„Við þurfum níu stig til að vinna titilinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. maí 2024 22:45 Pep er að reyna vinna fjórða Englandsmeistaratitilinn í röð. Robbie Jay Barratt/Getty Images Pep Guardiola segir sína menn þurfa að vinna þá þrjá leiki sem Manchester City á eftir í ensku úrvalsdeildinni ætli liðið sér að verða Englandsmeistari fjórða árið í röð. Lærisveinar Pep lögðu Úlfana 5-1 í dag. „Ég myndi segja að úrslitin væru betri en frammistaðan, við misstum boltann klaufalega í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mörg færi en þurfum að skora meira. Úlfarnir eru með góðan kjarna, mikil gæði og sterkir líkamlega. En góð úrslit og við erum hamingjusamir,“ sagði Pep eftir sigur dagsins. Pep var spurður hvort Man City hefði sent skilaboð með sigri dagsins. Hann var ekki á því og hrósaði Mikel Arteta, fyrrum samstarfsmanni sínum, fyrir starf sitt hjá Arsenal. „Hann (Arteta) vinnur leiki og Arsenal vinnur leiki örugglega. Það er ein vika eftir, tvær með ensku bikarkeppninni (þar sem Man City mætir Man United í úrslitum annað árið í röð). En enska úrvalsdeildin, þar er vika eftir og þrír leikir.“ „Við þurfum að ná í níu stig í þeim leikjum því annars vinnur Arsenal deildina. Vonandi getum við snúið aftur hingað eftir nokkra daga og átt þann möguleika að vinna titilinn þegar West Ham United mætir hingað.“ "We know what we're playing for..." 👀Pep Guardiola knows what's at stake after a vital win against Wolves 🐺 pic.twitter.com/gsT8N8kaiz— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 4, 2024 „Hann hefði getað spilað til enda leiksins en Julian Álvarez hefur verið svo mikilvægur, mínúturnar hans hafa skipt sköpum. Julian hefur spilað vel svo við vildum gefa honum mínútur. Rico Lewis hefur einnig spilað vel en enn á ný gat ég ekki gefið honum mínútur. Hann var besti maður vallarins gegn Crystal Palace en það eru allir við hestaheilsu og klárir í bátana fyrir það sem bíður okkar,“ sagði Pep að lokum. Man City er nú með 82 stig að loknum 35 leikjum í 2. sæti, stigi á eftir Arsenal sem trónir á toppnum en hefur leikið leik meira. Úlfarnir eru í 11. sæti með 46 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
„Ég myndi segja að úrslitin væru betri en frammistaðan, við misstum boltann klaufalega í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mörg færi en þurfum að skora meira. Úlfarnir eru með góðan kjarna, mikil gæði og sterkir líkamlega. En góð úrslit og við erum hamingjusamir,“ sagði Pep eftir sigur dagsins. Pep var spurður hvort Man City hefði sent skilaboð með sigri dagsins. Hann var ekki á því og hrósaði Mikel Arteta, fyrrum samstarfsmanni sínum, fyrir starf sitt hjá Arsenal. „Hann (Arteta) vinnur leiki og Arsenal vinnur leiki örugglega. Það er ein vika eftir, tvær með ensku bikarkeppninni (þar sem Man City mætir Man United í úrslitum annað árið í röð). En enska úrvalsdeildin, þar er vika eftir og þrír leikir.“ „Við þurfum að ná í níu stig í þeim leikjum því annars vinnur Arsenal deildina. Vonandi getum við snúið aftur hingað eftir nokkra daga og átt þann möguleika að vinna titilinn þegar West Ham United mætir hingað.“ "We know what we're playing for..." 👀Pep Guardiola knows what's at stake after a vital win against Wolves 🐺 pic.twitter.com/gsT8N8kaiz— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 4, 2024 „Hann hefði getað spilað til enda leiksins en Julian Álvarez hefur verið svo mikilvægur, mínúturnar hans hafa skipt sköpum. Julian hefur spilað vel svo við vildum gefa honum mínútur. Rico Lewis hefur einnig spilað vel en enn á ný gat ég ekki gefið honum mínútur. Hann var besti maður vallarins gegn Crystal Palace en það eru allir við hestaheilsu og klárir í bátana fyrir það sem bíður okkar,“ sagði Pep að lokum. Man City er nú með 82 stig að loknum 35 leikjum í 2. sæti, stigi á eftir Arsenal sem trónir á toppnum en hefur leikið leik meira. Úlfarnir eru í 11. sæti með 46 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti