Segir viðmælendur sitja undir hótunum netaktívista Jakob Bjarnar skrifar 6. maí 2024 10:14 Frosti Logason telur ljóst að baráttan gegn ofbeldi hafi breyst í hreint og klárt ofbeldi. vísir/vilhelm Frosti Logason hlaðvarpsstjóri segir baráttuna gegn ofbeldi hafa snúist upp í ranghverfu sína. Hópar sem hafa látið sig þessi mál varða, netakvívistar á borð við þá sem ráða á för í hópum á borð við „Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu“ stundi það að veitast að viðmælendum hans. Þar hafa einhverjir meðlima hópsins talað um að kjósa ekki frambjóðendur sem fara í viðtöl hjá Frosta og reyndar Sölva Tryggvasyni einnig. Sumir meðlimir halda bókhald yfir þá sem þangað hafa farið í viðtal. „Ók. Dæmi alla forsetaframbjóðendur sem mæta í hlaðvarpið hans [Frosta]. Hvað eruð þið að gera?? Jón Gnarr og Helga Þórisdóttir hafa mætt til hans", gæti verið dæmi um slíkt. Frosta er brugðið. „Nýlega hef ég orðið var við að hópur ofstækisfólks sé farinn að ráðast að viðmælendum mínum á hlaðvarpsveitunni Brotkast.is en núna eru tvö ár liðin síðan reynt var að slaufa mér sjálfum með skipulögðu átaki. Til þess voru notuð áratugs gömul samskipti mín, eftir sambandsslit, við fyrrverandi kærustu.“ Vilja stimpla Frosta sem ofbeldismann Þetta fer fram með skipulegum hætti en Frosti hefur rætt við nokkra úr þeim hópi sem sækjast eftir embætti forseta Íslands. „Í barnslegri einlægni minn taldi ég í upphafi að um væri að ræða tímabært uppgjör á erfiðum tilfinningum. Mín fyrstu viðbrögð voru því að bjóða fram sáttarhönd og gæta þess að benda ekki fingri á neinn annan en sjálfan mig.“ En fljótlega kom í ljós að um ekkert slíkt væri að ræða. „Áhersla var lögð á að gera mig ómarktækan og atvinnulausan. Til þess var dregin upp sú mynd af mér að ég væri ofbeldismaður. Í fyrstu taldi ég nóg að ég sjálfur vissi betur og fólkið sem mig þekkir. Ég hafði heldur engan áhuga á að fara opinbera einhver prívatmál úr löngu liðinni fortíð.“ Sambandsslitin enn til athugunar Frosti segir mál að linni en þessi hópar ráðast að viðmælendum hans fyrir það eitt að mæta til hans í viðtöl. Hann hefur orðið var við að hik sé komið á suma viðmælendur. Frosti hefur því ákveðið að tímabært sé að hlustendur hans heyri alla sólarsöguna, það er hvernig þessi sambandsslit gengu fyrir sig af hans hálfu. „Ég held að lang flest okkar hafi einhvern tíman á lífsleiðinni troðið einhverjum öðrum um tær. Þannig hafa eflaust margir framið einhvers konar ofbeldi ómeðvitað eða óvart. En það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi.“ Frosti verður í ítarlegu viðtal við Einkalíf Vísis á fimmtudaginn og mun líklega koma inn á þetta þar meðal annars.. Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Fjölmiðlar MeToo Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Þar hafa einhverjir meðlima hópsins talað um að kjósa ekki frambjóðendur sem fara í viðtöl hjá Frosta og reyndar Sölva Tryggvasyni einnig. Sumir meðlimir halda bókhald yfir þá sem þangað hafa farið í viðtal. „Ók. Dæmi alla forsetaframbjóðendur sem mæta í hlaðvarpið hans [Frosta]. Hvað eruð þið að gera?? Jón Gnarr og Helga Þórisdóttir hafa mætt til hans", gæti verið dæmi um slíkt. Frosta er brugðið. „Nýlega hef ég orðið var við að hópur ofstækisfólks sé farinn að ráðast að viðmælendum mínum á hlaðvarpsveitunni Brotkast.is en núna eru tvö ár liðin síðan reynt var að slaufa mér sjálfum með skipulögðu átaki. Til þess voru notuð áratugs gömul samskipti mín, eftir sambandsslit, við fyrrverandi kærustu.“ Vilja stimpla Frosta sem ofbeldismann Þetta fer fram með skipulegum hætti en Frosti hefur rætt við nokkra úr þeim hópi sem sækjast eftir embætti forseta Íslands. „Í barnslegri einlægni minn taldi ég í upphafi að um væri að ræða tímabært uppgjör á erfiðum tilfinningum. Mín fyrstu viðbrögð voru því að bjóða fram sáttarhönd og gæta þess að benda ekki fingri á neinn annan en sjálfan mig.“ En fljótlega kom í ljós að um ekkert slíkt væri að ræða. „Áhersla var lögð á að gera mig ómarktækan og atvinnulausan. Til þess var dregin upp sú mynd af mér að ég væri ofbeldismaður. Í fyrstu taldi ég nóg að ég sjálfur vissi betur og fólkið sem mig þekkir. Ég hafði heldur engan áhuga á að fara opinbera einhver prívatmál úr löngu liðinni fortíð.“ Sambandsslitin enn til athugunar Frosti segir mál að linni en þessi hópar ráðast að viðmælendum hans fyrir það eitt að mæta til hans í viðtöl. Hann hefur orðið var við að hik sé komið á suma viðmælendur. Frosti hefur því ákveðið að tímabært sé að hlustendur hans heyri alla sólarsöguna, það er hvernig þessi sambandsslit gengu fyrir sig af hans hálfu. „Ég held að lang flest okkar hafi einhvern tíman á lífsleiðinni troðið einhverjum öðrum um tær. Þannig hafa eflaust margir framið einhvers konar ofbeldi ómeðvitað eða óvart. En það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi.“ Frosti verður í ítarlegu viðtal við Einkalíf Vísis á fimmtudaginn og mun líklega koma inn á þetta þar meðal annars..
Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Fjölmiðlar MeToo Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira