Norræna partýið er árlegur liður í Eurovision-ferð norrænu landanna. Partýið var haldið á Clarion-hótelinu, en þar gistir meðal annars íslenski hópurinn. Um það bil þrjú hundruð manns mættu í partýið, en einungis þeir sem skráðir voru á boðslista komast inn í það.
Fulltrúi fréttastofunnar var viðstaddur fögnuðinn í dag þegar Hera Björk flutti lagið í Norræna partýinu. Myndskeið af flutningi hennar á Scared of Heights fylgir hér að neðan.
Keppendur Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur, Finnlands og Eistlands fluttu að auki sín lög. Af þeim er Noregi spáð efst, eða í ellefta sæti.