„Massíf slysaslepping á vondu frumvarpi“ Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2024 08:38 Þorgerður Katrín spurði Svandísi Svavarsdóttur nánar út í hið afar umdeilda frumvarp um lagareldi í fyrirspurnartíma þingsins í gær. vísir/Arnar/Ívar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vildi ræða auðlindarákvæði í stjórnarskrá við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingi í gær. Ef marka má svör Svandísar eru ekki miklar líkur á að hið afar umdeilda frumvarp um lagareldi fari óbreytt í gegnum þingið. Enda munu fæstir, í ljósi mikillar andstöðu, sætta sig við að laxeldisfyrirtækjum fái firðina um ókomna tíð undir starfsemi sína. Þorgerður Katrín sagði um grundvallarprinsipp væri að ræða þegar kæmi að auðlindanýtingu og rætt hafi verið um lagareldi, fiskeldisfrumvarp sem hún hefði haldið að ætti að fara í gegnum ákveðnar síur, fyrst í gegnum ríkisstjórn og svo í gegnum þrjá þingflokka. Þingmenn að ranka úr rotinu „Það er eins og engin viðvörunarljós hafi kviknað við þessa yfirferð. Þetta er massíf slysaslepping á vondu frumvarpi sem hefur átt sér stað í gegnum þessa flokka,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði að nokkrir þingmenn væru nú að ranka úr rotinu; það yrði að taka almannahagsmuni framar sérhagsmunum og afhenda ekki auðlindir þjóðarinnar tímabundið. „Við gefum heldur ekki auðlindir í eigu þjóðar, punktur.“ Hún sagði að ræða þyrfti fyrirsjáanleika, verðmætasköpun og sjálfbærni. En það geti ekki verið þannig að peningar ráði för heldur prinsipp. Þetta vildi hún ræða við Svandísi, ef hún gæti brugðið ljósi á forsöguna sem fyrrverandi matvælaráðherra. Styður ráðherra og Vinstri græn að sett verði inn ákvæði í stjórnarskrá sem tryggja auðlindir í eigu þjóðar? Vill nú tímabinda heimildirnar Svandís sagði að þegar hefði verið rætt auðlindarákvæði í stjórnarskrá og mikilvægi þess, ekki bara tengt því sem Þorgerður segði heldur einnig varðandi vatnsafl, jarðvarma, lifandi auðlindir og svo framvegis. En varðandi lagareldið þá væri það svo að málaflokkurinn allur þyrfti á víðtækri uppfærlsu að halda. Sem fyrst var gerð í hennar tíð í matvælaráðuneytinu, á vegum Ríkisendurskoðunar og þá Boston Consulting Group í framhaldinu. Niðurstaðan varð sú að leggja fram ítarlegt frumvarp. En eins og Þorgerði Katrínu væri kunnugt um fór hún sjálf í skyndilegt veikindaleyfi í janúar. Þegar þar var komið sögu var frumvarpið í samráðsgátt. Hvað varðar ákvæðið um tímabindingu eða ekki tímabindingu þá lýsti Svandís sig sammála Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttur núverendi matvælaráðherra: Mikilvægt sé að ... „ráðast í breytingar á því ákvæði með það fyrir augum að tímabinda heimildirnar en um leið að gæta sérstaklega að því að það verði ekki á kostnað náttúruverndar og umhverfishagsmuna.“ Alþingi Sjókvíaeldi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26 Náttúran njóti vafans, ótímabundið Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. 3. maí 2024 08:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Ef marka má svör Svandísar eru ekki miklar líkur á að hið afar umdeilda frumvarp um lagareldi fari óbreytt í gegnum þingið. Enda munu fæstir, í ljósi mikillar andstöðu, sætta sig við að laxeldisfyrirtækjum fái firðina um ókomna tíð undir starfsemi sína. Þorgerður Katrín sagði um grundvallarprinsipp væri að ræða þegar kæmi að auðlindanýtingu og rætt hafi verið um lagareldi, fiskeldisfrumvarp sem hún hefði haldið að ætti að fara í gegnum ákveðnar síur, fyrst í gegnum ríkisstjórn og svo í gegnum þrjá þingflokka. Þingmenn að ranka úr rotinu „Það er eins og engin viðvörunarljós hafi kviknað við þessa yfirferð. Þetta er massíf slysaslepping á vondu frumvarpi sem hefur átt sér stað í gegnum þessa flokka,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði að nokkrir þingmenn væru nú að ranka úr rotinu; það yrði að taka almannahagsmuni framar sérhagsmunum og afhenda ekki auðlindir þjóðarinnar tímabundið. „Við gefum heldur ekki auðlindir í eigu þjóðar, punktur.“ Hún sagði að ræða þyrfti fyrirsjáanleika, verðmætasköpun og sjálfbærni. En það geti ekki verið þannig að peningar ráði för heldur prinsipp. Þetta vildi hún ræða við Svandísi, ef hún gæti brugðið ljósi á forsöguna sem fyrrverandi matvælaráðherra. Styður ráðherra og Vinstri græn að sett verði inn ákvæði í stjórnarskrá sem tryggja auðlindir í eigu þjóðar? Vill nú tímabinda heimildirnar Svandís sagði að þegar hefði verið rætt auðlindarákvæði í stjórnarskrá og mikilvægi þess, ekki bara tengt því sem Þorgerður segði heldur einnig varðandi vatnsafl, jarðvarma, lifandi auðlindir og svo framvegis. En varðandi lagareldið þá væri það svo að málaflokkurinn allur þyrfti á víðtækri uppfærlsu að halda. Sem fyrst var gerð í hennar tíð í matvælaráðuneytinu, á vegum Ríkisendurskoðunar og þá Boston Consulting Group í framhaldinu. Niðurstaðan varð sú að leggja fram ítarlegt frumvarp. En eins og Þorgerði Katrínu væri kunnugt um fór hún sjálf í skyndilegt veikindaleyfi í janúar. Þegar þar var komið sögu var frumvarpið í samráðsgátt. Hvað varðar ákvæðið um tímabindingu eða ekki tímabindingu þá lýsti Svandís sig sammála Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttur núverendi matvælaráðherra: Mikilvægt sé að ... „ráðast í breytingar á því ákvæði með það fyrir augum að tímabinda heimildirnar en um leið að gæta sérstaklega að því að það verði ekki á kostnað náttúruverndar og umhverfishagsmuna.“
Alþingi Sjókvíaeldi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26 Náttúran njóti vafans, ótímabundið Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. 3. maí 2024 08:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26
Náttúran njóti vafans, ótímabundið Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. 3. maí 2024 08:00