Andrea á batavegi: „Gott fyrir alla að sjá hana brosandi“ Aron Guðmundsson skrifar 4. maí 2024 12:22 Eðlilega fór um marga þegar að Andrea hneig niður í leik Breiðabliks og FH í gær. Það er því gott að fá fréttir af því núna að hún sé á batavegi Vísir/Anton Brink Andrea Marý Sigurjónsdóttir, leikmaður kvennaliðs FH í fótbolta sem hneig niður í leik liðsins gegn Breiðabliki í gær, er á batavegi. Hún undirgekkst rannsóknir í gær og í nótt og heilsaði svo upp á liðsfélaga sína í morgun. Frá þessu greinir Guðni Eiríksson, þjálfari FH, í samtali við Vísi en eðlilega fór um marga sem fylgdust með leiknum á Kópavogsvelli í gær þegar að Andrea Marý hneig niður. Hún var með meðvitund og settist upp áður en sjúkrabíll flutti hana á brott. „Andrea Marý er á batavegi. Hún var í rannsóknum í gærkvöldi og eitthvað inn í nóttina,“ segir Guðni í samtali við Vísi. „Þær rannsóknir munu svo bara halda áfram á næstu dögum. Þetta er eitthvað sem hún er að fást við. Ákveðinn hjartagalli sem við vissum af og lýsir sér þannig að hjartað fer bara á yfirsnúning. Hún er með alls konar ráð til að ná því niður en það gekk engan veginn í gær. Hún átti bara mjög erfitt með sig.“ Það hefur því verið mikill léttir fyrir þjálfara og liðsfélaga Andreu hjá FH að sjá hana í morgun er hún kíkti við á æfingu liðsins. „Hún kíkti aðeins á okkur áðan og bar sig bara vel. Eðlilega er hún mjög þreytt. Talaði um að henni liði eins og hún væri búin að hlaupa þrjú maraþon. Þetta voru mikil átök fyrir hjartað, líkama og sál í gærkvöldi. Þreyta er því eðlileg eftirköst af því. En hún ber sig bara ótrúlega vel stelpan. Er bara brött á þessari stundu.“ Gott fyrir alla að sjá hana brosandi. Ég vona svo innilega að einhver lausn komi á hennar málum. Þetta er eilífðar barátta hjá henni að reyna að fá bót sinna mála hvað þetta varðar. Ég vona að núna leiði rannsóknir eitthvað jákvætt í ljós. Að það verði hægt að hjálpa henni. Með lyfjagjöf eða öðrum ráðum.“ Besta deild kvenna FH Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Frá þessu greinir Guðni Eiríksson, þjálfari FH, í samtali við Vísi en eðlilega fór um marga sem fylgdust með leiknum á Kópavogsvelli í gær þegar að Andrea Marý hneig niður. Hún var með meðvitund og settist upp áður en sjúkrabíll flutti hana á brott. „Andrea Marý er á batavegi. Hún var í rannsóknum í gærkvöldi og eitthvað inn í nóttina,“ segir Guðni í samtali við Vísi. „Þær rannsóknir munu svo bara halda áfram á næstu dögum. Þetta er eitthvað sem hún er að fást við. Ákveðinn hjartagalli sem við vissum af og lýsir sér þannig að hjartað fer bara á yfirsnúning. Hún er með alls konar ráð til að ná því niður en það gekk engan veginn í gær. Hún átti bara mjög erfitt með sig.“ Það hefur því verið mikill léttir fyrir þjálfara og liðsfélaga Andreu hjá FH að sjá hana í morgun er hún kíkti við á æfingu liðsins. „Hún kíkti aðeins á okkur áðan og bar sig bara vel. Eðlilega er hún mjög þreytt. Talaði um að henni liði eins og hún væri búin að hlaupa þrjú maraþon. Þetta voru mikil átök fyrir hjartað, líkama og sál í gærkvöldi. Þreyta er því eðlileg eftirköst af því. En hún ber sig bara ótrúlega vel stelpan. Er bara brött á þessari stundu.“ Gott fyrir alla að sjá hana brosandi. Ég vona svo innilega að einhver lausn komi á hennar málum. Þetta er eilífðar barátta hjá henni að reyna að fá bót sinna mála hvað þetta varðar. Ég vona að núna leiði rannsóknir eitthvað jákvætt í ljós. Að það verði hægt að hjálpa henni. Með lyfjagjöf eða öðrum ráðum.“
Besta deild kvenna FH Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira