Cavaliers og Magic enduðu í 4. og 5. sæti Austursins. Það var búist við spennandi og jafnframt skemmtilegri rimmu en það hefur komið á óvart hversu lítið var skorað í leikjunum sjö.
Aðeins í einum þeirra skoruðu bæði lið yfir 100 stig. Spurning hvort það megi skrá það sem reynsluleysi en lið Magic til að mynda mjög ungt.
Það sást ef til vill hvað best í kvöld þegar liðið fraus einfaldlega í síðari hálfleik eftir að leiða með tíu stigum í hálfleik, staðan þá 53-43 Orlando í vil. Það voru engir töfrar í liði Magic í 3. leikhluta þar sem liðið skoraði aðeins 15 stig gegn 33 hjá Cavaliers sem vann á endanum tólf stiga sigur, lokatölur 106-94.
CAVS ADVANCE TO THE EAST SEMIS ‼️ pic.twitter.com/QxhuOCizJ2
— NBA (@NBA) May 5, 2024
Mitchell skoraði 39 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 fráköst. Caris LaVert skoraði 15 stig og Max Strus 13 stig. Í liði Magic skoraði Paolo Banchero 38 stig ásamt því að taka 16 fráköst og gefa 2 stoðsendingar. Wendell Carter Jr. kom þar á eftir með 13 stig og 7 fráköst.
#PLAYOFFMODE SPIDA 🕷️
— NBA (@NBA) May 5, 2024
Donovan Mitchell totaled 89 points in Games 6 & 7 of Round 1, giving him the second-most total points in a Game 6 and 7 stretch in playoff history!
Game 6: 50 PTS
Game 7: 39 PTS#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/QX51PAHj87
Cavaliers er komið í undanúrslit Austursins og mætir þar Boston Celtics. Það eru svo New York Knicks og Indiana Pacers sem mætast í hinni undanúrslitarimmunni.