„Hún er með hjartagalla en í góðum höndum núna og vonandi fer allt vel“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. maí 2024 21:25 Andrea Marý hneig niður og hringja þurfti á sjúkrabíl. Leikurinn var flautaðar af í kjölfarið, nokkrum mínútum áður en uppbótartími rann sitt skeið. vísir / anton brink Alvarlegt atvik átti sér stað undir lok leiks á Kópavogsvelli þegar FH-ingurinn Andrea Marý Sigurjónsdóttir hneig skyndilega niður. Leikurinn var flautaður af og hún flutt burt með sjúkrabíl. „Hún er með hjartagalla en er bara búin að vera á góðu róli síðustu tvö ár. Við vorum að vonast til að þetta myndi ekki gerast en því miður, þetta er bakslag fyrir hana og okkur. Ömurlegt og skelfilegt í raun að sjá hana eiga erfitt með að anda en hún er í góðum höndum núna og vonandi fer allt vel“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH. Andrea var með meðvitund og settist upp áður en sjúkabíll flutti hana á brott. „Hún var með meðvitund en átti bara mjög erfitt með andardrátt og hjartað pumpaði á milljón. Hún gat ekki staðið upp og átti bara mjög erfitt, satt best að segja. Hörmulegt að horfa upp á leikmann sinn þjást svona.“ Guðni Eiríksson á hliðarlínunni fyrr í leiknum.vísir / anton brink Leka inn ódýrum mörkum Leiknum lauk með þriggja marka tapi FH-inga. „Blikarnir skora þrjú og við komum boltanum ekki inn í net þeirra. Það er stutta sagan í þessu, mörk breyta leikjum. Við vorum svo sannarlega í fínum málum í fyrri hálfleik, komum okkur í góðar stöður, stöngin og svo framvegis, hann bara fór ekki inn boltinn. Fáum á okkur skítamark í andlitið og erum að leka inn ódýrum mörkum sem við verðum að stoppa hratt og örugglega, þetta gengur ekki að við séum að leka inn. Það verður allt svo erfitt ef við þurfum alltaf að labba upp einhverja langa brekku. Stoppa þessi skítamörk.“ FH spilar í þriggja manna vörn með vængbakverði sem sækja mikið upp völlinn. Liðið hefur ekki náð góðum úrslitum í upphafi móts, þarf þjálfarinn að breyta leikskipulaginu? „Meðan við skorum ekki mörk getum við ekki spilað svona kerfi, þá þurfum við að gera eitthvað annað“ sagði Guðni að lokum. Besta deild kvenna FH Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
„Hún er með hjartagalla en er bara búin að vera á góðu róli síðustu tvö ár. Við vorum að vonast til að þetta myndi ekki gerast en því miður, þetta er bakslag fyrir hana og okkur. Ömurlegt og skelfilegt í raun að sjá hana eiga erfitt með að anda en hún er í góðum höndum núna og vonandi fer allt vel“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH. Andrea var með meðvitund og settist upp áður en sjúkabíll flutti hana á brott. „Hún var með meðvitund en átti bara mjög erfitt með andardrátt og hjartað pumpaði á milljón. Hún gat ekki staðið upp og átti bara mjög erfitt, satt best að segja. Hörmulegt að horfa upp á leikmann sinn þjást svona.“ Guðni Eiríksson á hliðarlínunni fyrr í leiknum.vísir / anton brink Leka inn ódýrum mörkum Leiknum lauk með þriggja marka tapi FH-inga. „Blikarnir skora þrjú og við komum boltanum ekki inn í net þeirra. Það er stutta sagan í þessu, mörk breyta leikjum. Við vorum svo sannarlega í fínum málum í fyrri hálfleik, komum okkur í góðar stöður, stöngin og svo framvegis, hann bara fór ekki inn boltinn. Fáum á okkur skítamark í andlitið og erum að leka inn ódýrum mörkum sem við verðum að stoppa hratt og örugglega, þetta gengur ekki að við séum að leka inn. Það verður allt svo erfitt ef við þurfum alltaf að labba upp einhverja langa brekku. Stoppa þessi skítamörk.“ FH spilar í þriggja manna vörn með vængbakverði sem sækja mikið upp völlinn. Liðið hefur ekki náð góðum úrslitum í upphafi móts, þarf þjálfarinn að breyta leikskipulaginu? „Meðan við skorum ekki mörk getum við ekki spilað svona kerfi, þá þurfum við að gera eitthvað annað“ sagði Guðni að lokum.
Besta deild kvenna FH Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira