Segir viðmælendur sitja undir hótunum netaktívista Jakob Bjarnar skrifar 6. maí 2024 10:14 Frosti Logason telur ljóst að baráttan gegn ofbeldi hafi breyst í hreint og klárt ofbeldi. vísir/vilhelm Frosti Logason hlaðvarpsstjóri segir baráttuna gegn ofbeldi hafa snúist upp í ranghverfu sína. Hópar sem hafa látið sig þessi mál varða, netakvívistar á borð við þá sem ráða á för í hópum á borð við „Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu“ stundi það að veitast að viðmælendum hans. Þar hafa einhverjir meðlima hópsins talað um að kjósa ekki frambjóðendur sem fara í viðtöl hjá Frosta og reyndar Sölva Tryggvasyni einnig. Sumir meðlimir halda bókhald yfir þá sem þangað hafa farið í viðtal. „Ók. Dæmi alla forsetaframbjóðendur sem mæta í hlaðvarpið hans [Frosta]. Hvað eruð þið að gera?? Jón Gnarr og Helga Þórisdóttir hafa mætt til hans", gæti verið dæmi um slíkt. Frosta er brugðið. „Nýlega hef ég orðið var við að hópur ofstækisfólks sé farinn að ráðast að viðmælendum mínum á hlaðvarpsveitunni Brotkast.is en núna eru tvö ár liðin síðan reynt var að slaufa mér sjálfum með skipulögðu átaki. Til þess voru notuð áratugs gömul samskipti mín, eftir sambandsslit, við fyrrverandi kærustu.“ Vilja stimpla Frosta sem ofbeldismann Þetta fer fram með skipulegum hætti en Frosti hefur rætt við nokkra úr þeim hópi sem sækjast eftir embætti forseta Íslands. „Í barnslegri einlægni minn taldi ég í upphafi að um væri að ræða tímabært uppgjör á erfiðum tilfinningum. Mín fyrstu viðbrögð voru því að bjóða fram sáttarhönd og gæta þess að benda ekki fingri á neinn annan en sjálfan mig.“ En fljótlega kom í ljós að um ekkert slíkt væri að ræða. „Áhersla var lögð á að gera mig ómarktækan og atvinnulausan. Til þess var dregin upp sú mynd af mér að ég væri ofbeldismaður. Í fyrstu taldi ég nóg að ég sjálfur vissi betur og fólkið sem mig þekkir. Ég hafði heldur engan áhuga á að fara opinbera einhver prívatmál úr löngu liðinni fortíð.“ Sambandsslitin enn til athugunar Frosti segir mál að linni en þessi hópar ráðast að viðmælendum hans fyrir það eitt að mæta til hans í viðtöl. Hann hefur orðið var við að hik sé komið á suma viðmælendur. Frosti hefur því ákveðið að tímabært sé að hlustendur hans heyri alla sólarsöguna, það er hvernig þessi sambandsslit gengu fyrir sig af hans hálfu. „Ég held að lang flest okkar hafi einhvern tíman á lífsleiðinni troðið einhverjum öðrum um tær. Þannig hafa eflaust margir framið einhvers konar ofbeldi ómeðvitað eða óvart. En það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi.“ Frosti verður í ítarlegu viðtal við Einkalíf Vísis á fimmtudaginn og mun líklega koma inn á þetta þar meðal annars.. Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Fjölmiðlar MeToo Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Þar hafa einhverjir meðlima hópsins talað um að kjósa ekki frambjóðendur sem fara í viðtöl hjá Frosta og reyndar Sölva Tryggvasyni einnig. Sumir meðlimir halda bókhald yfir þá sem þangað hafa farið í viðtal. „Ók. Dæmi alla forsetaframbjóðendur sem mæta í hlaðvarpið hans [Frosta]. Hvað eruð þið að gera?? Jón Gnarr og Helga Þórisdóttir hafa mætt til hans", gæti verið dæmi um slíkt. Frosta er brugðið. „Nýlega hef ég orðið var við að hópur ofstækisfólks sé farinn að ráðast að viðmælendum mínum á hlaðvarpsveitunni Brotkast.is en núna eru tvö ár liðin síðan reynt var að slaufa mér sjálfum með skipulögðu átaki. Til þess voru notuð áratugs gömul samskipti mín, eftir sambandsslit, við fyrrverandi kærustu.“ Vilja stimpla Frosta sem ofbeldismann Þetta fer fram með skipulegum hætti en Frosti hefur rætt við nokkra úr þeim hópi sem sækjast eftir embætti forseta Íslands. „Í barnslegri einlægni minn taldi ég í upphafi að um væri að ræða tímabært uppgjör á erfiðum tilfinningum. Mín fyrstu viðbrögð voru því að bjóða fram sáttarhönd og gæta þess að benda ekki fingri á neinn annan en sjálfan mig.“ En fljótlega kom í ljós að um ekkert slíkt væri að ræða. „Áhersla var lögð á að gera mig ómarktækan og atvinnulausan. Til þess var dregin upp sú mynd af mér að ég væri ofbeldismaður. Í fyrstu taldi ég nóg að ég sjálfur vissi betur og fólkið sem mig þekkir. Ég hafði heldur engan áhuga á að fara opinbera einhver prívatmál úr löngu liðinni fortíð.“ Sambandsslitin enn til athugunar Frosti segir mál að linni en þessi hópar ráðast að viðmælendum hans fyrir það eitt að mæta til hans í viðtöl. Hann hefur orðið var við að hik sé komið á suma viðmælendur. Frosti hefur því ákveðið að tímabært sé að hlustendur hans heyri alla sólarsöguna, það er hvernig þessi sambandsslit gengu fyrir sig af hans hálfu. „Ég held að lang flest okkar hafi einhvern tíman á lífsleiðinni troðið einhverjum öðrum um tær. Þannig hafa eflaust margir framið einhvers konar ofbeldi ómeðvitað eða óvart. En það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi.“ Frosti verður í ítarlegu viðtal við Einkalíf Vísis á fimmtudaginn og mun líklega koma inn á þetta þar meðal annars..
Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Fjölmiðlar MeToo Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira