Miðvarðamartröð Man United heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. maí 2024 23:31 Harry Maguire missir af síðustu leikjum tímabilsins ef marka má tilkynningu Man Utd. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins í knattspyrnu, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar. Hann missir því af síðustu deildarleikjum Man United og líklega úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Þá gæti landsliðssæti hans einnig verið í hættu. Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Man United á leiktíðinni en liðið er fallið niður í 8. sæti eftir úrslit helgarinnar. Það getur þó lyft sér upp í 6. sæti með sigri á Crystal Palace annað kvöld. Það mun þó reynast þrautin þyngri þar sem liðið er í sannkallaðri miðvarðakrísu. Þrátt fyrir að vera með sjö leikmenn í aðalliðshópi sínum þá endaði Erik Ten Hag á að spila brasilíska miðjumanninum Casemiro í miðverði í síðustu leikjum þar sem Lisandro Martínez, Victor Lindelöf, Raphaël Varane, Jonny Evans, Willy Kambwala og Luke Shaw eru allir að glíma við meiðsli. Nú er ljóst að Harry Magurie verður frá næstu þrjár vikurnar en Man United staðfesti fregnirnar í dag, sunnudag. Hann missir því af leiknum gegn Palace á mánudag, gegn Arsenal um næstu helgi, gegn Newcastle United þann 15. maí og gegn Brighton & Hove Albion fjórum dögum síðar. ℹ️ @HarryMaguire93 has sustained an injury that will rule him out for about three weeks.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) May 5, 2024 Það eru 20 dagar í bikarúrslitaleik Man United og Man City en ef marka má hversu lengi Maguire verður frá keppni má reikna með að hann missi einnig af þeim leik. Þá verður að teljast ólíklegt að Gareth Southgate, þjálfari Englands, taki meiddan mann með á EM en Southgate ber mikið traust til Maguire og gæti valið hann engu að síður. Frammistaða Man United hefur án efa valdið Ten Hag miklum höfuðverk það sem af er leiktíð og virðist hann ekkert ætla að skána nú þegar það styttist í lok tímabils. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Man United á leiktíðinni en liðið er fallið niður í 8. sæti eftir úrslit helgarinnar. Það getur þó lyft sér upp í 6. sæti með sigri á Crystal Palace annað kvöld. Það mun þó reynast þrautin þyngri þar sem liðið er í sannkallaðri miðvarðakrísu. Þrátt fyrir að vera með sjö leikmenn í aðalliðshópi sínum þá endaði Erik Ten Hag á að spila brasilíska miðjumanninum Casemiro í miðverði í síðustu leikjum þar sem Lisandro Martínez, Victor Lindelöf, Raphaël Varane, Jonny Evans, Willy Kambwala og Luke Shaw eru allir að glíma við meiðsli. Nú er ljóst að Harry Magurie verður frá næstu þrjár vikurnar en Man United staðfesti fregnirnar í dag, sunnudag. Hann missir því af leiknum gegn Palace á mánudag, gegn Arsenal um næstu helgi, gegn Newcastle United þann 15. maí og gegn Brighton & Hove Albion fjórum dögum síðar. ℹ️ @HarryMaguire93 has sustained an injury that will rule him out for about three weeks.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) May 5, 2024 Það eru 20 dagar í bikarúrslitaleik Man United og Man City en ef marka má hversu lengi Maguire verður frá keppni má reikna með að hann missi einnig af þeim leik. Þá verður að teljast ólíklegt að Gareth Southgate, þjálfari Englands, taki meiddan mann með á EM en Southgate ber mikið traust til Maguire og gæti valið hann engu að síður. Frammistaða Man United hefur án efa valdið Ten Hag miklum höfuðverk það sem af er leiktíð og virðist hann ekkert ætla að skána nú þegar það styttist í lok tímabils.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira