Boðið var upp á grillmat, kaffi og bakkelsi og skemmtiatriði. Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs fluttu tónlist, Einar Aron töframaður skemmti börnunum og Katrín ávarpaði gesti.
„Mér þótti afar vænt um þessa stund í dag og gaman var að sjá hve mörg mættu. Ég er sérstaklega þakklát öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem undirbjuggu þessa frábæru stund í dag með bakstri, skreytingum og svo að standa vaktina á meðan á gleðinni stóð!“ er haft eftir Katrínu í fréttatilkynningu.
Embættismenn úr nokkrum stjórnmálaflokkum auk fólks víða úr menningarlífinu sýndu Katrínu stuðning með því að mæta á opnunina. Myndir má sjá hér að neðan.












