Öll mörkin í gær: Sjáðu hvernig HK vann meistarana og kóngurinn komst á blað Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 11:00 Guðmundur Baldvin Nökkvason brá á leik eftir að hafa skorað í þriðja leiknum í röð fyrir Stjörnuna. vísir/Diego HK kom sér af botni Bestu deildar karla í fótbolta í gær með óhemju óvæntum sigri á Íslandsmeisturum Víkings, 3-1. Mörkin úr öllum fjórum leikjum gærdagsins má nú sjá á Vísi. Atli Þór Jónasson kom HK yfir á 27. mínútu, með skoti utan teigs sem fór framhjá Pálma Rafni Arinbjörnssyni, sem lék sinn fyrsta leik í efstu deild hér á landi. Atli vann svo boltann af Pablo Punyed á vallarhelmingi Víkings og kom honum á Magnús Arnar Pétursson sem tók bara á rás gegn miðvörðum Víkings, og skoraði frá vítateigslínunni, 2-0 fyrir HK. Aron Elís Þrándarson minnkaði muninn með skalla á 58. mínútu en tilraunir Víkinga til að jafna báru ekki árangur og í blálokin nýtti Arnþór Ari Atlason sér mistök Víkinga til að skora þriðja mark HK og innsigla sigurinn. Klippa: Mörk HK og Víkings Á Lambhagavelli var gríðarlegt fjör á tæplega tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik, þegar Fram vann Fylki 2-1. Halldór Jón Sigurður Þórðarson kom Fylki yfir eftir hálftíma leik, með skoti sem fór af varnarmanni og lak í netið. Framarar voru hins vegar fljótir að jafna sig og fengu víti strax í kjölfarið, en Ólafur Kristófer Helgason varði vítaspyrnuna frá Guðmundi Magnússyni. Skömmu síðar náði Haraldur Einar Ásgrímsson hins vegar að jafna metin með frábærri vippu af stuttu færi, eftir sendingu frá Fred. Guðmundur skoraði svo sjálfur sigurmarkið á 38. mínútu, með skalla. Klippa: Mörk Fram og Fylkis Í Garðabæ vann Stjarnan 4-1 sigur gegn ÍA þrátt fyrir að lenda undir. Hinrik Harðarson kom ÍA yfir snemma leiks en Stjarnan jafnaði á 28. mínútu þegar Emil Atlason, markakóngur mótsins í fyrra, skallaði boltann í netið og skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Í seinni hálfleik skoraði Stjarnan svo þrjú mörk en þau gerðu Róbert Frosti Þorkelsson, Óli Valur Ómarsson og Guðmundur Baldvin Nökkvason, sem nú hefur skorað í þremur leikjum í röð. Klippa: Mörk Stjörnunnar og ÍA Á Akureyri gerðu KA og KR svo 1-1 jafntefli, þar sem rauða spjaldið sem Guy Smit, markvörður KR, fékk vakti mikla athygli. Rauða spjaldið og mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan, en Atli Sigurjónsson gerði mark KR og Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði fyrir KA. KR fékk einnig vítaspyrnu snemma í leiknum en Steinþór Már Auðunsson náði að verja spyrnu Benonýs Breka Andréssonar. Klippa: Mörkin, vítið og rauða spjaldið á Akureyri Besta deild karla Tengdar fréttir Sjáðu Andra Rúnar opna reikninginn og mörkin sem færðu FH sigur FH-ingar hafa náð í tólf stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta og þeir komust upp að hlið Víkingum með sigri á Vestra í Kaplakrika í gær. Nú má sjá mörkin úr leiknum hér inn á Vísi. 5. maí 2024 11:01 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira
Atli Þór Jónasson kom HK yfir á 27. mínútu, með skoti utan teigs sem fór framhjá Pálma Rafni Arinbjörnssyni, sem lék sinn fyrsta leik í efstu deild hér á landi. Atli vann svo boltann af Pablo Punyed á vallarhelmingi Víkings og kom honum á Magnús Arnar Pétursson sem tók bara á rás gegn miðvörðum Víkings, og skoraði frá vítateigslínunni, 2-0 fyrir HK. Aron Elís Þrándarson minnkaði muninn með skalla á 58. mínútu en tilraunir Víkinga til að jafna báru ekki árangur og í blálokin nýtti Arnþór Ari Atlason sér mistök Víkinga til að skora þriðja mark HK og innsigla sigurinn. Klippa: Mörk HK og Víkings Á Lambhagavelli var gríðarlegt fjör á tæplega tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik, þegar Fram vann Fylki 2-1. Halldór Jón Sigurður Þórðarson kom Fylki yfir eftir hálftíma leik, með skoti sem fór af varnarmanni og lak í netið. Framarar voru hins vegar fljótir að jafna sig og fengu víti strax í kjölfarið, en Ólafur Kristófer Helgason varði vítaspyrnuna frá Guðmundi Magnússyni. Skömmu síðar náði Haraldur Einar Ásgrímsson hins vegar að jafna metin með frábærri vippu af stuttu færi, eftir sendingu frá Fred. Guðmundur skoraði svo sjálfur sigurmarkið á 38. mínútu, með skalla. Klippa: Mörk Fram og Fylkis Í Garðabæ vann Stjarnan 4-1 sigur gegn ÍA þrátt fyrir að lenda undir. Hinrik Harðarson kom ÍA yfir snemma leiks en Stjarnan jafnaði á 28. mínútu þegar Emil Atlason, markakóngur mótsins í fyrra, skallaði boltann í netið og skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Í seinni hálfleik skoraði Stjarnan svo þrjú mörk en þau gerðu Róbert Frosti Þorkelsson, Óli Valur Ómarsson og Guðmundur Baldvin Nökkvason, sem nú hefur skorað í þremur leikjum í röð. Klippa: Mörk Stjörnunnar og ÍA Á Akureyri gerðu KA og KR svo 1-1 jafntefli, þar sem rauða spjaldið sem Guy Smit, markvörður KR, fékk vakti mikla athygli. Rauða spjaldið og mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan, en Atli Sigurjónsson gerði mark KR og Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði fyrir KA. KR fékk einnig vítaspyrnu snemma í leiknum en Steinþór Már Auðunsson náði að verja spyrnu Benonýs Breka Andréssonar. Klippa: Mörkin, vítið og rauða spjaldið á Akureyri
Besta deild karla Tengdar fréttir Sjáðu Andra Rúnar opna reikninginn og mörkin sem færðu FH sigur FH-ingar hafa náð í tólf stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta og þeir komust upp að hlið Víkingum með sigri á Vestra í Kaplakrika í gær. Nú má sjá mörkin úr leiknum hér inn á Vísi. 5. maí 2024 11:01 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira
Sjáðu Andra Rúnar opna reikninginn og mörkin sem færðu FH sigur FH-ingar hafa náð í tólf stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta og þeir komust upp að hlið Víkingum með sigri á Vestra í Kaplakrika í gær. Nú má sjá mörkin úr leiknum hér inn á Vísi. 5. maí 2024 11:01