Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2024 23:54 Noem (t.v.) hitti aldrei Kim Jong-un (t.h.) en drap vissulega veiðihundinn sinn Cricket. Hundurinn á myndinni er sömu tegundar og Cricket heitin. Vísir Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vandræði Noem hófust af alvöru þegar kaflar úr væntanlegri bók hennar byrjuðu að birtast í fjölmiðlum á dögunum. Í bókinni lýsir ríkisstjórinn því meðal annars fjálglega hvernig hann skaut fjórtán mánaða gamlan veiðihund sinn sem þegar hann óhlýðnaðist honum. „Ég hataði þennan hund,“ skrifaði Noem í bókinni um samband sitt við hundinn Cricket sem hún ætlaði að þjálfa til fasanaveiða. Í stað þess að hjálpa til hafi Cricket skemmt sér við að elta fasananna og ekki tók betra við þegar hundurinn drap kjúklinga fjölskyldu sem Noem ræddi við og beit hana síðan. Cricket hafi verið gleðin uppmáluð. „Á þeirri stundu áttaði ég mig á að ég varð að lóga henni,“ skrifaði Noem sem fór síðan með tíkina í malarnámu og skaut hana. Í kjölfarið hafi hún einnig ákveðið að skjóta geithafur sem fjölskyldan átti vegna þess að hann lyktaði illa og elti börnin hennar. Noem tókst ekki að gera út af við geitina fyrr en með öðru haglabyssuskoti sínu. Ríkisstjórinn lýsti því síðan hvernig dóttur hennar hefði komið heim með skólarútu og spurt: „Hey, hvar er Cricket?“ Atvikið átti að sýna að hún væri tilbúin að ráðast í verkin jafnvel þó að þau væru erfið og subbuleg. Sagði Kim líklega hafa vanmetið sig Lýsingarnar á drápinu á Cricket vöktu samstundis grát og gnístan tanna dýraverndunarsinna en einnig fordæmingu bæði pólitískra mótherja Noem og samherja. Vonir hennar um að hljóta náð fyrir augum Trump við val hans á varaforsetaefni þóttu því orðnar að litlu. Lengi má vont versna því Noem hefur nú verið gerð afturreka með sumar fullyrðingar sínar í bókinni dýrkeyptu, ekki síst þeirri um að hún hafi hitt Kim Jong-un. „Ég man þegar ég hitti norðurkóreska einræðisherrann Kim Jong-un. Ég er viss um að hann vanmat mig því hann hafði ekki hugmynd um reynslu mína af því að snúa niður litla harðstjóra (ég var nú æskulýðsprestur eftir allt saman),“ skrifaði Noem í bókinni. Eftir að sérfræðingar bentu á að það væri í hæsta máta ólíklegt að Noem hefði getað hitt Kim þegar hún sat í herþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sagði talsmaður hennar að það hefðu verið mistök að nefna Kim sem einn þeirra þjóðarleiðtoga sem hún hefði fundað með. Útgefandi bókarinnar lagfærði það ef hún yrði gefin út aftur. Þá kannast skrifstofa Emmanuels Macron Frakklandsforseta ekki við fullyrðingar Noem í bókinni um að hún hafi átt að hitta hann í París í nóvember en hætt við vegna ummæla hans sem hún hafi talið jákvæð í garð palestínsku Hamas-samtakanna. Noem hafi aldrei verið boðið beint að hitta Macron þótt ekki væri útilokað að henni hafi verið boðið á viðburð í París sem forsetinn átti einnig að vera viðstaddur. Virtist auglýsa lýtalæknastofu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Noem lendir í kröppum dansi á stjórnmálaferli sínum. Í mars lá hún undir gagnrýni fyrir að birta það sem virtist auglýsing fyrir lýtalæknastofu þar sem hún gekkst undir tannaðgerð á samfélagsmiðlum sínum. Myndbandið líktist sjónvarpsauglýsingu og kynnti Noem sig sem ríkisstjóra Suður-Dakóta, að sögn AP-fréttastofunnar. Fyrir þremur árum varð uppi fótur og fit í Suður-Dakóta þegar Noem var sökuð um að notfæra sér embætti sitt sem ríkisstjóri til þess að dóttir hennar yrði vottuð sem matsmaður fasteigna í ríkinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hundar Norður-Kórea Donald Trump Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Vandræði Noem hófust af alvöru þegar kaflar úr væntanlegri bók hennar byrjuðu að birtast í fjölmiðlum á dögunum. Í bókinni lýsir ríkisstjórinn því meðal annars fjálglega hvernig hann skaut fjórtán mánaða gamlan veiðihund sinn sem þegar hann óhlýðnaðist honum. „Ég hataði þennan hund,“ skrifaði Noem í bókinni um samband sitt við hundinn Cricket sem hún ætlaði að þjálfa til fasanaveiða. Í stað þess að hjálpa til hafi Cricket skemmt sér við að elta fasananna og ekki tók betra við þegar hundurinn drap kjúklinga fjölskyldu sem Noem ræddi við og beit hana síðan. Cricket hafi verið gleðin uppmáluð. „Á þeirri stundu áttaði ég mig á að ég varð að lóga henni,“ skrifaði Noem sem fór síðan með tíkina í malarnámu og skaut hana. Í kjölfarið hafi hún einnig ákveðið að skjóta geithafur sem fjölskyldan átti vegna þess að hann lyktaði illa og elti börnin hennar. Noem tókst ekki að gera út af við geitina fyrr en með öðru haglabyssuskoti sínu. Ríkisstjórinn lýsti því síðan hvernig dóttur hennar hefði komið heim með skólarútu og spurt: „Hey, hvar er Cricket?“ Atvikið átti að sýna að hún væri tilbúin að ráðast í verkin jafnvel þó að þau væru erfið og subbuleg. Sagði Kim líklega hafa vanmetið sig Lýsingarnar á drápinu á Cricket vöktu samstundis grát og gnístan tanna dýraverndunarsinna en einnig fordæmingu bæði pólitískra mótherja Noem og samherja. Vonir hennar um að hljóta náð fyrir augum Trump við val hans á varaforsetaefni þóttu því orðnar að litlu. Lengi má vont versna því Noem hefur nú verið gerð afturreka með sumar fullyrðingar sínar í bókinni dýrkeyptu, ekki síst þeirri um að hún hafi hitt Kim Jong-un. „Ég man þegar ég hitti norðurkóreska einræðisherrann Kim Jong-un. Ég er viss um að hann vanmat mig því hann hafði ekki hugmynd um reynslu mína af því að snúa niður litla harðstjóra (ég var nú æskulýðsprestur eftir allt saman),“ skrifaði Noem í bókinni. Eftir að sérfræðingar bentu á að það væri í hæsta máta ólíklegt að Noem hefði getað hitt Kim þegar hún sat í herþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sagði talsmaður hennar að það hefðu verið mistök að nefna Kim sem einn þeirra þjóðarleiðtoga sem hún hefði fundað með. Útgefandi bókarinnar lagfærði það ef hún yrði gefin út aftur. Þá kannast skrifstofa Emmanuels Macron Frakklandsforseta ekki við fullyrðingar Noem í bókinni um að hún hafi átt að hitta hann í París í nóvember en hætt við vegna ummæla hans sem hún hafi talið jákvæð í garð palestínsku Hamas-samtakanna. Noem hafi aldrei verið boðið beint að hitta Macron þótt ekki væri útilokað að henni hafi verið boðið á viðburð í París sem forsetinn átti einnig að vera viðstaddur. Virtist auglýsa lýtalæknastofu Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Noem lendir í kröppum dansi á stjórnmálaferli sínum. Í mars lá hún undir gagnrýni fyrir að birta það sem virtist auglýsing fyrir lýtalæknastofu þar sem hún gekkst undir tannaðgerð á samfélagsmiðlum sínum. Myndbandið líktist sjónvarpsauglýsingu og kynnti Noem sig sem ríkisstjóra Suður-Dakóta, að sögn AP-fréttastofunnar. Fyrir þremur árum varð uppi fótur og fit í Suður-Dakóta þegar Noem var sökuð um að notfæra sér embætti sitt sem ríkisstjóri til þess að dóttir hennar yrði vottuð sem matsmaður fasteigna í ríkinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hundar Norður-Kórea Donald Trump Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira