„Við þurfum níu stig til að vinna titilinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. maí 2024 22:45 Pep er að reyna vinna fjórða Englandsmeistaratitilinn í röð. Robbie Jay Barratt/Getty Images Pep Guardiola segir sína menn þurfa að vinna þá þrjá leiki sem Manchester City á eftir í ensku úrvalsdeildinni ætli liðið sér að verða Englandsmeistari fjórða árið í röð. Lærisveinar Pep lögðu Úlfana 5-1 í dag. „Ég myndi segja að úrslitin væru betri en frammistaðan, við misstum boltann klaufalega í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mörg færi en þurfum að skora meira. Úlfarnir eru með góðan kjarna, mikil gæði og sterkir líkamlega. En góð úrslit og við erum hamingjusamir,“ sagði Pep eftir sigur dagsins. Pep var spurður hvort Man City hefði sent skilaboð með sigri dagsins. Hann var ekki á því og hrósaði Mikel Arteta, fyrrum samstarfsmanni sínum, fyrir starf sitt hjá Arsenal. „Hann (Arteta) vinnur leiki og Arsenal vinnur leiki örugglega. Það er ein vika eftir, tvær með ensku bikarkeppninni (þar sem Man City mætir Man United í úrslitum annað árið í röð). En enska úrvalsdeildin, þar er vika eftir og þrír leikir.“ „Við þurfum að ná í níu stig í þeim leikjum því annars vinnur Arsenal deildina. Vonandi getum við snúið aftur hingað eftir nokkra daga og átt þann möguleika að vinna titilinn þegar West Ham United mætir hingað.“ "We know what we're playing for..." 👀Pep Guardiola knows what's at stake after a vital win against Wolves 🐺 pic.twitter.com/gsT8N8kaiz— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 4, 2024 „Hann hefði getað spilað til enda leiksins en Julian Álvarez hefur verið svo mikilvægur, mínúturnar hans hafa skipt sköpum. Julian hefur spilað vel svo við vildum gefa honum mínútur. Rico Lewis hefur einnig spilað vel en enn á ný gat ég ekki gefið honum mínútur. Hann var besti maður vallarins gegn Crystal Palace en það eru allir við hestaheilsu og klárir í bátana fyrir það sem bíður okkar,“ sagði Pep að lokum. Man City er nú með 82 stig að loknum 35 leikjum í 2. sæti, stigi á eftir Arsenal sem trónir á toppnum en hefur leikið leik meira. Úlfarnir eru í 11. sæti með 46 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
„Ég myndi segja að úrslitin væru betri en frammistaðan, við misstum boltann klaufalega í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mörg færi en þurfum að skora meira. Úlfarnir eru með góðan kjarna, mikil gæði og sterkir líkamlega. En góð úrslit og við erum hamingjusamir,“ sagði Pep eftir sigur dagsins. Pep var spurður hvort Man City hefði sent skilaboð með sigri dagsins. Hann var ekki á því og hrósaði Mikel Arteta, fyrrum samstarfsmanni sínum, fyrir starf sitt hjá Arsenal. „Hann (Arteta) vinnur leiki og Arsenal vinnur leiki örugglega. Það er ein vika eftir, tvær með ensku bikarkeppninni (þar sem Man City mætir Man United í úrslitum annað árið í röð). En enska úrvalsdeildin, þar er vika eftir og þrír leikir.“ „Við þurfum að ná í níu stig í þeim leikjum því annars vinnur Arsenal deildina. Vonandi getum við snúið aftur hingað eftir nokkra daga og átt þann möguleika að vinna titilinn þegar West Ham United mætir hingað.“ "We know what we're playing for..." 👀Pep Guardiola knows what's at stake after a vital win against Wolves 🐺 pic.twitter.com/gsT8N8kaiz— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 4, 2024 „Hann hefði getað spilað til enda leiksins en Julian Álvarez hefur verið svo mikilvægur, mínúturnar hans hafa skipt sköpum. Julian hefur spilað vel svo við vildum gefa honum mínútur. Rico Lewis hefur einnig spilað vel en enn á ný gat ég ekki gefið honum mínútur. Hann var besti maður vallarins gegn Crystal Palace en það eru allir við hestaheilsu og klárir í bátana fyrir það sem bíður okkar,“ sagði Pep að lokum. Man City er nú með 82 stig að loknum 35 leikjum í 2. sæti, stigi á eftir Arsenal sem trónir á toppnum en hefur leikið leik meira. Úlfarnir eru í 11. sæti með 46 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira