessum hætti,“ sagði Baldur. En hann sagðist hafa lýst því yfir að hann greindi vaxandi hatursorðræðu sem erfitt væri að leiðrétta. Hann sæi þetta lýðræðis- og mannréttindabakslag alls staðar. Sig langi stundum helst að fara upp í rúm og breiða yfir haus. „En það eina sem gagnast er að stíga fram og láta í sér heyra.“ Katrín tók undir þetta, sagði bakslag hafa orðið í mannréttindamálum. Svo virtist sem þau hafi verið tekin á brott yfir nóttu, það hafi verið grafið undan lýðræðinu, stór lýðræðisríki og aldrei eins mikilvægt og nú að Ísland tali sterkri röddu um þessi mál. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Pallborðið Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Sjá meira
Þetta kom meðal annars fram í pallborðsumræðum þar sem rætt var við þá þrjá frambjóðendur sem virðast vera að skera sig nokkuð úr í baráttunni um Bessastaði sé litið til skoðanakannana: þau Baldur og Katrín auk Höllu Hrundar Logadóttur. Katrín vill ekki segja fjölmiðlum fyrir verkum Bakslagið kom upp í framhaldi af umræðum um fjölmiðla og hvað þeir eigi að fá að fjalla um. Hvort þeim kæmi allt við sem viðkemur þeim sem eru í framboði til forseta. Katrín sagði fjölmiðla frjálsa. Og hún teldi einfaldlega það svo að fjölmiðlum bæri að spyrja frambjóðendum. „Fjölmiðlar eru frjálsir og ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvað þeir megi taka upp þó persónulega hafi ég ekki áhuga á því. En það er ekki mitt að stýra því hvað þeir gera,“ sagði Katrín. Katrín sagði forsetaembættið eðlisólíkt því sem gerist í því sem við köllum hefðbundin stjórnmál og fólk vilji geta lagt mat á eitt og annað sem það telur að geti haft áhrif á dómgreind forsetans. Hér neðar má sjá sérstaka vakt sem var um Pallborðið hér neðar: Sjálf sagðist Katrín svo heppin að hún hafi verið í sviðsljósinu um áratugaskeið og allt lægi þetta meira og minna fyrir. „en það er ekkert óeðlilegt við það að fjölmiðlar spyrji mig persónulegra spurninga.“ Vaxandi hatursorðræða hvert sem litið er Í framhaldi af þessu var Baldur spurður hvort það hafi komið sér á óvart hversu mjög kynhneigð hans hafi verið til skrafs í heitum pottum og á samfélagsmiðlum? Jafnvel í fjölmiðlum? Baldur svaraði því til að hann hafi tekið þátt í virkri mannréttindabaráttu nú í þrjátíu ár. Að hann sem samkynhneigður maður fái að stofna fjölskyldu og njóti grundvallarmannréttinda. „Það er að vissu leyti erfitt að leggja sjálfan sig á borð með þessum hætti,“ sagði Baldur. En hann sagðist hafa lýst því yfir að hann greindi vaxandi hatursorðræðu sem erfitt væri að leiðrétta. Hann sæi þetta lýðræðis- og mannréttindabakslag alls staðar. Sig langi stundum helst að fara upp í rúm og breiða yfir haus. „En það eina sem gagnast er að stíga fram og láta í sér heyra.“ Katrín tók undir þetta, sagði bakslag hafa orðið í mannréttindamálum. Svo virtist sem þau hafi verið tekin á brott yfir nóttu, það hafi verið grafið undan lýðræðinu, stór lýðræðisríki og aldrei eins mikilvægt og nú að Ísland tali sterkri röddu um þessi mál.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Pallborðið Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Sjá meira