Streymið hefst stundvíslega kl.14:00
Viðburðurinn ber yfirskriftina Völd óskast: Forseti allra kynslóða? Markmið viðburðarins er að stuðla að lýðræðisvitund, vekja áhuga ungs fólks á forsetakosningunum og hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun. Viðburðurinn er jafnframt skipulagður sem vettvangur fyrir ungt fólk til að kynna sjónarmið sín og stöðu ungs fólks fyrir frambjóðendum en einnig tækifæri fyrir frambjóðendur að kynna stefnumál sín fyrir ungum kjósendum.