„Við vissum að við þyrftum að þjást“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 3. maí 2024 20:51 Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastóls. Vísir/Vilhelm Tindastóll náði í sín fyrstu stig í Bestu deildinni á þessu tímabili eftir 0-2 sigur á Stjörnunni í Garðabæ. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, var að vonum kampa kátur að leik loknum. „Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði Halldór Jón beint eftir leik. „Okkur finnst við hafa staðið okkur vel í fyrstu tveimur leikjunum líka. Mér fannst þessi frammistaða vera svona áframhald af því sem við höfum verið að gera, núna datt bara boltinn inn í markið sem er svona eina sem hefur vantað í hinum leikjunum. Við erum bara ótrúlega sátt með heildar frammistöðuna og bara mikill léttir og við ætlum að halda áfram.“ Tindastóll hélt vel í boltann í öllu sínu uppspili og beittu hættulegum fyrirgjöfum á framherja sinn Jordyn Rhodes. Liðið varðist einnig vel, en Stjarnan átti fjöldann allan af hornspyrnum og löngum innköstum í leiknum. „Þetta var klárlega eins og við lögðum upp með. Við vissum alveg að Stjarnan kæmi á okkur, þær eru með hörku gott lið. Við vissum að við þyrftum að þjást aðeins og föstu leikatriðin, eins og er margoft búið að tala um, Stjarnan hefur bara skorað úr föstum leikatriðum. Þannig að eðlilega vorum við búin að undirbúa það gríðarlega vel og mér fannst stelpurnar gera ótrúlega vel að verjast þessum föstu leikatriðum sem eru svona þeirra helsta vopn. Uppleggið gekk klárlega vel, við skoruðum tvö og fengum ekkert á okkur. Við erum gríðarlega ánægð og hlökkum til að fara heim í Skagafjörðinn með þrjú stig.“ „Við æfum á öðrum helmingnum“ Jordyn Rhodes skoraði bæði mörk Tindastóls í leiknum og fékk auk þess nokkur önnur góð færi í leiknum. Halldór Jón segir Jordyn Rhodes vera mikilvæga sínu liði. „Jordyn er bara frábær leikmaður og það kemur bara betur í ljós þegar fólk rýnir í leikinna. Hún er að fá fullt af færum í hverjum einasta leik, hvort sem það er Breiðablik, þar fékk hún tvö góð færi og gegn FH fékk hún aðeins fleiri. Í dag fékk hún þessi tvö sem hún skoraði úr og mögulega eitt, tvö í viðbót. Hún tekur mikið til sín í boxinu, er frábær slúttari, góð með höfðinu og við væntum mikils af henni áfram. Við erum mjög ánægð með þessi fyrstu tvö mörk og gerum bara ráð fyrir að það verði áframhald þar á.“ Að lokum var Halldór Jón spurður út í vallarmál á Sauðárkróki, en gervigrasvöllur Tindastóls skemmdist mikið í flóðum og leysingum í apríl og er óleikfær. „Við æfum á öðrum helmingnum, það er náttúrulega hægt að æfa á öðrum helmingnum. Þannig að við notum þann helming, stundum er það sóknarhelmingur og stundum er það varnarhelmingur. Þannig að við getum alveg æft þau atriði sem við þurfum að æfa. Ég veit að sveitarfélagið hoppar í það núna að ganga frá því að gera við völlinn okkar svo við getum spilað sem fyrst heima. Ég geri ekki ráð fyrir því að það verði næsti leikur, en vonandi sem allra fyrst því eðlilega viljum við spila heimaleikina okkar heima.“ Besta deild kvenna Tindastóll Stjarnan Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
„Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði Halldór Jón beint eftir leik. „Okkur finnst við hafa staðið okkur vel í fyrstu tveimur leikjunum líka. Mér fannst þessi frammistaða vera svona áframhald af því sem við höfum verið að gera, núna datt bara boltinn inn í markið sem er svona eina sem hefur vantað í hinum leikjunum. Við erum bara ótrúlega sátt með heildar frammistöðuna og bara mikill léttir og við ætlum að halda áfram.“ Tindastóll hélt vel í boltann í öllu sínu uppspili og beittu hættulegum fyrirgjöfum á framherja sinn Jordyn Rhodes. Liðið varðist einnig vel, en Stjarnan átti fjöldann allan af hornspyrnum og löngum innköstum í leiknum. „Þetta var klárlega eins og við lögðum upp með. Við vissum alveg að Stjarnan kæmi á okkur, þær eru með hörku gott lið. Við vissum að við þyrftum að þjást aðeins og föstu leikatriðin, eins og er margoft búið að tala um, Stjarnan hefur bara skorað úr föstum leikatriðum. Þannig að eðlilega vorum við búin að undirbúa það gríðarlega vel og mér fannst stelpurnar gera ótrúlega vel að verjast þessum föstu leikatriðum sem eru svona þeirra helsta vopn. Uppleggið gekk klárlega vel, við skoruðum tvö og fengum ekkert á okkur. Við erum gríðarlega ánægð og hlökkum til að fara heim í Skagafjörðinn með þrjú stig.“ „Við æfum á öðrum helmingnum“ Jordyn Rhodes skoraði bæði mörk Tindastóls í leiknum og fékk auk þess nokkur önnur góð færi í leiknum. Halldór Jón segir Jordyn Rhodes vera mikilvæga sínu liði. „Jordyn er bara frábær leikmaður og það kemur bara betur í ljós þegar fólk rýnir í leikinna. Hún er að fá fullt af færum í hverjum einasta leik, hvort sem það er Breiðablik, þar fékk hún tvö góð færi og gegn FH fékk hún aðeins fleiri. Í dag fékk hún þessi tvö sem hún skoraði úr og mögulega eitt, tvö í viðbót. Hún tekur mikið til sín í boxinu, er frábær slúttari, góð með höfðinu og við væntum mikils af henni áfram. Við erum mjög ánægð með þessi fyrstu tvö mörk og gerum bara ráð fyrir að það verði áframhald þar á.“ Að lokum var Halldór Jón spurður út í vallarmál á Sauðárkróki, en gervigrasvöllur Tindastóls skemmdist mikið í flóðum og leysingum í apríl og er óleikfær. „Við æfum á öðrum helmingnum, það er náttúrulega hægt að æfa á öðrum helmingnum. Þannig að við notum þann helming, stundum er það sóknarhelmingur og stundum er það varnarhelmingur. Þannig að við getum alveg æft þau atriði sem við þurfum að æfa. Ég veit að sveitarfélagið hoppar í það núna að ganga frá því að gera við völlinn okkar svo við getum spilað sem fyrst heima. Ég geri ekki ráð fyrir því að það verði næsti leikur, en vonandi sem allra fyrst því eðlilega viljum við spila heimaleikina okkar heima.“
Besta deild kvenna Tindastóll Stjarnan Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira